Einræði við að koma Evrunni á - Gerræði til að halda henni áfram !

Það sýnir sig alltaf betur og betur á hvurslags ólýðræðislegum og veikum grunni gjaldmiðlinum evru var komið á og sama má reyndar segja um allar aðrar misgerðir þessa miðstýrða ofríkis bandalags ESB. 

Það er hlálegt að nú þegar að evrusvæðið engist sundur og saman af efnahagslegum og pólitískum tilvistarvanda sem leikur heilu þjóðirnar og samfélögin mjög grátt, þá skuli svona elliær fyrrverandi ráðamaður eins og Helmut Kohl fyrrverandi kannslari Þýskalands stíga fram og segja frá því að hann hafi á sínum tíma blekkt þjóð sína vísvitandi og beitt hana gerræði til þess að fá yfir sig þennan evru gjaldmiðil þvert gegn vilja þýsku þjóðarinnar.

Í þokkabót hælir hann sér svo af því að hafa með pólitískum einræðis brögðum farið gegn meirihluta vilja þjóðar sinnar og komið í veg fyrir að þjóðin sjálf gæti fengið að ráða þessum málum sínum með lýðræðislegum hætti. 

Kannast einhver við svika brögðin hjá Össuri og félögum við að véla þjóð sína undir Brussel valdið ! 

 


mbl.is Keyrði evruna í gegn „eins og einræðisherra“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 65535

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband