Færsluflokkur: Evrópumál

Nigel Farage aftur ì Bresk stjòrnmàl til að þrýsta à um BREXIT !

Þvì ber að fagna innilega að hinn litrìki og mælski fyrrverandi leiogi UKIP Nigel Farage skuli nù snùa aftur af alefli ì Bresk stjòrnmàl og styðja BREXIT hreyfinguna í að lýðræðið og niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar þann 23 júní 2016 séu birtar "Leave Means Leave"


mbl.is Nigel Farage: „Ég er kominn aftur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pia Kjærsgaard boðin velkominn til Íslands. Forseti danska þjóðþingsins flytur ávarp á hátíðarfundi á Þingvöllum.

Pia Kjærsgaard forseti danska þjóðþingsins er einn áhrifamesti stjórnmálamaður Danmerkur. Hún var einn af stofnendum Danska þjóðarflokksins (DF) og formaður hans til margra ára.

Hún hefur gert Danska þjóðarflokkinn að áhrifamikilu stórveldi í dönskum stjórnmálum.

Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur hefur orðað það þannig að DF eigi sviðið og ráði dagskránni í dönskum stjórnmálum.

Danski Þjóðarflokkinn nýtur fjöldafylgis og er orðinn einn af burðar flokkum danskra stjórnmála og gegnir nú þar lykilstöðu með því að sátt varð um það að Pia Kjærsgaard skyldi verða forseti danska þingsins og DF skyldi veita ríkisstjórn Vestre stuðning.

En áhrif Piu Kjærsgaard og Danska þjóðarflokksins á dönsk stjórnmál ná langt út fyrir flokkinn sjálfan og langt út fyrir landamæri Danmerkur.

Þannig hafa allir stærstu stjórnmálaflokkar Danmerkur orðið að taka tillit til sterkar stöðu DF og nú er svo komið að meira að segja Danski jafnaðarmannaflokkurinn hefur gerbreytt stefnu sinni í innflyjenda málum til að koma til móts við kröfur lýðræðisins.

Það var merkilegt að þingflokkur Pírata lét sig vanta á hátíðarsakomuna, Umburðarlyndi þeirra fyrir skoðunum annarra er hræsnin ein, þeir vildu útiloka forseta danskra þjóðþingsins og þingflokksformaður þeirra lá andvaka í alla nótt út af skoðunum og nærveru Piu Kjærsgaard.

Það er tími til kominn að púrítanskur pólitískur rétttrúnaðar verði kveðinn niður í íslenskum stjórnmálum. 

Nærvera Piu Kjærsgaard á hátíðarfundinum á Þingvöllum í dag slær okkur þjóðlegum og framsæknum öflum eld í brjóst, okkar tími mun koma.


mbl.is Umdeilda áhrifakonan á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðför að Vestfirðingum í nafni öfgastefnu í náttúruvernd.

Hvað næst? Verða kannski allir Vestfirðingar friðaðir, líka firðirnir og hafninar þeirra, flugvellirnir og vegirnir líka. Þannig að þeir komist ekki einu sinni burt.

Öll vitum við hvað þessi öfgamennska hefur tafið og eyðilagt fyrir Vestfirðingur og þjóðinni allri um að hægt yrði að ráðast í vega umbætur um sunnan verða vestfirði, samanber áratuga tafir um veglagningu þar. 

Mikið er reynt til að eyðileggja eðlilega uppbyggingu fiskeldisins á vestfjörðum og nú þetta!

Vafalaust á hinn ókjörni VG ráðherra eftir að leggja það til að Hvalárvirkjun verði flautuð af. Öfgarnar blífa! 

 

 


mbl.is Friðlýsing lögð til gegn Hvalárvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breska þjóðin kaus útgöngu úr ESB, það ber að virða, ekki að það yrði bara kosið aftur og aftur ef niðurstaðan þóknaðist ekki ESB !

Breska þjóðin kaus 23 júní 2016 að Bretland ætti að yfirgefa Evrópusambandið. Þetta var stærsta þjóðaratkvæðagreiðsla sem haldinn hefur verið í Bretlandi og það var met í kosningaþátttöku. Meirihlutinn var skýr 52% sögðu nei við ESB. Þessi niðurstaða var alveg skýr.

En allt síðan þá hefur framkvæmdastjórn ESB grafið undan því að lýðræðislegur vilji Bresku þjóðarinnar næði fram að ganga. Það er ekki í fyrsta skipti sem elítan í ESB neirar að virða lýðræðið í aðildarlöndum sambandsins. 

Merkilegt er líka að sjá að fjölmiðlar eins og RÚV og hér Morgunblaðið nú skuli vera uppfullir af fréttum um að ESB sinnar í Bretlandi skuli nú hafa farið í mótmælagöngu til að mótmæla lýðræðinu, en ekkert segja frá því að á sama tíma marsering tugþúsundir Breskir Breta um allt Bretland til að krefjast þess að vilji þjóðarinnar yrði virtur ! 


mbl.is Vilja kjósa á ný um Brexit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannréttindastofnun SÞ er áróðursapparat sem hefur verið misnotað árum saman í pólitísku ofstæki. Gott hjá stjórn USA að yfirgefa þennan klúbb pólitískra hræsnara!

Undir stjórn Sadi Arabíu sem sjálft þverbrýtur kvenréttindi og sjálfssögð mannréttindi og hefur gert árum saman þá hefur þessi stofnun SÞ orðið pólitískt viðundur hinns pólitíska rétttrúnaðar um allan heim.

Nánast það eina sem þessi fjárfreka stofnun hefur haft á dagskrá er árásir gegn eina lýðræðis ríki mið austurlanda þ.e. smáríkinu Ísrael fyrir það eitt að reyna að verjast endalausum árásum og ofbeldi nágranna sinna.

Það var því flott hjá Nikki Haley skeleggum sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ að segja þessu sjálfs upphafna rétttrúnaðarliði til syndanna um leið og hún sagði Bandaríkin frá þessari áróðurs stofnun !


mbl.is „Forarpyttur pólitískrar hlutdrægni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarstjórn Reykjavíkur vinnur markvisst að því að eyðileggja 17. júní

Undir forystu Samfylkingar flokkanna í borgarstjórn Reykjavíkur hefur skipulega í mörg ár verið unnið að því að gera sem minnst úr og eyðileggja þjóðhátíðardaginn í Reykjavík.

Nú er ESB flokkurinn Viðreisn genginn til liðs við vinstri meirihlutann og því má alveg eins búast við því að íslenska fánanum verði skipt út fyrir ESB fánann á flaggstöngum Ráðhússiins alveg eins og Viðreisn gerði svo ósmekklega á landsfundi sínum fyrir skömmu.

Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík skammast sín fyrir þjóð sína og allt þjóðlegt, þau fyrirverða sig fyrir að þurfa að halda þennan þjóðhátíðardag hátíðlegan, því reyna þau nú að taka hann niður. Þess vegna hafa þau skipulega minnkað fjárframlög og skorið niður dagskrá og allt tilstand vegna þjóðhátíðardagsins. Í staðinn hafa þau stóraukið framlög og allt tilstand fyrir "gay  pride" daginn og auk þess mokað fjármunum í sérstakan fjölmenningardag og svo er hér kominn sérstakur ESB dagur sem haldinn er hátíðlegur í Hörpunni og víðar. 

Steininn tekur nú alveg úr þegar þau niðurlægja sjálfa fjallkonuna með því að fá dragdrottningu í það hlutverk. Okkur venjulegu fólki blöskrar og svíður fíflagangurinn. Án þess að hafa nokkuð á móti í hinnsegin fólki þá passar svona uppákoma og sýndarmennska engan vegin af þessu tilefni, hinnsegin fólk hefur nú þegar sérstakan hátíðin dag fyrir svona uppákomur.

Hvað næst verður fjallkonan næst sett í búrku og mæla á arabísku í nafni fjölmenningar?

 

 

 


mbl.is Dragdrottningin Gógó Starr fjallkonan í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður ESB fáninn nú dreginn að húni við Ráðhús Reykjavíkur?

Nú þegar Viðreisn er kominn í meirihlutaviðræður við Samfylkinguna og Pírata vinstrið í Reykjavík þá má gera ráð fyrir að ESB flokkurinn geri kröfur um að ESB fáninn verði notaður sem mest í stað þess íslenska. Fólk man eflaust að Viðreisn flaggaði ekki íslenska fánanum á síðasta landsfundi sínum, þess í stað flögguðu þau ESB fánanum. Spurning hvort borgin sæki um aðild að ESB eða reyni aftur að setja viðskiptabann á Ísrael.


mbl.is Mynda frjálslynda stjórn jafnréttis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allahu Akbar - Enn og aftur hryðjuverka árás í nafni Íslams.

Enn og aftur er fólk í Evrópu drepið og myrt í nafni Allah og hryðjuverkaríki Íslams lýsir ábyrgð á þessu voðaverki.


mbl.is Foreldrar árásarmannsins í haldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Páfinn og fjölmiðlar með endalausar áhyggjur af múslimskum Rohingjum í Búrma !

Af því að þeir eru heilagir múslimar þá hefur alheimspressan búið til stórt propaganda sem er með miklar áhyggjur af vesalings Rohingjunum í Búrma. Þrátt fyrir að upphaf róstrana og hryðjuverkana þar megi rekja til hryðjuverkasamtaka Islamista sem hvergi geta setið á sárs höfði hvorki við kristna né búddatrúarfólk sem venjulega er fádæma umburðarlint og friðsamt fólk. Nú hefur páfinn áhyggjur og fordæmir án nokkurrar vitneskju til að ganga í augun á heimspressunni. Hvorki hann né heimspressan hafa nokkurn tímann haft minstu áhyggjur af skipulagðri útrýmingu og ofsóknum sem kristnir íbúar hinna Islömsku þjóða hafa mátt þola í árhundruðir og allt fram á þennan dag. Fjölmenningarbullið er hámark hræsninnar !


mbl.is Neitar þjóðernishreinsunum í Búrma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG óstjórntækir. Hatrið til hægri er þeim sem andleg og félagsleg fötlun !

Vinstri Grænir eru oft vel meinandi og eiginlega langoftast hið besta fólk.

En vinstri heiftin og pólitíska blindan veldur því að þau eru mörg hver illa haldinn af pólitískum rétttrúnaði sem villir þeim sýn !

Þau munu því aldrei geta tekið þátt í því að stýra landi og þjóð til heilla öðruvísi en vera eins og ískrandi varahjól undir vinstra vagnhjóli amfylkingarinnar !

Íslensk stjórnmál eru stórsködduð af Samfylkingunni og ESB trúboðinu !


mbl.is Fundi slitið hjá VG – „Þetta stendur í þeim“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband