Breska þjóðin kaus útgöngu úr ESB, það ber að virða, ekki að það yrði bara kosið aftur og aftur ef niðurstaðan þóknaðist ekki ESB !

Breska þjóðin kaus 23 júní 2016 að Bretland ætti að yfirgefa Evrópusambandið. Þetta var stærsta þjóðaratkvæðagreiðsla sem haldinn hefur verið í Bretlandi og það var met í kosningaþátttöku. Meirihlutinn var skýr 52% sögðu nei við ESB. Þessi niðurstaða var alveg skýr.

En allt síðan þá hefur framkvæmdastjórn ESB grafið undan því að lýðræðislegur vilji Bresku þjóðarinnar næði fram að ganga. Það er ekki í fyrsta skipti sem elítan í ESB neirar að virða lýðræðið í aðildarlöndum sambandsins. 

Merkilegt er líka að sjá að fjölmiðlar eins og RÚV og hér Morgunblaðið nú skuli vera uppfullir af fréttum um að ESB sinnar í Bretlandi skuli nú hafa farið í mótmælagöngu til að mótmæla lýðræðinu, en ekkert segja frá því að á sama tíma marsering tugþúsundir Breskir Breta um allt Bretland til að krefjast þess að vilji þjóðarinnar yrði virtur ! 


mbl.is Vilja kjósa á ný um Brexit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stór hópur fólks, aðalega ungs fólks hafa stofnað samtök um að fá að kjósa aftur. Þetta fólk kaus ÚT en sér nú að það var platað.

Ekki bara hefur allt það slæma sem sagt var að myndi gerast við BREXIT staðist heldur hefur allt þetta fagra sem var lofað ekki staðist.

Það eru miklar líkur á að það verði önnur kosning sem verður bindandi.

Skil ekki hvernig þú sérð að önnur kosning sé gegn lýðræðinu???

Síðan var niðurstaðan ekki skýr, 52% er naumur meirihluti og þar kusu England(fjölmennasta ríkið 84%) og Wales ÚT en Skotland, N-Írland og Gíbraltar INN.

Í þessari kosningu munu Englendingar vita hvað mun gerast varðandi Skotland og N-Írland við útgöngu.... Fróðlegt verður að sjá hvað gerist með Gíbraltar þar sem það er hluti af Englandi

Ég þekki BREXIT baráttuna og afleiðingarnar hennar á eigin skinni þar sem ég bý í UK...

Og að lokum, væri það ekki lýðræðislegt að við Íslendingar fengjum að kjósa um þessi mál?

Snorri (IP-tala skráð) 25.6.2018 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 65410

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband