Fimmtudagur, 25. júlí 2019
Boris Johnson nýr forsætisráðherra Bretlands, heitir því að framfylgja vilja þjóðarinnar og koma Bretlandi út úr ESB ekki seinna en 31. október n.k.
Boris Johnson nýr forsætisráðherra Bretlands nýtur mikils trausts almennings langt út fyrir raðir eigin flokks, hann segir hlutina umbúðalaust og á mannamáli. Það verður samt ekki auðvelt fyrir hann að standa við stóru loforðin og framfylgja vilja þjóðarinnar um útgöngu úr ESB. Fjölmiðlavaldið með BBC í broddi fylkingar og embættis elítan í landinu nánast eins og hún leggur sig og stærsti hluti stjórnmálaelítunnar líka berst á móti honum og ætlaði sér aldrei að taka mark á þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016 ef hún yrði ekki eins og þau vildu að hún yrði, það er að þau héldu og vildu að þjóðin samþykkti áframhaldandi ESB aðild. Stóra sjokkið fyrir þessa sjálfskipuðu valdaelítu var niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar og lýðræðisleg höfnun almennings á frekari samleið Bretlands í Evrópusambandinu.
Hér heldur Boris á skilti sem á stendur.
BREXIT NOW,
FREEDOM,
INDEPENDENCE,
IDENTITY,
DEMOCRACY,
SOVEREIGNTY !
Fyrir þetta kallar íslenska Fréttablaðið og önnur áróðursrit hann popúlista og reyndar öllum illum nöfnum. Þau fylgja ESB í blindni og vinna að því öllum árum að koma Íslandi undir hramm Brussel, hræðsla þeirra nú er að honum takist að sameina Bresku þjóðina og framfylgja þjóðarvilhanum og leiða Bretland farsællega út úr Evrópusambandinu.
Áfram Boris Johnson. NEI við ESB
Ný ríkisstjórn tekur á sig mynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.