Gleðileg jól til allra hér á mbl.is og vina og vandamanna nær og fjær.

Héðan frá Spáni sendum við jólakveðjur til allra vina okkar og vandamanna nær og fjær, svo og allra hér á Mbl.is.
 
Vonum að jólahátíðin færi ykkur öllum frið, kærleika og gæfu.
 
Hér á Costa Blanca strönd Spánar er blíðskapar veður nú á aðfangadag jóla 16 stiga hiti og sól.
 
Að Kaþólskum sið byrja nú ekki nein jól hér fyrr en á morgun jóladag, en aðal jóladagurinn þeirra er samt ekki fyrr en 6. januar á degi konunganna þriggja, það er vitringana þriggja, sem þeir segja að hafi ekki heimsótt Jesú barnið fyrr en á þrettánda degi jóla.
Þá ríða hér að fornum sið um borg og bæi, 3 prúðbúnir konungar og dreifa sælgæti til barna og unglinga. 
 
En við ætlum að hafa þetta upp á okkar gamla sið og hér mun hátíðin byrja hjá okkur hjónakornunum í kvöld kl. 19 að spænskum tíma sem er kl 18 að íslenskum tíma og þá ætlum við að hlusta á gömlu góðu Gufuna hringja inn jólin, gegnum netið.
Síðan borðum við íslenskt hangiket með uppstúf og alles og hlustum á íslensku jólamessuna frá Dómkirkjunni.
 
Á morgun förum við svo í jólaboð til enskra vinahjóna okkar sem búa norður af Alicante og eyðum með þeim jóladeginum og förum ekki heim fyrr en daginn eftir.
 
Ég er búinn að lofa konuni að vera ekki með neitt ESB- rugl um jólin, þannig að það verða engar bloggreinar um ESB hjá mér nú um sinn, enda á maður ekki að láta svoleiðis hégóma skemma fyrir sér góða jólaskapið! 
 
Gleðilega hátíð - Feliz Navidad 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rekkinn óskar þér Gulli og Eddu gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Sjáumst heil og glöð á nýju ári

Rekkinn (IP-tala skráð) 24.12.2011 kl. 14:48

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Gleðileg jól Gunnlaugur.

Magnús Sigurðsson, 24.12.2011 kl. 15:38

3 Smámynd: Elle_

Gleðileg jól, Gunnlaugur.

Elle_, 25.12.2011 kl. 22:28

4 identicon

Takk öll sömul fyrir allar jóla og hátíðarkveðjurnar, bæði hér og á FB síðunni.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 26.12.2011 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband