Mánudagur, 11. nóvember 2019
Þjóðarflokkurinn VOX vinnur stórsigur í þingkosningunum á Spáni. Meira en tvöfaldar þingfylgi sitt og er nú þriðji stærsti stjórnmálaflokkur Spánar.
Því ber að fagna að hið nýja framsækna spænska stjórnmálaafl VOX fékk mikinn meðbyr og vann stórsigur í Spænsku þingkosningunum og rúmlega tvöfaldar þingfylgi sitt, fær nú 52 þingmenn á Spænska þingið og 15,1% atkvæða á landsvísu.
Santiago Abascal leiðtogi VOX.
Furðulegt hvernig Morgunblaðið uppnefnir hér þennan nýja lýðræðislega og íhaldssama þjóðlega hægri flokk sem "öfga-hægriflokkinn VOX" En VOX er í raun klofningsflokkur út úr hægri þjóðar flokknum PP (Party Popular) sem verið hefur annar af burðarflokkum Spænskra stjórnmála frá því lýðræði var aftur komið á þar í landi. PP sem stærsti borgaralegi hægri flokkurinn á Spáni hefur að mörgu leyti haft svipaða stöðu og Sjálfsstæðisflokkurinn hér á landi, en fær hér mikla og samkeppni frá VOX.
En VOX er með þessum úrslitum orðinn þriðji stærsti stjórnmálaflokkur Spánar og fær mjög víða gríðarlegt fylgi í hinum ýmsu kjördæmum Spánar, eins og í Murcia héraði á Suður Spáni þar sem hann varð stærsti stjórnmálaflokkurinn og víða á S-Spáni er hann nú orðinn annar stærsti stjórnmálaflokkurinn.
Einnig er fréttin í Mbl öll hin ruglingslegasta og ranglega farið með staðreyndir. Eins og þar sem sagt er að, "sósialistar fengu mikinn meirihluta þingsæta nú sem áður" - Þetta er algerlega rangt hjá Mbl. þar sem Sósíalistar fengu 120 þingsæti og töpuðu þremur, en alls eru 350 þingsæti á Spænska þinginu. Sósíalistar voru því alls ekki hvorki nú né áður með "mikinn meirihluta þingsæta" þar sem þeir hefðu þurft að fá 176 þingsæti til að tryggja sér meirihluta þingsæta og líklega nálægt 200 þingsætum til þess að geta talist með "mikinn meirihluta þingsæta"
En einstaka blaðamenn Morgunblaðsins eins og hjá RÚV virðast ansi oft láta vinstrið um skilgreiningar stjórnmálanna og hvað séu öfgar og hvað sé normið.
Hjá vinstrinu eru reyndar allir sem ekki játast í öllum megin atriðum undir þeirra viðmið í hinum ýmsu málum, stimplaðir sem öfga, eða últra hægrið og úthrópaðir sem hættulegir fasistar.
VOX hefur sprungið út í Spænskum stjórnmálum en flokkurinn var stofnaður árið 2013 en fékk fyrstu árin lítið sem ekkert fylgi og fékk ekki fyrstu þingmenn flokksins kjörna fyrr en í þingkosningunum fyrr á þessu ári.
Nær alls staðar í Evrópu eru systurflokkar VOX í bullandi sókn og sums staðar orðnir stærstu stjórnmálaöflinn, s.s. í Póllandi og Ungverjalandi,
Hvenær ná þessi framsæknu þjóðlegu öfl Íslands ströndum?
Frelsisflokkurinn (www.frelsisflokkurinn.is) hefur reyndar verið starfandi í 2 ár og heldur ótrauður áfram.
Stórsigur öfga-hægriflokks á Spáni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:25 | Facebook
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 65694
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.