Össur sagði Eiðsvarinn í Rannsóknarskýrslu Alþingis; "Að hann hefði ekki hundsvit á efnahags- eða peningamálum"

Samt á að treysta honum til að leiða þetta vandasama ICESAVE mál, þar sem tekist verður á um gríðarlega háar fjárhæðir og flóknar greiðsluskuldbindingar.
 
Össur hefur sjálfur lýst sig eiðsvarinn algjörlega óhæfan til að hafa vit á þessum málum.  
Hann er því augljóslega algerlega óhæfur til þessa verks og þeir sem fá hann til þess eru líka óhæfir til að gæta hagsmuna þjóðarinnar.
 
Í annan stað er Össur ekki bara algerlega óhæfur því að hann er líka það sem kallað er "vanhæfur" því að því að ég best veit þá er hann félagi í Breska Verkamannaflokknum og búinn að vera allt frá velmektarárum Tonys Blairs.
 
En Breski Verkamannaflokkurinn leiddi Ríkisstjórn Bretlands allt frá því að ICESAVE var stofnað þar og þar til það hrundi síðan og í framhaldinu setti Breska Verkamannaflokksstjórnin hin endemis frægu hryðjuverkalög á Ísland.
 
Af þessum sökum er Össur ekki hlutlaus og er því algerlega vanhæfur til þess að gæta hagsmuna þjóðarinnar.
 
Í þriðja lagi hefur hann sýnt af sér þvílík undirferli og klækjastjórnmál í sambandi við þessa ESB umssókn og þar margsinnis verið staðinn að blekkingum og lygum að hann nýtur ekki neins trausts þjóðarinnar lengur.
 
Síðan til að bæta gráu ofan á svart þá hefur hann margsinnis og ítrekað orðið þjóð sinni til stórskammar á erlendri grundu og sjálfum sér til atlægis vegna galgopaháttar og hreinnar glópsku í yfirlýsingum sínum og með samskiptum sínum við æðstu yfirmenn í Brussel.
 
Fari þessi Ríkisstjórn, Norður og Niður - Því fyrr því betra !

mbl.is Össur fer með Icesave-málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Össur Skarphéðinsson er Trúður og hefur unnið þjóð sinni mikið ógagn.það virðist ekki vera til vitiborin maður í þessari aumu Ríkisstjórn..

Vilhjálmur Stefánsson, 20.12.2011 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband