Færsluflokkur: Evrópumál
Laugardagur, 5. nóvember 2011
Auðvitað fer Hoffellið með stýrislausa Kýpverska Stór-hafskipið Ölmu til heimahafnar á Fáskrúðsfirði nú strax í nótt !
Glæsilegt björgunarafrek skipverja og útgerðar Hoffellsins frá Fáskrúðsfirði ef þeir koma þessu stjórnlausa skaðræðis hafskipi til hafnar í heimahöfn sinni á Fáskrúðsfirði nú í nótt.
Íslenskir, austfirskir sjómenn láta ekki að sér hæða.
Fáskrúðsfirðingar halda auðvitað síðan skipinu og farmi þess í gíslingu og vírbundinni við bryggju á Fáskrúðsfirði þar til eðlileg og sanngjörn björgunarlaun hafa verið greidd til skipverja og útgerðar Hoffellsins af eigendum og tryggingaraðilum þessa Kýpverska stýrislausa "druslu" hafskips.
Sem ég reyndar stórefast um að hafi vottun alþjóðlegra skipaeftirlitsaðila til siglinga um heimshöfin og er það til umhugsunar fyrir Íslensk hafnsögu yfirvöld að svona druslu barkar frá ESB löndum fái að sigla hér um íslenska lögsögu, stórhættulegar manndrápsfleytur, eins og sjóræningja skip dauðans.
Ég vona að ég sé ekki of fljótur á mér að óska skipverjum og útgerð Hoffellsins til hamingju með þessa giftusamlegu björgun og reyndar Fáskrúðsfirðingum öllum.
![]() |
Áætlun breytt vegna slæms veðurs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 5. nóvember 2011
Leiðin er löng og ströng, 10 ára þrautarganga að koma EVRU svæðinu út úr skuldakreppunni ! Þetta segir sjálf Angela Merkel. Skyldi Jóhanna og Samfylkingin vita af þessu !
![]() |
Löng leið að bata á evru-svæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 3. nóvember 2011
Aumingja Papandreo guggnar. "Merkozy" tvíeykið sýndi honum ESB/EVRU vígtennurnar á sérstökum neyðarfundi í gær ! Beint og opið lýðræði er og hefur alltaf verið, eitur í beinum Ráðstjórnarinnar í Brussel !
![]() |
Hætta við þjóðaratkvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 2. nóvember 2011
Nýji Björgvin G. Banka- og auðrónasleikja Hrunstjórnarinnar er nú ESB- Aðildar- sölumaður Dauðans !
![]() |
Jón hraði vinnu í aðildarviðræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 1. nóvember 2011
Þjóðaratkvæðagreiðsla ! Það þolir BRUSSEL valdið illa - Markaðir falla. EVRU krísan stigmagnast !
Nú falla hlutabréfavístölur um alla Evrópu 3ja daginn í röð og sérstaklega varð gríðarleg lækkun í gær og stefnir í það sama í dag.
Nú er öll hækkunin sem varð um skamma hríð í síðustu viku farinn út í veður og vind og gott betur, eftir að "Merkozy" samkomulagið og sá stjörnum prýddi björgunarsjóður nr. 3 var kynntur til sögunnar með lúðrablæstri, eftir miklar og erfiðar fæðingarhríðir.
Markaðir sáu fljótlega að þessi hækkun á björgunarsjóðnum voru sjónhverfingar og stóðust ekki.
Reynd voru gömlu bankatrixinn að gíra upp fjármagnið með sýndarveruleika, eins konar sápukúluhagfræði sem svo var kynnt undir með auglýsingamennsku og blekkingum.
Síðan var einn æðsti Commisar EVRU lands sendur út í heim með betlistaf og betlibauk til að betla raunverulegt fjármagn af Rússum, Norðmönnum og Kínverjum. Honum hefur orðið lítið sem ekkert ágengt, enda varla að það hringli einu sinni í tómum bauknum hjá honum.
Ráðamenn ESB/EVRU lands hafa gert sig að atlægi út um allan heim og þeir hafa misst allan trúverðugleika bæði heima fyrir sem og annars staðar, fyrir vesældóm sinn, ráðaleysi sitt og síendurtekna sýndarmennsku.
Þeir hafa algerlega sýnt umheiminum það að þetta stjórnsýsuapparat ESB/EVRU er handónýtt og virkar ekki og er með öllu ófært um að taka af viti á efnahags- og gjaldmiðilsvandamálum sínum.
Nú bætist enn við ótta ESB Commísarana í Brussel að aumingja karlinn hann Papandreo forsætisráðherra Grikklands datt skyndilega og fyrirvaralaust það snjallræði í hug í raunum sínum að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um alla þessa björgunarpakka sem neyddir hafa verið uppá þjóð hans af ESB og AGS, með ströngum skilyrðum um launalækkanir, gríðarlegar skattahækkanir og sölu allra ríkiseigna þ.e. einskonar brunaútsölu á þjóðareignum Grikklands.
Papandreo hugsar sjálfssagt sem svo að þar sem Ríkissttjórn hans ræður hvort eð er engu um framvindu og framtíð sinnar eign þjóðar, þá sé þetta djarfur leikur í stöðunni til að þjóðin endurheimti virðingu sína og völd.
Það er nefnilega svo komið að öll þeirra ráð eru nú komin í hendur Commisara ráðana í Brussel, með hjálp AGS og auk þess koma engir þessir björgunarpakkar Grísku þjóðinni eða Grískum almenningi að gagni.
Þess í stað rennur allt þetta fjármagn til þess að greiða helsta Stórcapítali Evrópu, helst upp í topp allar þær skuldir sem þeir í græðgi sinni lánuðu Grískum, braskbönkum og fyrirtækjum þeirra.
Síðan verður Grískur almenningur, næstu kynslóðir látnar bera byrðarnar af þessari vitleysu sem þeir áttu engan þátt í.
Þessar svokölluðu "björgunaraðgerðir" sem ESB Elítan vill neyða aðildarþjóðir sínar til að fara í vegna efnahags- og bankavandans, kalla ég ekkert annað en óhroða, svona álíka eins og að reyna að lækna geðveilur nýkapítalismans og græðgisvæðingarinnar með Sósíalisma Andskotans ! Algert siðleysi og aðför að almenningi.
Það sem ráðmenn í Brussel óttast mest af öllu eru "þjóðaratkvæðagreiðslur", því þær kalla þeir "And-Evrópskar" og þær geta ógnað alræði Commísara ráðana þeirra og því reyna þeir yfirleitt með öllum ráðum að sneiða hjá þeim.
Ef það hinns vegar tekst ekki og þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram og niðurstöður hennar eru ESB- Elítunni ekki þóknanlegar að þá bregst það ekki að þá koma þeir því þannig fyrir að það verður kosið aftur og aftur alveg þar til þóknanleg niðurstaða fæst.
Við skulum vona að ESB apparatinu takist ekki að stöðva þessa þjóðaratkvæðagreiðslu eða að hræða Grískan almenning með auglýsinga- og hræðsluáróðri til þess að kjósa gegn þjóðarhagsmunum sínum.
Þessi merka þjóð Grikkir sem eitt sinn var vagga siðmenningarinnar á betra skilið en láta ESB Elítuna og EVRÓPSKA siðblinda og spillta tæknikrata kjöldraga sig.
![]() |
Mikil lækkun í morgunsárið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 28. október 2011
Trilljóna EVRU Björgunarsjóðurinn sem öllu átti að bjarga. Allt mun því miður fara á sama veg fljótlega.
Ég hélt reyndar eftir allar þessar erfiðu fæðingarhríðir að þessi svokallaði björgunarpakki ESB/EVRU svæðisins myndi duga aðeins lengur.
Spáði því í gær hérna á blogginu að þetta myndi duga í svona kannski 2 til 4 vikur, þá yrði allt komið á heljarþröm aftur. En það var greinilega mjög svo ofmetið, þetta er strax farið að skjálfa. Markaðurinn sér í gegn um þetta og er ekki að kaupa þetta.
Þannig er þessi svokallaði "björgunarpakki" þegar betur er að gáð lítið meira en stærri og flóknari umbúðir og svona einskonar sjónhverfingar þar sem reynt er að blása sápukúluhagkerfið upp með alþekktum og banvænum bankatrixum.
Því virðist þetta því miður ætla að verða enn ein mislukkaða tilraun þessa vonlausa valda apparats til þess að koma einhverjum böndum á skuldafarganið og bankavitleysuna.
Að ætla að lækna græðgisvæðinguna og fárveikan alheims kapítalisman, með þessum aðferðum sem ég kalla "Sósíalisma andskotans" mun aldrei ganga upp !
![]() |
Viðsnúningur á mörkuðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 27. október 2011
Geðveilur Kapítalismans, læknaðar með Sósíalisma andskotans - Björgunarsjóðurinn orðin 1,3 billjón EVRUR ! !
Þessi endaleysa gengur aldrei upp þetta eru u.þ.b. 350.000 Evrur eða um 56 milljónir íslenskra króna á hvert mannsbarn innan EVRU svæðisins.
Þetta eru ca 20 ára meðalævitekjur hvers einasta vinnandi manns á öllu Evru svæðinu. Ef tekið er tillit til þeirra sem eru atvinnulausir, öryrkjar og eða gamalmenni, eða utan vinnumarkaðar af einhverjum ástæðum þá dekkar þessi upphæð sjálfsagt ævitekjur allra íbúa EVRU svæðisins.
Ævitekjur allra íbúa EVRU svæðisins sóað á einu bretti í þessa dómadags vitleysu.
Allar ævitekjur næstu kynslóða EVRU svæðisins fara í að greiða fyrir þennan "svokallaða "Björgunarleiðangur" - þennan banvæna kokteil tvíeykisins "Mer-Kozy".
Þetta er margfallt verra og ófyrirleitnara en Versala-nauðungarsamningurinn var Þjóðverjum eftir fyrra stríð
Þetta er svona eins og geðveilur og græðgi kapítaliskrar óstjórnar sé reynt að lækna með sósíalisma andskotans.
Svo er strax byrjað á að tala um að þetta sé allt of lítið og komi allt of seint og dugi hvergi til.
Þetta lítilræði er svo aðeins gert til að bjarga EVRUNNI sem gjaldmiðli og bankakerfi ESB/EVRU landana sem annars færu í umvörpum á hausinn við að afskrifa hluta af skuldum hinns gjaldþrota ESB/EVRU lands Grikklands sem þó er aðeins lítið 10 milljóna land.
Hvað þarf þá mikið til við að bjarga bankakerfi ESB/EVRU landana öðru sinni þegar tugmilljóna lönd eins og Ítalía og Spánn byrja að skjálfa.
En sá skjálfti er reyndar þegar byrjaður.
Takið eftir að allir þessir neyðarfundir og öll þessi gríðarlega peningasóun fer ekki í að bjarga Grískum almenningi, nei síður en svo hún fer öll í að bjarga stórkapítali ESB/EVRU svæðisins.
Reikningurinn aftur á móti er sendur á skattgreiðendur ESB/EVRU svæðisins og næstu kynslóðir.
Inn í þetta Óreiðu Skuldabandalag stefnir Samfylkingin. Það verður að stöðva þessa helför Ríkisstjórnarinnar til Brussel STRAX.
Fyrsta skrefið er að skrifa undir hjá: skynsemi.is
![]() |
Björgunarsjóður yfir billjón |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 26. október 2011
Gylfi Arnbjörnsson: ESB Aftaníossi og rugludallur og mesta viðrinni Íslenskrar Alþýðu !
Gylfi Arnbjörnsson ruglar enn út í eitt um gatslitna og ónýta Evru og ESB !
Þú sem ert algerlega umboðslaust viðrinni íslenskrar alþýðu !
Farðu frá Gylfi Arnbjörnsson !
Og segðu af þér sem yfirjólasveinn siðspilltrar ASÍ- Elítunnar !
Fólkið í landinu hefur fnegið meira en nóg af þér og þínum siðspilltu kónum !
Íslensk Alþýða vill ekkert ESB- eða EVRU rugl !
![]() |
Biðja á um aðstoð vegna krónu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 26. október 2011
"Merkozy" - "Lýðræðið" - Örvæntingin leynir sér ekki " Nú eða aldrei" - Annars er EVRAN sjálf, mesta og versta misfóstrið þeirra og ESB Elítunnar ónýtt drasl á ruslahaugum sögunnar og stjórnsýsluapparat ESB- Elítunnar líka.
Hvað haldið þið nú að komi svo út úr þessu annað en, enn eitt misvísandi og einskis nýtt ESB- klúðrið enn og aftur.
Þetta er gersamlega svo óskilvirkt og handónýtt stjórnsýsluapparat að það hálfa væri nóg.
Þeim tekst ekki endalaust að ljúaga sig út úr raunveruleikanum og sannleikanum, þó þau hnykli sína ónothæfu vöðva um ERMU og EVRU svæðið.
Þetta er svo algerlega vonlaust og dauðadæmt ESB- Elítu klúður og allt í beinni útsendingu.
Eru spunameistarar Samfylkingarinnar ekki að taka þetta alheims- EVRU klúður ESB- Elítunnar upp á video fyrir næsta Landsfund Samfylkingarinnar ?
Mánudagur, 24. október 2011
Noregur og Ísland: Svipuð afgerandi andstaða gegn ESB hjá þessum tveimur frændþjóðum !
![]() |
70,8% vilja ekki í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Táknrænn fyrir íslenska plebbann
- Á ekki að þurfa her lögfræðinga til að hefja rekstur
- Hafa ekki tekið ákvörðun á Seltjarnarnesi
- Sigurður: Kristrún skilar auðu í húsnæðismálum
- Miðflokkurinn mun ekki hlýða
- Heltekinn af menningarrannsóknum
- Afgangarnir kólnuðu en varð 10 milljónum ríkari
- Ekki búin að gleyma ellilífeyrisþegum
Erlent
- Katarar segja alla von úti fyrir gíslana
- Flugmenn viðurkenna að hafa sofið í flugi
- Obama, Biden og Trump meðal þeirra sem syrgja
- Myndskeið: Skelkaðir eftir að furðuhlutur varðist eldflaug
- Charlie Kirk látinn
- Charlie Kirk skotinn
- Trump fer fram á dauðadóm eftir hrottalegt morð
- Segir Rússa ekki geta endurheimt stórveldið
Íþróttir
- Lést langt um aldur fram
- Heilsu goðsagnarinnar hrakað verulega
- Ömurlegar fréttir fyrir Spánverjann
- Heimsmeistari leggur hanskana á hilluna
- Nýja merkið ekki á landsliðstreyjurnar
- Íslendingaliðið vann stórslaginn í Meistaradeildinni
- Landsliðskonurnar í góðum málum
- Stórkostlegur Doncic á heimleið
- Kári æfir með nýliðunum
- Markahæstur og byrjunin fullkomin