Loksins sammála Jóhönnu. Þetta mál á að leiða til lykta í samræmi við stjórnarsáttmálan.

Þetta er allt hið sorglegasta mál og því miður hefur Jón Bjarnason og ráðuneyti hans algerlega brugðist í málinu og reynst algerlega ófær um að leiða þetta mál og fylgja nokkurn veginn eftir nánast samhljóða stefnu beggja stjórnarflokkana í þessu fiskveiðistjórnunar máli og ná fram eðlilegum breytingum á því.
 
Það sem ég hef séð af þessum drögum að frumvarpi er alger bastarður og þó svo að LÍÚ forystan mótmæli þessu og þykist gráta.
 
Þá er það einungis sýndarmennska og tár þeirra krókudílatár, því að í raun er þeim þetta mikið gleðiefni.
 
Ef þetta fær að fara svona í gegn þá er verið að festa núverandi afturhalds kerfi í sessi og einokun örfárra yfir fiskveiðiauðlindinni um aldur og ævi.
 
Þetta er enn sorglegra ef þetta klúðrast svona því að þetta er sennilega eina stórmálið þar sem þessi Ríkisstjórn hefur mikinn meirihluta fólks í landinu með sér.
 
Ef að þið klúðrið þessu máli, en haldið áfram að keyra áfram ykkar stærstu og hörmulegustu mistök þ.e. ESB umsóknina sem er í óþökk mikils meirihluta þjóðarinnar. Þá eruð þið endanlega búin að vera.
 
Ég studdi ekki VG í síðustu kosningum til þess að senda inn þessa ESB umsókn og svo í ofanálag að eyðileggja fyrir því að eðlileg og sanngjörn breyting yrði gerð á fiskveiðistjórninni !
 
Það er þokkalegt fyrir mig að hafa hrökklast úr Samfylkingunni á sínum tíma út af ESB vitleysunni og ISG og yfir til VG og sjá svo þessa tvo flokka fara saman svona illilega að ráði sínu.
 
Það verður erfitt að kjósa næst, eftir þessa endemis vitleysu.
Kannski Framsókn eða Sjallana eða kannski vonum við bara að Lilja Mósesdóttir stofni alvöru flokk, til höfuðs þessum tveimur íhalds- og afturhaldsflokkum ! 

mbl.is Þetta er ekki stjórnarfrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Flottur!

Aðalsteinn Agnarsson, 27.11.2011 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 65694

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband