Færsluflokkur: Evrópumál

ESB fjölmiðlarnir beita skipulegri þöggun um andstöðu þjóðarinnar við ESB aðild !

Capacent Gallup birti í morgun nýja skoðanakönnun um afstöðu þjóarinnar til ESB aðildar.

Þar kemur enn og aftur í ljós enn vaxandi andstaða mikils meirihluta þjóðarinnar við ESB aðild.

Könnunin sýnir að af þeim sem afstöðu tóku eru 63% þjóðarinnar andsnúnir aðild, en aðeins 37% eru fylgjandi ESB aðild.

Bent skal á að allar skoðanakannanir samfleytt s.l. 2,5 ár hafa sýnt yfirgnæfandi andstöðu við ESB aðild. 

Ég ætla í sjálfu sér ekki að fara nánar út í þessa könnun, nema það að þetta var könnun með mjög stóru úrtaki, eða svörum frá alls 1085 einstaklingum og svarhlutfallið var mjög hátt og fáir eða aðeins 15% sem voru hvorki hlynntir né andvígir aðild.

Það sem mér finnst alveg með ólíkindum við þessa könnun á þessu helsta deilumáli samtímans, það er þessi massíva þöggun allra fjölmiðla landsins um niðurstöður þessarar könnunar, reyndar fyrir utan Morgunblaðið. 

Nú er dagur að kveldi kominn og ég hef leitað logandi ljósi að einhverri frétt um þessa könnun í hinum ESB sinnuðu fjölmiðlum landsins þ.e. Fréttablaðinu, Bylgjunni, og svo vefmiðlunum Eyjunni.is og Visir.is og Pressan.is.  Hvergi er minnst einum staf eða orði á þessa skoðanakönnun.

En þó kastar nú alveg tólfunum þegar hinir svokölluðu "hlutlausu" og "óháðu" Ríkisfjölmiðlar taka þátt í þessari þöggun með æpandi þögninni.

Fjölmiðlar sem eiga lögum samkvæmt að gæta jafnræðis og hlutleysis þjóðfélagsskoðana og eiga líka sérstaklega samkvæmt vilja Alþingis að hafa sérstakt hlutverk við að halda uppi upplýstri og hlutlausri umræðu um ESB málið frá báðum hliðum, þ.e. kosti og galla aðildar.  

Auðvitað hafa upplýsingar um niðurstöður skoðanakönnunar sem sýnir afstöðu þjóðarinnar frá tíma til tíma til ESB aðildar áhrif á umræðuna og þær upplýsingar eiga auðvitað fullt erindi við þjóðina.

RÚV hefur reyndar fyrir löngu afhjúpað hlutdrægni sína fyrir ágæti ESB aðildar og þetta er aðeins enn eitt dæmið um hvað stjórnendur og fréttamenn RÚV hafa brugðist skyldu sinni illa með því að gróflega misnota aðstöðu sína í áróðri og greinilegri meðvirkni fyrir ESB aðild landsins.

Þessi skipulega þöggun um sannleikann og stundum hagræðingu hans í áróðursskyni fyrir ESB aðild eins og það að halda leyndum upplýsingum sem sýna gríðarlega andstöðu þjóðarinnar við ESB aðild er algerlega óþolandi og beinlíns aðför að hinu frjálsa upplýsta þjóðfélagi og upplýsingaskyldu fjölmiðla og ekki hvað síst Ríkisfjölmiðlanna. 

 


Sjálfur NEYÐARSJÓÐUR ESB er nú gjaldfelldur af S&P um 2 flokka !

Það hlýtur að vera gríðarlegt áfall nú fyrir ESB og forystumenn EVRU svæðisins. Að alþjóðlega matsfyrirtækið S&P skuli nú gjaldfella EFSF sjálfan Neyðar- og björgunarsjóð ESB og EVRU- svæðisins um 2 flokka úr AAA í aðeins A-plús.
 
Þetta gerist aðeins stuttu eftir að ESB gjaldfelldi helming EVRU ríkjanna um 1 til 2 flokka og með neikvæðum horfum.
 
Þar á meðal setti það Portúgal og Kýpur niður í svokallaðan "ruslflokk", og með neikvæðum horfum, eins og áður hafði gerst með vesalings Grikkland. 
 
Stórríkin Ítalía og Spánn voru gjaldfelld um 2 flokka og nálgast nú óðfluga þennan svokallaða ruslbotn.
 
Þetta setur allt EVRU svæðið og allar hinar fálm- og fumkenndu áætlanir Merkozy tvíeykisins í enn frekara uppnám.
 
Fróðlegt verður að fylgjast með hvernig markaðir munu taka þessu og hvernig ECB bankinn bregst við og hvort þau skötuhjú Merkozy muni nú enn og aftur blása til enn eins Neyðarfundarins.
 
Þeir íslendingar sem héldu því fram í einfeldni sinni að Merkozy tvíeykið hefði endanlega stöðvað EVRU- og skuldakreppuna í Evrópu, með óljósum aðgerðum sínum í desember, höfðu einfaldlega rangt fyrir sér.
 
En þeir mun sennilega seint eða aldrei viðurkenna það.
 
Heldur alveg þver öfugt munu þeir enn þrást við og segja í sinni botnlausu afneitun að ESB og EVRU svæðið sé alltaf stöðugt að styrkja sig ! 

mbl.is Lækka lánshæfi björgunarsjóðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ALGERT VANTRAUST Á ESB: 77% íbúanna treysta því sjálfu ekki til að takast á við eigin kreppu- og skulda vanda !

Samtök ESB sinna birta sigri hrósandi þá frétt að samkvæmt skoðanakönnun EUROBAROMETER þá sýni sig að 23% íbúa á ESB svæðinu, treysti ESB best til að leysa skulda og kreppuvandann. En 77% íbúanna treysta frekar einhverjum allt öðrum betur til að takast á við þennan sama vanda.  
 
Váv ! Þvílíkt traust og þvílíkt yfirburða fylgi við Ráðstjórnina í Brussel, heil 23%, meðan 77% treysta frekar allt öðrum til þess að takast á við vandann.
 
Ýmsir myndu nú álykta sem svo að einmitt þeir sem komu þjóðum og íbúum ESB í þennan vanda og skuldafen væru því væntanlega skárst fallnir til þess að finna leiðina til baka út úr vandræðunum, en samt njóta þeir aðeins 23% fylgis til þess verks.
 
Það má alveg eins líkja þessu við fárveika alkann sem kom sér út á kaldan klaka, enginn væri líklega betur en hann sjálfur fallinn til þess að koma sér og öðrum sem líða fyrir ástand hans út úr vandræðunum.
Ef einhverjum fjölskyldumeðlimum, vinum hans, nágrönnum og vinnufélögum dytti í hug í vandræðum sínum út af ógöngum þeirra og alkans að gera skoðanakönnun sín á milli um það hverjir væru best fallnir til að koma vesalings manninum út úr þessari ógæfu.
 
Spurningar könnunarinnar og niðurstöður gætu eflaust verið eftirfarandi:
 
1. Hann sjálfur         23%
2. Konan hans          20%
3. Vinnuveitandi hans 6%
4. Besti vinurinn         6%.
5. Einhverjir aðrir      15%  
6. Veit ekki              13%
7, Enginn                 17%
 
Ef einungis 23% nefndu hann sjálfan, en 77% nefndu einhverja allt aðra, eða enga, þá væri traustið og trúin nánast farin á að hann sjálfur myndi nokkurn tímann getað eða viljað koma sér út úr þessum vandræðum sínum þrátt fyrir ótal meðul og leiðir sem fyrir hendi væru til þess.
 
Næsta neyðar úrræði aðstandenda væri sennilega að svipta hann sjálfræði því að hann hvorki vildi eða gæti nokkurn tímann komið sér út úr þessum vandræðum án annars en slíkra neyðarúrræða.
 
Merkilegt að eins og fram kemur í þessari ESB könnun þá nefna aðrir sem nefndir eru sem fólk treystir best til að taka á þessum vanda eru:
 
Ríkisstjórnir viðkomandi ríkja 20% -
G20 Ríkin:                           16% -
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn:   14% -
Bandaríkin USA:                     5% -
Aðrir eða engir sérstakir:         9% -
Vita ekki hverjir:                   13% 
 
Samkvæmt þessu þá treysta samtals 77% einhverjum allt öðrum aðilum betur en ESB sjálfu til þess að takast á við eigin kreppu og skuldavanda.
En aðeins 23% treysta ESB best til að leysa þennan vanda.
 
Þetta er ekkert annað en, enn eitt vantraustið á ESB stjórnsýsluapparatið
 
Enginn furða að ESB sinnar á Íslandi fagni þessu samt ógurlega og telji líka að þjóð sín sé á fleygiferð inn í ESB með þetta svona svipað lítið fylgi eða ca 20 til 30% fylgi við ESB aðildina í öllum skoðanakönnunum samfleytt undanfarin 3 ár.  
 
Máttur sjálfsblekkinga og sjálfsupphafningar íslenska ESB trúboðsins tekur sífellt á sig hlægilegri myndir eftir því sem herðir á flóttanum og vígstaða þeirra versnar ! 

VG - Undir forystu SJS stundar pólitískt "Harakiri" með ESB þjónkunn sinni gagnvart SF. Þess vegna snúa nú þúsundir fólks baki við VG !

Meira að segja Óli Kommi og margir fleiri gamlir hugssjónamenn þar af þrír af þingmönnum VG auk fjöldan allan af trúnaðarfólki VG um allt land hefur nú snúið baki við VG vegna ESB- svika þeirra og áframhaldandi enn alvarlegri trúnaðarbrota þeirra gagnvart kjósendum flokksins í ESB málunum.
 
Mælirinn er nú orðinn algerlega fullur.
 
SJS sjálfur höfundurinn að VG er að eyðileggja þessa hreyfingu félagshyggju og vinstra fólks sem hélt sig geta treyst þessu stjórnmálaafli til þess að starfa að heilindum og standa við sín stefnumál.

mbl.is Eigum ekkert erindi í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvild, öfund og beint hatur Eiðs Guðnasonar á forseta vorum hefur aldrei leynt sér.

Það er ekkert nýtt að Eiður Guðnason ati forseta vorn aur og drullu.
 
Það hefur hann gert reglulega en mjög ómálefnalega í áratugi, að því er virðist af öfund og blindu pólitísku hatri einu saman.
 
Nú þegar forsetinn hélt sína langbestu, en væntanlega síðustu áramótaræðu og sagði þá "að þó ákveðin þversögn fælist í því" og hélt svo áfram nokkurn vegin svona: að þá teldi hann að á þessum erfiðu og víðsjárverðu tímum myndi reynsla hans og þekking nýtast þjóð sinni enn betur utan forseta embættisins, heldur en í því.
 
Þá gæti hann barist fyrir málsstað þjóðar sinnar á hans eigin forsendum og talað frjálst til þjóðarinnar, en ekki í viðjum embættisins.
 
Það sem hefur kannski gert sendiherrann fyrrverandi svona öskureiðan var það að Ólafur Ragnar stappaði svo sannarlega stálinu í þjóðina sína og talaði þar gegn úrtöluliðinu sem vill beina leið inn í ESB helsið með betlistaf !
Að minnsta kosti fjórum sinnum í aðeins 20 mínútna langri áramótaræðu sinni mælti forsetinn okkar enga tæpitungu gegn ESB aðild.  
 
Það var öllum ljóst sem lögðu vel við hlustir, þó svo hann gerði það mjög snilldarlega undir rós (samt ekki neinni kratarós).
 
Það er einmitt svona rósamál sem sendiherrum er kennt að skilja og þess vegna skilur Eiður Guðnason orð forsetans svona bæði vel, en samt svona illa fyrir hann sjálfan.
 
Nú er ESB liðið eins og Eiður Guðnason og Guðmundur Andri Thorsson skjálfandi á beinunum, því að þetta auma lið með sitt sáralitla fylgi vill miklu heldur að Ólafur verði forseti áfram þar sem hann gæti lítið beitt sér.
 
Frekar en hann stigi nú úr þeim stóli og beiti sér af fullu afli gegn ESB aðildinni og því skrifræðis helsi öllu sem það myndi færa þjóðinni.
 
Ólafur Ragnar myndi sópa fylgi að nýrri hreyfingu sem hafnaði ESB aðild og setti fullveldi og sjálfsstæði þjóðarinnar á oddinn, á því er enginn vafi.

mbl.is Sakar Ólaf Ragnar um óvirðingu við þjóðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NEI TAKK, Jón Gnarr - Þú hefur þegar sýnt það að þú ert óhæfur sem borgarstjóri !

Þó Jón Gnarr sé ekki slæmur maður og ágætis grínari fyrir sumra smekk. Reyndar er svona aula húmor hans ekki fyrir minn smekk, en það skiptir engu máli.

Þá hefur hann algerlega sýnt það að hann er gjörsamlega óhæfur sem stjórnandi, eins og til að mynda borgarstjóri eða að geta verið almennilegur stjórnmálamaður.

Hvað þá ef svo slysaðist til að við fengjum þennan "trúð" sem forseta þjóðarinnar.

Það væri þvílíkur skandall fyrir okkur sem þjóð og sjálfsmynd þjóðarinnar.

En einnig og ekki hvað síst á alþjóða vettvangi, eftir að hafa nú um langt skeið haft yfirburða skarpan og greindan forseta eins og Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta okkar, sem hefur áunnið sér gríðarlega virðingu og jákvæða eftirtekt um víða veröld fyrir skörungsskap sinn og yfirburða þekkingu á málefnum þjóðar sinnar og alþjóðamálum almennt.

Þar áður höfðum við svo þau Vigdísi og Kristján sem bæði skiluðu hlutverki sínu í embætti með miklum sóma og af djúpri virðingu fyrir þjóð sinni og öðrum þjóðum einnig.  Þó á annan hátt væri, að ýmsu leyti, en hjá Ólafi Ragnari, enda aðrir tímar uppi þá og Ólafur verið mun aðsópsmeiri og umdeildari, þá hefur hann samt notið virðingar bæði velunnarra og þeirra sem ekki hafa stutt hann.

Nei takk, ég held að þjóðin muni sem betur fer ekki taka þessar yfirlýsingar Jóns Gnarrs alvarlega !  


mbl.is Jón íhugar forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt nýtt ár - Feliz ano nuevo !

Óska öllum bloggurum, vinum og ættingjum nær og fjær gleðilegs nýs árs með þökk fyrir það gamla.
 
Vonum að nýja árið færi okkur öllum gleði, hamingju og góða heilsu.
 
Ég ætla svo sannarlega að halda áfram að blogga hér á Mbl.is og leggja mitt litla vogarlóð af mörkum við að herða á baráttunni gegn ESB- innlimun míns ástkæra föðurlands og heittelskuðu þjóðar.
 
Þó svo ég hafi nú undanfarið búið í meira en 6 ár í ESB ríkjunum Bretlandi og nú á Spáni, þá fylgist ég alltaf mjög vel með þjóðmálunum heima og heimsmálum almennt og er vel tengdur við landið mitt, þar liggja rætur mínar og taugar.
 
Reynsla mín að hafa búið og starfað í þessum löndum hefur líka kennt mér ýmislegt um galla ESB og EVRU aðildar og það hefur gert mig enn andsnúnari ESB aðild Íslands.
Einnig áttar maður sig alltaf betur og betur á því hvað Ísland er í raun þrátt fyrir allt gott og kraftmikið þjóðfélag, sem á gríðarlega bjarta framtíð fyrir sér sem sjálfsstætt og fullvalda ríki, án ESB helsis og skrifræðis. 

VG - Á að hafa kjark og þor til að segja "Hingað og ekki lengra" Annars slítum við bara þessu stjórnarsamstarfi sem einkennst hefur af yfirgangi og frekju Samfylkingarinnar !

Ragnar Arnalds er heiðarlegur og snjall heldri maður sem var vinsæll stjórnmálamaður og naut virðingar langt út fyrir raðir síns gamla flokks.
 
Hann hefur alltaf viljað standa vörð um sjálfsstæði þjóðarinnar og varðveislu lýðveldisins. Hann veit því nokk hvað hann syngur sá gamli.
 
Forystu VG veitti sko ekki af að hlusta meira á hann og hafa hlustað á hann miklu fyrr.
Það er með ólíkindum að SJS og forysta VG ætli að láta Samfylkinguna kúga sig svona sundur og saman, með sífelldum blekkingum og lygum í ESB málunum.
Ef SJS ætlar ekki að brenna allar brýr að baki sér og eyðileggja grasrót og bakland Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, þá náttúrulega hafnar hann algerlega þessum yfirgangi og kröfum Samfylkingarinnar sem eru ættaðar beint frá Brussel.
 
Ef hann hinns vegar vill brenna allar brýr að baki sér, eins og enginn sé morgundagurinn og valta endanlega yfir kjósendur VG og ganga þar með endanlega frá flokknum dauðum þá knýr hann þessar kröfur í gegnum ógnartök sín á flokksforystunni strax í kvöld.

mbl.is Segir Jóhönnu ganga erinda ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG NIÐURLÆGÐIR - Enn og aftur beygir flokksforystan sig í duftið fyrir yfirgangi Samfylkingarinnar !

Það er með ólíkindum hvað formaður VG virðist ávallt vera tilbúinn að ganga langt í að eyðileggja sinn eigin flokk, stefnu hans og hugssjónir og tæta af honum fylgið, bara til þess að þjónkast Samfylkingunni.
 
Hann gefur enn og aftur eftir á öllum sviðum, enginn prinsipp lengur, nú er landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytunum báðum sópað burt og fórnað fyrir Samfylkinguna og ESB trúboð þeirra, bara af því að þar situr maður sem er trúr stefnu og hugssjónum VG um að; "Íslandi sé best borgið utan ESB".
 
Yfirgangur Samfylkingarinnar er með þvílíkum ólíkindum, en það er reyndar vegna þess að þeim hefur af samstarfsflokknum alveg frá upphafi og enn og aftur síðan verið leyft að komast upp með þessa taumlausu frekju og yfirgang.
 
Svo á að stofna eitt atvinnumálaráðuneyti, þar sem landbúnaðar-sjávarútvegs- og iðnaðarmál verða á einni könnu.
Hverjir skildu nú vera búnir að eigna sér þá könnu ?
Jú nefnilega Samfylkingin, þeir eru þegar farnir að rífast um það hverjir þeirra eigi að hreppa það embætti.
 
Þessa gjörninga og þessa niðurlægingu ætlar formaður VG að láta yfir sig og flokk sinn ganga algerlega bótalaust. Ja nema að hann fær að hanga eitthvað lengur á stólnum sínum.
 
Ég segi nú sem fyrrverandi stuðningsmaður þessa annars fyrrum ágæta flokks að það er ljótt hvernig formaðurinn SJS hefur gefið eftir eða svikið hugssjónir flokksins aftur og aftur og hreinlega niðurlægt sjálfan sig en ekki hvað síst sjálfa kjósendurna, sem sitja eftir svektir og reiðir ! 
 
Það er nú svo komið að það þarf hreinlega að gera uppreisn gegn formanninum og forystu þessa flokks.
Það verður reyndar ekki gert á þessum svokallaða 100 manna "Flokksráðsfundi" sem er ekkert annað en valdastofnun foringjaræðisins, eins konar draugur eða arfur frá Stalíns tímanum.
 
Það er því miður þannig að þrátt fyrir að VG hafi gefið sig út fyrir að vilja vera lýðræðislegt afl alþýðunnar og vilja berjast fyrir hagsmunum hennar, þá hefur grasrótin, þ.e. alþýðan ákaflega litla aðkomu eða möguleika á að hafa eitthvað að segja um stefnu og starf flokksins.
Vegna þess að nánast allar alvöru valdastofnanir flokksins eru meira og minna gamaldags og lokaðar og hlutum þannig komið fyrir að innstu koppar í búri þar, eru yfirleitt þæg handbendi flokksræðisins !

mbl.is Ráðherraspilin stokkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig á maðurinn yfirleitt að tjá sig. Allt tóm svik og ekki síst ESB klúðrið !

Auðvitað getur SJS illa tjáð sig.
Búinn að svíkja megnið af fólkinu í flokknum og ekkert er slegið af fláræðinu og svikunum.
Nú skal Jóni Bjarnasyni líka hent fyrir borð, í nafni Samfylkingarinnar !
 
Endalaust skal haldið áfram svikum og svínaríi og þjónkun við tækifærismennskuna í Samfylkingunni með ESB málið eitt mála á oddinum.
 
Er nema að furða að VG sé búið að missa 3 góða og gegna þingmenn fyrir borð og meira en helmingin af fylginu !

mbl.is Steingrímur vill ekki tjá sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband