Össur er óhæfur, en ekki bara það hann er líka algerlega vanhæfur: Því hann er félagi í Breska Verkamannaflokknum !

Það er alveg öruggt að Össur er af mörgum ástæðum algerlega óhæfur til að gæta hagsmuna þjóðarinnar í ICESAVE málinu.

En í annan stað er hann líka algerlega vanhæfur.

Því að ég veit ekki betur en að hann sé ennþá skráður sem félagi í Breska Verkamannaflokknum, sem hann og Björgvin G. Sigurðsson hældu sér af á velmektardögum Tonys Blair á valdastóli.

En Verkamannaflokkurinn, sem er í raun Breska Samfylkingin og sat einn á valdastóli allan tíman þegar ICESAVE var hleypt af stokkunum í Bretlandi og líka þegar það endaði meðan Gordon Brown var forsætisráðherra Breta og setti Hryðjuverkalögin á Ísland og félagi Björgvin G. sat í Armani jakkafötunum sínum með hendur í skauti og gerði ekki neitt. 

En svo í annan stað er Össur hinn "Skarpi" líka algerlega óhæfur vegna vankunnáttu sinnar og algeru skorti á trausti.

Hann hefur marg ítrekað orðið þjóð sinni til skammar á erlendri grundu með galgopahætti og orðið að atlægi á fundum með ráðmönnum ESB fyrir, hégóma sinn og barnaskap.

Síðan er hann eini maðurinn sem sagði meira að segja  eyðsvarinn í Rannsóknarskýrslu Aþingis:

"Að hann hefði ekki hundsvit á efnahags- eða peningamálum"

Þjóðin getur alls ekki treyst þessum manni til að gæta hagsmuna þjóðarinnar í þessu ICESAVE máli sem snerta hagsmuni Breta og ESB snúast þar að auki um háar fjárhæðir og túlkanir á peninga- og gjaldeyrisgerningum, sem hann hefur sjálfur sagt að hann hafi ekki hundsvit á !

Þá er veðurvitinn Árni Páll þó skömminni skárri af tveimur slæmum kostum !


mbl.is Óvíst um forræði í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir hvert orð hjá þér Gunnlaugur, maðurinn er vanhæfur á mörgum sviðum, en fyrst og fremst vegna þess að hann er svo langt í frá hlutlaus, og heldur því miður meira með óvininum.  Þjóðin einfaldlega treystir honum ekki.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2011 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 65479

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband