Færsluflokkur: Evrópumál
Fimmtudagur, 17. nóvember 2011
Mikill meirihluti þjóðarinnar vill afturkalla ESB umsóknina ! Mikið reynt til að þagga það í hel !
Þessi nýja en faglega skoðanakönnun MMR sem sýnir svo ekki er um að villast að afgerandi meirihluti þjóðarinnar vill nú afturkalla ESB umsóknina og slíta þessum ESB samninga/aðlögunar viðræðum, nú þegar.
Merkilegt er að sjá hvernig flestir helstu fréttamiðlar landsins reyna að sniðganga, þagga í hel, eða að afvegaleiða fréttir af þessari niðurstöðu skoðanakönnunar MMR.
Niðurstöðurnar eru nefnilega sláandi og sýna að minnihluti þjóðarinnar, rétt rúmur þriðjungur, styður áframhaldandi aðildarviðræður við ESB, eða aðeins 35,3% meðan 50,5% lýsa sig vera andvígir frekari aðildarviðræðum.
Aðeins 14,2 hafa enn ekki tekið afstöðu eða eru hlutlausir.
Þetta segir að 58,9 % eru andvígir frekari ESB aðildarviðræðum en 41,1% vilja halda þeim áfram, ef aðeins er tekið mið af þeim sem afstöðu taka eins og gert væri í alvöru kosningum.
Þetta þýðir náttúrulega ekki að þessi 14,2% sem ekki hafa tekið afstöðu vilji allir halda ESB viðræðum áfram, síður en svo.
Samkvæmt öllum faglegum kosningarannsóknum er líklegast að helmingur þessara 14,2 % muni aldrei ná að mynda sér skoðun eða verða áfram hlutlausir og eða aldrei mæta á kjörstað.
Þeir verða því aldrei taldir með í niðurstöðum þegar og ef kosningar verða haldnar.
Samkvæmt sömu könnunum myndi hinn helmingur þessa hóps eða ca 7,1% skiptast í sömu hlutföllum, hlutfallslega milli þessara 2ja fylkinga.
Það segði okkur að þeim sem vildu slíta þessum viðræðum myndi heldur aðeins fjölga og ef aðeins væri tekið tillit til þeirra sem afstöðu tækju þá myndu yfir 60% íslendinga vilja slíta þessum ESB aðildarviðræðum nú, en innan við 40% halda þeim áfram.
En nú er fróðlegt að skoða hvað íslenskir fjölmiðlar segja og eða þegja:
1. Morgunblaðið skýrði frá þessari athyglisverðu könnun rétt, en hlutlaust.
2. Vísir og Bylgjan hafa þagað þunnu hljóði að því að ég best veit.
3. EYJAN, ESB-Samfylkingar Eyjan eins og sumir kalla hana þegir einnig þunnu hljóði.
4. Hið kolhlutdræga ESB- Ríkisútvarp "allra landsmanna" reyndi allt hvað þeir gátu að þagga þetta niður. Þannig sagði Sjónvarpið eða Fréttatímar útvaprs rásar 1 eða 2 ekkert frá þessu.
5. Vefmiðill Rúv sagði frá þessu í fyrirsögn að: "Helmingur landsmanna væri á móti ESB aðildarviðræðum" Reyndi sem sagt að gefa í skyn að hinn helmingurinn væri hlynntur áframhaldandi ESB viðræðum. Þetta væri svona einskonar 50/50 dæmi.
Enn og aftur sést hvað ESB trúboðið á Íslandi er berskjaldað og fylgislaust nema helst í íslenskum ESB- sinnuðum fjölmiðlum landsins, sem flestir halda enn úti sínum vonlausa ESB áróðri.
Kannski sumir þessara fjölmiðla og fréttamanna séu nú þegar á launum og fjár- og mútugreiðslum frá ESB ráðsstjórninni sjálfri, eða Auglýsingastofunni Athygli sem hefur fengið nokkur hundruð milljónir frá ESB- Ráðsstjórninni í Brussel til að bera fé á ESB sinnaða fjölmiðla, félagasamtök og einstaklinga sem vilja bera út hið óskeikula fagnaðarerindi ESB Elítunnar !
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 17. nóvember 2011
Örvænting ESB Yfircommísarana þeirra Barroso og Rompuy eykst: Nú leggja þeir til "ástarbréfaleiðina" til að fjármagna Neyðarsjóðina. Sömu leið og íslensku Hrunbankarnir fóru.
Þessi örvæntingarfullu neyðarúrræði eru gerð til að reyna að blása upp fjármagn sem er ekki til.
Svona til að reyna að "gíra fjármagn upp" eins og það hét í sápukúluhagfræði Bankaglæponana íslensku þegar þeir sendu hvorir öðrum á víxl svokölluð ástarbréf sem voru innistæðulausir skuldabréfa vafningar.
Þó þeir vissu að þeir stefndu óðfluga fram af hengifluginu, en bara til þess að geta haldið veislunni aðeins lengur áfram og blekkt Seðlabankann enn einu sinni og aðra til að lána sér enn meira fé.
Þessar örvæntingarfullu aðgerðir ESB Elítunnar vísa bara áfram veginn niður til heljar !
Evran er dauðadæmdur skuldavafningur.
"Evran er hættulegasti gjaldmiðill í heimi" eins og hið virrta Þýska viðskiptatímarit Der Spiegel sagði nýlega.
![]() |
Áætlun um evruskuldabréf lögð fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 16. nóvember 2011
Mario Monti, Landsstjóri ESB Ráðstjórnarinnar á Ítalíu, fer með alræðisvöld og drottnar nú í nafni Ráðstjórnar ESB yfir Ítalíu !
Það kaus enginn á Ítalíu þennan mann.
Hann er skipaður af Ráðsstjórninni, sjálfri valdaelítunni í Brussel til að sjá um að Ítalía fari að þeirra ráðum í einu og öllu, hann stjórnar ekki Ítalíu hann drottnar í nafni ESB !
Lýðræðinu skal nú sem oft áður umsvifalaust vikið til hliðar.
Nú skal enn og aftur vernda sjálft valdasystemið þ.e. ESB/EVRU Elítuna og þennan handónýta skuldavafning þeirra Evruna og svo að sjálfssögðu stórkapítal Evrópu.
Alla þeirra helstu braskbanka- og vogunarssjóði og almenningur ESB/EVRU svæðisins verður látinn borga allan fórnarkostnaðinn og sukkið um ókomin ár og margar kynslóðir.
"Mamma mía"
Ég hugsa af að tvennu illu að þá hefði Ítalska Mafían getað stjórnað Ítalíu betur og alla vegana hugsað betur um Ítalskan almenning en þetta uppþornaða embættismanna ESB- hyski, sem Marío Monti Landsstjóri ESB Ráðsstjórnarinnar á Ítalíu stendur fyrir !
Ráðstjórn ESB-Sovéttsins verður alltaf augljósari og ófyrirleitnari eftir því sem meira fjarar undan henni í sjálfum Ráðstjórnarríkjum Evrópusambandsins og nú á sjálfri Ítalíu.
Grikkland, Portúgal og Írland eru þegar fallinn fyrir þessari ólýðræðislegu ófreskju ESB- Ráðstjórnarinnar ! Fleiri bíða í biðsal ESB/EVRU dauðans. Hönd ESB dauðans vofir yfir !
![]() |
Monti fer sjálfur með efnahagsmál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 15. nóvember 2011
Nýr "Landsstjóri" Brussel Ráðstjórnar-valdsins, Mario Monti, með valdboði og hótunum um efnahagslega tortýmingu settur yfir Ítalíu !
Enginn kaus hann, hann er handvalinn af Ráðstjórninni í BRUSSEL og af Elítunni þar.
Lýðræðinu er nú sem oft áður vikið til hliðar að kröfu ESB valdsins, en nú með sérlega freklegum hætti.
Sama á við um Grikkland þar sem Papandreo var bolað úr embætti fyrir að ætla sér þá "AND-ESB sinnuðu" aðgerð að ætla Grískum almenningi að ráða örlögum sínum í almennri þjóðaratkvæðagreiðslu.
Bæði þessi ríki hafa nú verið tekin yfir af Ráðsstjórninni í Brussel, sem skipað hefur í æðstu stöður, trúholla ESB Tecnokrata sem hafa í áratugi þjónað ESB elítunni í Brussel af trúmennsku og við ECB bankann, Seðlabanka Evrópusambandsins.
Nú skal harðlínunni frá Brussel fylgt í einu og öllu og þeir hafa nú beint tangarhald sitt á öllu saman.
Minnir á þegar Sovéttið deildi og drottnaði til dæmis þegar óþægum Stjórnendum í Ungverjalandi og Tékkóslóvakíu var bolað frá völdum og þægir harðlínu leppar Ráðstjórnarinnar í Moskvu settir í þeirra stað.
Sovéttið notuðu að vísu vopnaðan her til sinna óhæfuverka en ESB Ráðstjórnin notar nú vopnuð Pappírstígristír og fjármuni og fjárhagslega yfirburði og dómineringu ECB bankans sem hótanir við sín óhæfuverk til að berja einstök aðildarríki til tafarlausrar undirgefni og hlýðni við Ráðstjórnina í Brussel.
Annars verði viðkomandi ríki einangruð og lögð í fjárhagslega rúst !
Er þetta það lýðræði sem fólk vill, ég bara spyr !
Ég sannfærist alltaf meira og meira um að Vladímir Bukovsky vísindamaður og fyrrum andófsmaður og fangi Sovétt Ráðstjórnarinnar í Moskvu hefur alveg rétt fyrir sér þegar hann varar alvarlega við að hið ólýðræðislega ESB stjórnsýslu apparat sé að öllu leyti að líkjast æ meir hinum hörmulegu Sovétríkjum !
![]() |
Tekur formlega við útnefningunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 12. nóvember 2011
Takið eftir: Það var minnihluti stjórnar SA sam ályktaði með ESB aðild !
ESB aðildar- og innlimunarsinnar fara nú mikinn yfir því sem þeir segja að meirihluti Stjórnar þessara samtaka (SA) hafi lýst stuðningi við ESB viðræðurnar og ESB aðild.
Sumir ESB sinnaðir fréttamenn og fjölmiðlar reyna jafnvel að færa þetta í þann búninginn að öll Stjórn SA og allir félgsmenn þessara samtaka séu alfarið og einhuga í þessari afstöðu sinni.
Þetta er ekki alls kostar rétt.
Það var nefnilega þannig að það var minnihluti Stjórnar SA sem ályktaði með þessum hætti með ESB aðild.
Það eru nefnilega 21 stjórnarmaður í SA og það voru aðeins 10 eða minnihlutinn sem ályktaði með þessum hætti.
Í atkvæðagreiðslunni á stjórnarfundinum voru 6 stjórnarmenn andsnúnir tilllögunni, 2 treystu sér ekki til að greiða henni atkvæði sitt og 3 stjórnarmenn voru ekki á fundinum. Semsagt 11 stjórnarmenn eða meirihlutinn voru annaðhvort á móti tillögunni eða treystu sér ekki til að styðja hana eða höfðu ekki kost á því að greiða atkvæði. Lýðræðislegt ?
Það er því beinlínis rangt að segja að meirihluti stjórnar SA standi á bak við þessa ályktun og ljóst er að það er gríðarleg óeining og vaxandi klofningur um afstöðuna til ESB innan stjórnarinnar.
Því er mjög hæpið að Samtökin sem heild og stjórn þeirra geti beitt sér fyrir og staðið fyrir sífelldum ESB áróðri, eins og staðan er og eins og formaður samtakanna hefur samt gert grímulaust hingað til.
Ekki síst í ljósi þess að engar faglegar alvöru kannanir hafa verið gerðar á vegum samtakanna um raunverulega afstöðu félagsmanna.
Það er því í raun alveg sama hvernig stjórnin ályktar með eða á móti í þessum málum, þá er hún algerlega umboðslaus gagnvart sínum félagsmönnum og hefur því engar heimildir til þess að standa fyrir áframhaldandi ESB áróðri.
Þar að auki hafa þær kannanir sem ég man eftir, glögglega sýnt að talsverður meirihluti íslenskra atvinnurekenda hefur verið andvígur ESB aðild. Full ástæða er til þess að ætla að andstaðan við aðild hafi heldur aukist frekar en hitt.
Sama umkomulausa umboðsleysið ríkir hjá forystu ASÍ sem hefur samt blygðunarlaust að fullum þunga beitt sér fyrir áróðursvagn ESB trúboðsins á Íslandi.
Þetta er algerlega umboðslaus Elíta án umboðs umbjóðenda sinna og þess vegna er ótrúverðugleiki þeirra öllum ljós og málflutningur þeirra aðeins holur hljómur !
Föstudagur, 11. nóvember 2011
Hinn nýji forseti Írlands hlýtur að daðra við "Fasisma" og þjóðernisöfgar, að mati Eiríks Bergmanns ESB rétttrúnaðarfræðings !
Hinn nýji forseti Íra ljóðskáldið Michael D. Higgins sór embættiseið í Dyflinarkasstala í dag. Hinn nýji forseti er þekktur fyrir ættjarðarljóð sín og er mikill og sannur Írskur ættjarðarvinur.
Hann vill nú endurvekja hin gömlu og þjóðlegu gildi Írsks samfélags.
Hann vill að þjóðin snúi nú baki við því sem hefur mistekist og byggja á öðrum Írskum gildum og rita nýjan kafla í þjóðarsöguna sem byggist á öðrum Írskum þjóðareinkennum.
Eiríkur Bergmann og aðrir sem taka undir að leggja beri niður öll hin þjóðlegu gildi því að það sé daður við fasisma, en vilja algerlega án fyrirvara ganga ESB helsinu og því Stórríki á hönd, hljóta nú að tala um að hinn nýji forseti Írlands daðri nú við "fasismann" og þjóðernisöfga.
Eins og hann og fleiri ráðast nú að Framsóknarflokknum fyrir að voga sér að hafa íslenska fánan í merki sínu og hafa fánahyllingu á Landsfundi sínum til virðingar við þjóðfána okkar og jafnframt sýna hina gömlu og göfugu þjóðaríþrótt íslenska glímu á Landsfundi sínum.
![]() |
Tími til að endurvekja gömul gildi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 10. nóvember 2011
Össur hinn bísperrti og hrokafulli ESB trúboði. Ræðst nú harkalega gegn íslenskum frjálsum og lýðræðislegum fjöldasamtökum eins og Heimssýn. Á samta tíma og hann mærir og lofar hið ólýðræðislega Stjórnsýsluapparat ESB og hinn ónýta skuldavafning EVRUNA !
![]() |
Vilja að Össur dragi ummælin til baka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 9. nóvember 2011
Hroðalegt ástand í ESB og EVRU ríkinu Spáni ! Fátækt og glundroði !
Það er víst ekki ofsögum sagt yfir því eymdar og vesældar ástandi sem ríkir hér á Spáni.
Ég held að íslendingum væri hollt af að lesa þessa frétt um "Gríðarlega fjölgun fátækra á Spáni".
Ekkert lagast ástandið og enn vex atvinnuleysið, þrátt fyrir launalækkanir, hækkun skatta og miklar skerðingar á lífeyri og bótum öryrkja og atvinnulausra.
Ekki er búist við að neitt lagist hér með stjórnarskiptum sem vænta má nú eftir kosningarnar sem verða hér þann 20. nóvember n.k.
Sósíalistaflokkur Zappateros hefur verið ófær um að laga ástandið sem sífellt hefur versnað og ekki er búist við að spillingar hægri flokkurinn "Party Popular" geri hér nein kraftaverk.
Enda ráða ríkisstjórnir Spánar ekki sínum eigin peninga- og gjaldmiðils málum, sem er einn stærsti hluti vandans.
Spánn hefur með upptöku EVRUNNAR framselt þetta vald sitt til Brussel og ræður ekki yfir sínum eigin gjaldmiðli og það er mjög stór hluti vandans að vera læstir inn með helfrosinn gjaldmiðil sem passar engan veginn hagkerfi þeirra á samdráttar tímum.
Hér þyrfti nú að verða 30 til 40% gengislækkun til þess að koma hjólum atvinnulífsins almennilega af stað og draga úr atvinnuleysinu.
Tekið skal fram að við búum nú á Spáni og höfum gert á fjórða ár.
![]() |
Gríðarleg fjölgun fátækra á Spáni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 8. nóvember 2011
Össur, sagði í Rannsóknarskýrslunni að "hann hefði ekki hundsvit á efnahagsmálum" Segir nú að EVRAN sé stöðugt að styrkjast. Merkel segir að það taki EVRU svæðið 10 ár að vinna sig út úr skuldavandanum og EVRU krísunni !
![]() |
Evran sterkari fyrir vikið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 7. nóvember 2011
Auðvitað eiga hagsmunir þjóðarinnar að vera í fyrirrúmi. En ekki hagsmunir eða reglufargan ESB !
Hárrétt hjá Jóni Bjarnasyni.
Alþingi samþykkti sem betur fer ákveðna fyrirvara með ESB umsókninni og eftir þeim fyrirvörum sem eru grundvallar hagsmunir þjóðarinnar ber að vinna.
Samninganefndarmenn Íslands í ESB viðræðunum sem allir eru þekktir ESB sinnar og voru handvaldir af Össuri Skarphéðinssyni í þessar viðræður, komast ekkert framhjá þessum fyrirvörum þó svo þeir reyni það á ýmsan hátt og reyni með hjálp ESB sinnaðra fjölmiðla að rjúka upp moldviðri og reyna að gera Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að einhverjum sökudólg til þess að breiða yfir það að þeir eru að reyna með lymskulegum hætti að fara á svig við þessar samþykktir sjálfs Alþingis.
Jón Bjarnason á hrós skilið fyrir það að virða samþykktir Alþingis og er einn af örfáum í þessari ríkisstjórn sem þorir og vill standa í lappirnar við að gæta hagsmuna lands og þjóðar gagnvart ESB innlimuninni !
![]() |
Hagsmunir þjóðar í fyrirrúmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar