Íbúar ESB óttast SKULDA- og EVRU-kreppuna meira en allt annað !

Samkvæmt neðangreindri frétt þá óttast íbúar ESB ekkert meir en þessa hroðalegu skulda- og EVRU kreppu.
 
Væri ekki rétt hjá Áróðurs- og útbreiðslumálacommísar ESB Stefan Fulle fyrrverandi háttsettum félaga í harðlínu Kommúnistaflokki Tékkóslóvakíu að fá Össur hinn Skarpa og kannski líka Árna Pál og Jóhönnu líka til að fara í yfirreið um lendur ESB og róa ótta þessa fólks.
 
Þó Össur hinn Skarpi hafi reyndar lýst því yfir í Rannsóknarskýrslu Alþingis að hann hafi ekki hundsvit á efnahags- og peningamálum.
 
Þá er hann marg búinn að segja okkur hér að þessi vandi á ESB/EVRU svæðinu sé bara smámál sem hin óskeikula Commísaraklíka Evrópusambandsins sé búinn að teikna upp og kortleggja og að bæði Evran og Bandalgið sjálft komi mun sterkari út úr þessum smá vandræðum innan skamms !
 
Sumir af valdamestu og raunsærri leiðtogum Sambandsins eins og Angela Merkel lýsa því aftur á móti yfir að þetta sé alvarlegasta kreppa sem Evrópa standi frammi fyrir síðan á stríðsárunum og að það muni taka áratugi að komast út úr henni, ef það þá tekst.
 
En Össur hinn Skarpi brosir bara bísperrtur sem aldrei fyrr og gefur ekkert fyrir svona yfirlýsingar, frekar en annarra sérfræðinga, þó svo að hann hafi opinberlega lýst því yfir að hann hafi reyndar ekki hundsvit á efnahags- eða peningamálum !
 
Þessu Íslenska ESB trúboði er nefnilega ekki við bjargandi, því að það tekur hvorki rökum eða staðreyndum.
Því að fyrir þeim er ESB- og Skuldavafningurinn Evra nefnilega há heilög og óhrekjanleg trúarbrögð ! 

mbl.is Óttast efnahagskreppuna meira en hryðjuverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Það er efitt fyi litla þjóð eins og okkur- sem höfum ALLT til að bjarga okka fjáhag heima skulum þurfa að hafa ÁÐAMENN senm vilja gea okkur að skósveinum blanka útlendinga !!!

Erla Magna Alexandersdóttir, 25.11.2011 kl. 19:37

2 identicon

Ef einhver minnir mig á Össur, þá er það að sjálfsögðu Bör Börsson. Hann seldi aldrei annað en "príma vöru" og var stór kall í sinni sveit.

Mætti hann því gjarnann kallast Bössur, blessaður apinn.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 26.11.2011 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 65466

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband