ESB fylgið við aðild Íslands eykst stöðugt, meðal silkihúfanna í Brussel. En heima fyrir er ESB trúboðið einangrað og fylgislaust og á harða flótta !

Leyfum Össuri að halda það að svona yfirlýsingar hafi eitthvert gildi.

Hann rembist enn eins og rjúpan við staurinn að halda þessari ESB umsókn til streitu gegn vilja mikils meirihluta þjóðarinnar.

Hann sér ekki, eða vill ekki sjá risavaxin vandamálin á ESB/EVRU svæðinu.

Nú ætlar Ráðsstjórnin í Brussel að pína fátækt og smátt aðildarríki eins og Möltu sem sjálft á í miklum efnahagsþrengingum til þess að greiða milljarða Evra inní þessa vonlausu björgunarpakkahít.


mbl.is Lýsti stuðningi um umsókn Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Leyfum Össuri! Ég held nú bara ekki. Hvers vegna eigum við að gera aðra - og okkur sjálf að fíflum með umsókn sem þjóðin er andvíg?

Höfum við efni á því að halda úti flokkum fólks í útlöndum við svona endemis rugl?

Svarið er auðvitað. Nei.

Árni Gunnarsson, 24.9.2011 kl. 17:57

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála Árni Gunnarsson svarið er NEI: 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2011 kl. 20:46

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála Árni við verðum að stöðva þessa stjórn sem hér er allt að drepa og fólk forðar sér úr landi í þúsundum vegna hennar verka og fyrirrennara Sjáfstæðis og Framsóknar, breitt stjórnkerfi er krafan!

Sigurður Haraldsson, 24.9.2011 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 65483

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband