Færsluflokkur: Evrópumál
Fimmtudagur, 19. janúar 2012
ESB fjölmiðlarnir beita skipulegri þöggun um andstöðu þjóðarinnar við ESB aðild !
Capacent Gallup birti í morgun nýja skoðanakönnun um afstöðu þjóarinnar til ESB aðildar.
Þar kemur enn og aftur í ljós enn vaxandi andstaða mikils meirihluta þjóðarinnar við ESB aðild.
Könnunin sýnir að af þeim sem afstöðu tóku eru 63% þjóðarinnar andsnúnir aðild, en aðeins 37% eru fylgjandi ESB aðild.
Bent skal á að allar skoðanakannanir samfleytt s.l. 2,5 ár hafa sýnt yfirgnæfandi andstöðu við ESB aðild.
Ég ætla í sjálfu sér ekki að fara nánar út í þessa könnun, nema það að þetta var könnun með mjög stóru úrtaki, eða svörum frá alls 1085 einstaklingum og svarhlutfallið var mjög hátt og fáir eða aðeins 15% sem voru hvorki hlynntir né andvígir aðild.
Það sem mér finnst alveg með ólíkindum við þessa könnun á þessu helsta deilumáli samtímans, það er þessi massíva þöggun allra fjölmiðla landsins um niðurstöður þessarar könnunar, reyndar fyrir utan Morgunblaðið.
Nú er dagur að kveldi kominn og ég hef leitað logandi ljósi að einhverri frétt um þessa könnun í hinum ESB sinnuðu fjölmiðlum landsins þ.e. Fréttablaðinu, Bylgjunni, og svo vefmiðlunum Eyjunni.is og Visir.is og Pressan.is. Hvergi er minnst einum staf eða orði á þessa skoðanakönnun.
En þó kastar nú alveg tólfunum þegar hinir svokölluðu "hlutlausu" og "óháðu" Ríkisfjölmiðlar taka þátt í þessari þöggun með æpandi þögninni.
Fjölmiðlar sem eiga lögum samkvæmt að gæta jafnræðis og hlutleysis þjóðfélagsskoðana og eiga líka sérstaklega samkvæmt vilja Alþingis að hafa sérstakt hlutverk við að halda uppi upplýstri og hlutlausri umræðu um ESB málið frá báðum hliðum, þ.e. kosti og galla aðildar.
Auðvitað hafa upplýsingar um niðurstöður skoðanakönnunar sem sýnir afstöðu þjóðarinnar frá tíma til tíma til ESB aðildar áhrif á umræðuna og þær upplýsingar eiga auðvitað fullt erindi við þjóðina.
RÚV hefur reyndar fyrir löngu afhjúpað hlutdrægni sína fyrir ágæti ESB aðildar og þetta er aðeins enn eitt dæmið um hvað stjórnendur og fréttamenn RÚV hafa brugðist skyldu sinni illa með því að gróflega misnota aðstöðu sína í áróðri og greinilegri meðvirkni fyrir ESB aðild landsins.
Þessi skipulega þöggun um sannleikann og stundum hagræðingu hans í áróðursskyni fyrir ESB aðild eins og það að halda leyndum upplýsingum sem sýna gríðarlega andstöðu þjóðarinnar við ESB aðild er algerlega óþolandi og beinlíns aðför að hinu frjálsa upplýsta þjóðfélagi og upplýsingaskyldu fjölmiðla og ekki hvað síst Ríkisfjölmiðlanna.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 16. janúar 2012
Sjálfur NEYÐARSJÓÐUR ESB er nú gjaldfelldur af S&P um 2 flokka !
![]() |
Lækka lánshæfi björgunarsjóðsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 7. janúar 2012
ALGERT VANTRAUST Á ESB: 77% íbúanna treysta því sjálfu ekki til að takast á við eigin kreppu- og skulda vanda !
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 6. janúar 2012
VG - Undir forystu SJS stundar pólitískt "Harakiri" með ESB þjónkunn sinni gagnvart SF. Þess vegna snúa nú þúsundir fólks baki við VG !
![]() |
Eigum ekkert erindi í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 2. janúar 2012
Óvild, öfund og beint hatur Eiðs Guðnasonar á forseta vorum hefur aldrei leynt sér.
![]() |
Sakar Ólaf Ragnar um óvirðingu við þjóðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 3.1.2012 kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Mánudagur, 2. janúar 2012
NEI TAKK, Jón Gnarr - Þú hefur þegar sýnt það að þú ert óhæfur sem borgarstjóri !
Þó Jón Gnarr sé ekki slæmur maður og ágætis grínari fyrir sumra smekk. Reyndar er svona aula húmor hans ekki fyrir minn smekk, en það skiptir engu máli.
Þá hefur hann algerlega sýnt það að hann er gjörsamlega óhæfur sem stjórnandi, eins og til að mynda borgarstjóri eða að geta verið almennilegur stjórnmálamaður.
Hvað þá ef svo slysaðist til að við fengjum þennan "trúð" sem forseta þjóðarinnar.
Það væri þvílíkur skandall fyrir okkur sem þjóð og sjálfsmynd þjóðarinnar.
En einnig og ekki hvað síst á alþjóða vettvangi, eftir að hafa nú um langt skeið haft yfirburða skarpan og greindan forseta eins og Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta okkar, sem hefur áunnið sér gríðarlega virðingu og jákvæða eftirtekt um víða veröld fyrir skörungsskap sinn og yfirburða þekkingu á málefnum þjóðar sinnar og alþjóðamálum almennt.
Þar áður höfðum við svo þau Vigdísi og Kristján sem bæði skiluðu hlutverki sínu í embætti með miklum sóma og af djúpri virðingu fyrir þjóð sinni og öðrum þjóðum einnig. Þó á annan hátt væri, að ýmsu leyti, en hjá Ólafi Ragnari, enda aðrir tímar uppi þá og Ólafur verið mun aðsópsmeiri og umdeildari, þá hefur hann samt notið virðingar bæði velunnarra og þeirra sem ekki hafa stutt hann.
Nei takk, ég held að þjóðin muni sem betur fer ekki taka þessar yfirlýsingar Jóns Gnarrs alvarlega !
![]() |
Jón íhugar forsetaframboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 1. janúar 2012
Gleðilegt nýtt ár - Feliz ano nuevo !
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 30. desember 2011
VG - Á að hafa kjark og þor til að segja "Hingað og ekki lengra" Annars slítum við bara þessu stjórnarsamstarfi sem einkennst hefur af yfirgangi og frekju Samfylkingarinnar !
![]() |
Segir Jóhönnu ganga erinda ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 30. desember 2011
VG NIÐURLÆGÐIR - Enn og aftur beygir flokksforystan sig í duftið fyrir yfirgangi Samfylkingarinnar !
![]() |
Ráðherraspilin stokkuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 29. desember 2011
Hvernig á maðurinn yfirleitt að tjá sig. Allt tóm svik og ekki síst ESB klúðrið !
![]() |
Steingrímur vill ekki tjá sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar