Nýr "Landsstjóri" Brussel Ráðstjórnar-valdsins, Mario Monti, með valdboði og hótunum um efnahagslega tortýmingu settur yfir Ítalíu !

Enginn kaus hann, hann er handvalinn af Ráðstjórninni í BRUSSEL og af Elítunni þar.

Lýðræðinu er nú sem oft áður vikið til hliðar að kröfu ESB valdsins, en nú með sérlega freklegum hætti.

Sama á við um Grikkland þar sem Papandreo var bolað úr embætti fyrir að ætla sér þá "AND-ESB sinnuðu" aðgerð að ætla Grískum almenningi að ráða örlögum sínum í almennri þjóðaratkvæðagreiðslu.

Bæði þessi ríki hafa nú verið tekin yfir af Ráðsstjórninni í Brussel, sem skipað hefur í æðstu stöður, trúholla ESB Tecnokrata sem hafa í áratugi þjónað ESB elítunni í Brussel af trúmennsku og við ECB bankann, Seðlabanka Evrópusambandsins.

Nú skal harðlínunni frá Brussel fylgt í einu og öllu og þeir hafa nú beint tangarhald sitt á öllu saman.

Minnir á þegar Sovéttið deildi og drottnaði til dæmis þegar óþægum Stjórnendum í Ungverjalandi og Tékkóslóvakíu var bolað frá völdum og þægir harðlínu leppar Ráðstjórnarinnar í Moskvu settir í þeirra stað.

Sovéttið notuðu að vísu vopnaðan her til sinna óhæfuverka en ESB Ráðstjórnin notar nú vopnuð Pappírstígristír og fjármuni og fjárhagslega yfirburði og dómineringu ECB bankans sem hótanir við sín óhæfuverk til að berja einstök aðildarríki til tafarlausrar undirgefni og hlýðni við Ráðstjórnina í Brussel.

Annars verði viðkomandi ríki einangruð og lögð í fjárhagslega rúst !

Er þetta það lýðræði sem fólk vill, ég bara spyr !

Ég sannfærist alltaf meira og meira um að Vladímir Bukovsky vísindamaður og fyrrum andófsmaður og fangi Sovétt Ráðstjórnarinnar í Moskvu hefur alveg rétt fyrir sér þegar hann varar alvarlega við að hið ólýðræðislega ESB stjórnsýslu apparat sé að öllu leyti að líkjast æ meir hinum hörmulegu Sovétríkjum ! 

 


mbl.is Tekur formlega við útnefningunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 65535

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband