Regnboginn kemur á óvart - Afl gegn ESB herleiðingu !

Regnboginn eru sjálf sprottin grasrótarsamtök sem að bjóða fram sjálfsstæða framboðs lista í öllum kjördæmum landsins.

Regnboginn berst gegn flokksræði og fyrir sjálfsstæði Íslands og sjálfbærri þróun.

Regnboginn er örugglega eina framboðið sem fólk getur 100% treyst að berjist heils hugar og af alefli gegn ESB aðild þjóðarinnar og sé heldur ekkert að fela það og bjóði engan afslátt af því með því að bjóða það til sölu fyrir eitthvað annað.

Það má segja að framboðið sé kannski svolítið seint fram komið en engu að síður er það búið að eiga sér langan aðdraganda og nú er ljóst að þetta er að springa út hjá þeim með gríðarlega glæsilegum og öflugum framboðslistum í öllum kjördæmum.

Það er orðin dúndur stemming í kringum kjördæma framboð Regnbogans og það er greinilega frjór og góður jarðvegur til að kjördamaframboð Regnbogans sópi til sín fylgi á lokasprettinum.

Ýmsir segja að nú sé komið nóg af þessum litlu framboðum þetta sé allt saman eins og þau muni lítil sem enginn áhrif hafa.

Regnboginn hefur mikla sérstöðu og er í raun allt öðru vísi framboð en mörg hver hinna framboðanna.

Framboð Lýðræðisvaktarinnar, BF og að ýmsu leyti Dögunar líka snúast að meiru og minna leyti um að viðhalda ESB draumnum í hinum ýmsu felulitum.

Þetta var gert vegna þess að raunveruleg eftirspurn eftir blautum ESB draumum Samfylkingarinnar reyndist svo átakanlega lítið að með þessum lymskulega hætti að setja fleiri framboð á fót í felulitum átti að reyna að fallera fólk og fjölga samtals í þessum fámenna hópi.

Það er sem betur fer meira og minna að mistakast.

Hinns vegar tókst þessu liði og þessari ESB sinnuðu fjölmiðlamaskínu saman að stilla kosningabaráttunni þannig upp að þeir flokkar sem nýlega höfðu skerpt mjög á andstöðu sinni við ESB aðildina, eru nú út og suður og á harða flótta undan sinni eigin andstöðu stefnu í ESB málinu !

ESB andstaða Framsóknar og Sjálfsstæðisflokks er nú  líka orðin í felulitunum. 

Þegar fólk áttar sig á þessu þá mun þetta enn frekar auka sóknarfæri Regnbogans.

 

 

 


mbl.is Konur leiða Regnbogann í Kraganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

sem JÁ sinna þá fagna ég þess að þið farið eigin flokk. hlakka líka til að sjá hvernig gengur

Rafn Guðmundsson, 9.4.2013 kl. 23:35

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Fyrirgefið þið ég reiknaði nú ekki líka með að Píratar yrðu svona ESB flokkur.

En fulltrúi þeirra í sjónvarpinu í kvöld stimplaði sig rækilega þar inn.

Hann þykist enga skoðun geta haft á ESB málinu.

En síðan hefur hann samt mjög ákveðna skoðun á því að það eigi að halda ESB aðlöguninni áfram eftir kosningar - Aðlöguninni sem hófst með ESB umsókninni í júlí 2009.

Sérstaða Regnbogans verður enn greinilegri í þessari flóru !

Gunnlaugur I., 9.4.2013 kl. 23:46

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mig langar bara til að segja eitt loksins!!! Ég held að bloggið mitt skýri best þessa upphrópun. Set inn eitt blogg svo þú þurfir ekki að leita of lengi ef þú ert ekki öruggur á því hvað ég er að fara: http://raksig.blog.is/blog/raksig/entry/1288318/

Rakel Sigurgeirsdóttir, 10.4.2013 kl. 00:18

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Rafn !

Við sem berjumst gegn ESB aðild erum vitanlega í fleiri flokkum og meirhluti kjósenda fylgir þeim flokkum að máli.

Alveg eins og ítrekað hefur komið fram þá hefur líka mikill meirihluti þjóðarinnar eða 60 til 70% sýnt sig í því að vera andsnúnir ESB aðild.

Þið ESB sinnar eigið mjög í vök að verjast. Þið hafið hertekið einn flokk sem heitir Samfylkingin og eyðilagt hann og þess vegna hefur fylgið hrunið af þeim flokki og er nú aðeins í kring um 10%.

En út af lélegu gengi Samfylkingarinnar og lítilar eftirspurnar eftir ESB trúboðinu frá þá hafið þið sett upp önnur smærri framboð til hliðar við Samfylkinguna sem ekki flagga mjög ESB trúarbrögðunum en eru samt öll meira og minna í ESB felulitunum. Samtals eru þessi framboð aðeins með innan við 30% fylgi.

Það er eins og það hlakki í þér um að Regnboginn muni ekki ná miklum árangri í komandi kosningum. Víst er erfitt að koma fram með nýtt framboð og ekki mun þetta framboð Regnbogans sækja peninga styrki í ESB stofu svo mikið er alveg víst.

Ég fullyrði samt að framboð Regnbogans á eftir að koma verulega á óvart.

En þó svo að árangur Regnbogans verði ekki nægjanlega mikill í þetta skiptið í fylgi þá mun framboð hans og öflugra frambjóðenda hans veita hinum ESB andstöðu flokkunum þarft aðhald til að standa við stefnu sína.

Þannig verður þetta framboð Regnbogans alltaf þjóðinni til góðs.

Gunnlaugur I., 10.4.2013 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 65486

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband