ICESAVE - Hlakkar nú í mörgum ESB sinnanum því ESA hefur ákveðið að kæra okkur til EFTA dómstólsins.

Einn af þeim sem hlakkar nú í yfir þessari niðurstöðu er ESB aftaníossinn og ritstjóri Baugs-Fréttablaðsins, sjálfur Ólafur Þ. Stephensen.

En þeir eru reyndar margir fleiri sem eins og fyrrnefndur ritsstjóri börðust af öllu afli, fyrst fyrir framgangi ICESAVE I og síðan fyrir ICESAVE II og að síðustu fyrir ICESAVE III virðast af undarlegum ástæðum kætast nú yfir þessari niðurstöðu, Eftirlitsstofnunar ESA að senda málið til EFTA Dómstólsins.

Ég segi nú bara við fólk andið með nefinu og slappið af.  

Ísland hefur nú þegar þegar sloppið við að greiða "Cash" 100 milljarða í erlendum gjaldeyri bara í vaxtagreiðslur bara vegna þess að meirihluti þjóðarinnar lét ekki hræða sig með heimsenda spám og sagði þvert NEI við þessum nauðungarsamningum.

Það er því alveg sama hvernig þetta mál endar það hefur þegar sannað sig í því að NEIIÐ með því að standa gegn þessum ósvífnu og ófyrirleitnu kröfum hefur fært þjóðinni allri stórkostlegan ávinning og sigur.

Menn skulu alveg átta sig á því að þessi EFTA Dómsstóll er alls enginn "Stóri Dómur" eins og margir ESB aftaníossar og ICESAVE lúbarðir þrælar hér virðast vona og halda, heldur er þesssi dómsstóll aðeins til áréttingar og leiðbeiningar og getur á engan hátt dæmt okkur til fésekta eða til greiðslu skyldu vaxta eða kostnaðar.

Eftir kannski 2 til 3 ár þegar og ef þessum málaferlum mun þá linna er dómurinn aðeins prentuð orð á blaði og varla meira en pappírsins virði.

Líklegast er að á þessum tíma muni málinu annað hvort verða vísað frá eða það fellt niður eða samið verði um málamynda bætur til þess að því verði hætt.

Ef svo ólíklega vildi til eftir þennan tíma að okkur yrði dæmt í óhag sem kæmi reyndar ESB kerfinu og öllu því handónýta bankaeftirliti öllu verst í koll.

Þá værum við samt ekki greiðsluskyld hvorki á vöxtum eða höfuðstól.

Þessir meintu sparifjáreigendur sem þá allra líkast til væru þá þegar búnir að fá allar sínar höfuðstóls kröfur greiddar af þrotabúi Gamla Landsbankans yrðu þá að fara með málið fyrir Íslenska dómsstóla.

Ólíklegt er að þeir legðu í þann kostnað og þá áhættu eftir að vera búnir að fá þrátt fyrir allt búnir að fá höfuðsstól krafna sinna greiddan að fullu af þrotabúi Gamla Landabankans, að vísu án nokkurra vaxta, sem annars hefðu fallið á okkur og numið hundruðum milljarða af hálfu íslensku þjóðarinnar og íslenskra skattgreiðenda !  

Svei þessu ESB aftaníossaliði og ICESAVE rugl liði! 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Margir ESB aftaníosar halda að "Stóri Dómur EFTA" sé algildur og æðri öllum öðrum dómum, alveg eins og þeir líta svo óumræðilega upp til alls sem frá þessu siðlausa apparati kemur, en það er sem betur fer alger misskilningur. Já sem betur fer !

Gunnlaugur I., 16.12.2011 kl. 20:49

2 identicon

Heill og sæll Gunnlaugur; jafnan !

Í dag; þakka ég mínum sæla fyrir, að vera Austur- Asískur, að hluta.

Undirferli; sumra ''HREINNA'' og ''FULLKOMINNA'' samlanda okkar - sem ódulinn undirlægjuháttur, gagnvart Evrópsku rummungaveldunum, sem fyrir ESB skarutinu fara, er afar örðugt, að kyngja, geri ég ráð fyrir.

Fölskvalaus þjóðernishyggja; allmargra Íslendinga, er hins vegar allrar virðingarinnar verð, síðuhafi góður - sé litið; til græðgi og yfirgangs Brussel smiðju, Fjórða ríkisins.

Með beztu kveðjum; sem áður - úr utanverðu Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband