Boris Johnson nýr forsætisráðherra Bretlands er bæði rægður og smánaður í helstu fjölmiðlum íslenskra ESB sinna.

Það var auðvitað við því að búast að flestir helstu fjölmiðlar Íslands sem árum saman hafa dásamað Evrópusambandið og barist fyrir því að Ís832795-1land myndi ganga þar inn, myndu nú ekki kætast yfir því að Boris Johnson vann yfirburða sigur í leiðtogakjöri Breska íhaldsflokksins og er nú nýr forsætisráðherra Bretlands. 

 

Fréttablaðið og miðlar 365 hafa ekki sparað svigurmælin og kallað hann popúlista og ýmsum ónefnum. RÚV bregst aldrei þegar málsstaður ESB er annarsvegar og nú er reynt að spirða þá Trump og Johnson saman sem "The Bad Boys"- svona einskonar óvinir mannkyns númer 1.

1147209

ESB sinnar eins og Eiríkur Bergmann og Ólafur Harðarson eru óspart kallaðir í frétta settið hjá RÚV til að vitna um mannvonsku, meint siðleysi og tudda hátt þessa nýja ómögulega forsætisráðherra. Síðan fær sjálf  ESB drottningin Sigrún Davíðsdóttir ómældan tíma í svokölluðum fréttaskýringarþáttum Spegisins til að rægja og ófrægja Boris og nýja ríkisstjórn Bretlands.

Steininn tók þó alveg úr þegar ég las umfjöllun Samfylkingarsnepilsins Kjarnans um nýskipaða ráðherra í nýrri ríkisstjórn Bretlands. Þar sem nöfn þeirra voru birt og óskapast yfir því að þetta væru harðir og samviskulausir BREXIT gaurar og við bætt mjög niðrandi og neikvæðum umsögnum, nánast eins og þetta væru allt saman ótýndir þrjótar og glæpamenn. Það er ekki við því að búast að þessir fréttasneplar geti búið til óhlutdrægar fréttir, þetta gætu alveg eins verið ríkisstyrktir fjölmiðlar í Sovétríkjunum á sjöunda áratug síðustu aldar að segja fréttir frá myndun kapítalískrar ríkisstjórnar í hinum vondu og siðspilltu vesturlöndum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband