Ótrúlegur hroki og yfirgangur útgerðar aðalsins. Nóg komið - það þarf að innkalla kvótann strax ! Fiskveiðiauðlindin er sameign þjóðarinnar !

Fiskveiðiauðlindin er sameign þjóðarinnar, eða hvað?

En nú berast fréttir af því þegar þjóðin öll stendur frammi stórkostlegri þjóðarvá, atvinnuleysi og miklum tekjumissi þá skuli stærstu og ríkustu sjávarútvegsfyrirtæki landsins ætla að heimta milljarða króna í skaðabætur frá skattgreiðendum þessa lands vegna þess að hugsanlega hafi tæknilega ekki að öllu leyti verið staðið rétt að úthlutun á makrílkvóta til þeirra fyrir mörgum árum síðan.

Kvótaauðlind sem þau hafa þó grætt milljarða á og fénýtt sér frá upphafi til að auka gróða sinn og eigið fé.

Ég hef nú samt oftast verð tiltölulega sanngjarn og hógvær og haft skilning á þjóðhagslega mikilvægri stöðu sjávarútvegsins og þess vegna oft réttlætt og skilið hagræðingar aðgerðir þeirra og ráðrúm til nýsköpunar og frelsis.62BC0047DF61FF7ABA1CB067CA7DD75E5268D75D071E1B2AE33D312FC7ECED57_713x0

En þegar við bætist nýlegar fréttir af því að stærsta og lang- öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins Samherji hf heimti nú að nýta sér neyðaraðstoð ríkissjóðs til fá ölmusu- og bótagreiðslur frá ríkinu fyrir hluta starfsmanna sinn þá er manni gersamlega nóg boðið.

Nú þarf að innkalla strax fiskveiðikvótana frá útgerðarauðvaldinu og úthluta þessari auðlind þjóðarinnar uppá nýtt !


mbl.is Fyrirtæki í sjávarútvegi dragi kröfu til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Jarí jarí, úthlutum kvótanum upp á nýtt á hvert mannsbarn! Ú jé hljómar hipp og kúl.

 Hvernig ætlar þú að ná í þinn kvóta? Á baðkarinu þínu, eða ætlarðu að selja hann?

 Þvílík andskotans della að lesa þetta. 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 15.4.2020 kl. 02:30

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæll Halldór. Við erum nú oftast nokkuð sammála en greinilega ekki hér. Eins og ég segi í greininni þá hef ég alls ekki verið í því að rægja og útbúa útgerðinni fram að þessu. En manni blöskraði alveg gersamlega yfirgangurinn og fremja. Það er annars allt gott í baðjarinu mínu !

Gunnlaugur I., 15.4.2020 kl. 02:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 65694

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband