VG stefnir í sögulegt afhroð - Flokknum fórnað fyrir blindflugið til Brussel !

Ef þetta verða úrslit kosninganna stefnir í algert afhroð og hrun á fylgi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í næstu kosningum.

Í síðustu kosningum hlaut VG 22,7% greiddra atkvæða eða alls um 40.600 atkvæði. Samkvæmt þessum tölum fengju þeir nú aðeins 9,1% og hafa því tapað meira en 23.000 atkvæðum eða nálægt 60% af fylginu er farið.

Reyndar sýnir þessi könnum líka gríðarlegt fylgistap Samfylkingarinnar. 

Samfylkingin var með 29,9% greiddra atkvæða í s.l. kosningum eða 55.700 atkvæði.

Samkvæmt þessum tölum fengi Samfylkingin aðeins 19,1% atkvæða og hafa því tapað yfir 20.000 atkvæðum eða u.þ.b. 35% fylgisins er farið.

 

VG gæti hreinlega átt á hættu að detta út af þingi. Það er greinilegt að ESB herleiðing forystu VG er stærsti örlagavaldur þessa flokks ! 

 

 


mbl.is Björt framtíð eykur fylgi sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 65442

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband