Noregur og Ísland: Svipuð afgerandi andstaða gegn ESB hjá þessum tveimur frændþjóðum !

Þetta er reyndar mesta andstaða sem mælst hefur í Noregi gegn ESB aðild.
 
En andstaðan hefur reyndar oftast mælst svipuð og hún hefur mælst á Íslandi undanfarin 2,5 ár eða þetta 62 til allt að 70%.
Merkilegt er líka, en kemur mér samt ekki á óvart, er að Norðmenn eru ekki í neinum vandræðum með að taka skýra og afdráttarlausa afstöðu til ESB, þrátt fyrir að engar samninga- eða aðildarviöðræður séu gangi hjá þeim við ESB og standa heldur ekki til.
Auk þess er þar heldur enginn samningur á borðinu, til að "sjá hvað er í pakkanum", eins og það heitir á máli ESB sinna.
 
Aðeins rúmlega 10% Norðmanna eru hlutlausir þegar kemur til afstöðunnar til ESB aðildar landsins eða taka ekki afstöðu.
 
Fylgi við ESB aðild er hinns vegar sem fyrr sáralítið og fer sífellt minnkandi, er aðeins 18,6% núna.
 
Þegar ESB- sinnar hérlendis skammast sem mest útí mikið fylgi við andstöðuna við ESB vísa þeir oft til þess að þetta sé ekkert að marka af því að þetta fólk geti ekki og megi eiginlega ekki taka svona afstöðu af því að það viti ekkert hvað sé í pakkanum og enginn samningur sé enn á borðinu.
 
Samt sýnir staðan bæði hér og í Noregi svipaðar niðurstöður og fólk er fullfært um að taka einarða afstöðu og hafa skýrar skoðanir á þessum málum, án þess að "kíkt verði frekar í pakkann" eða einhver samningur tilbúinn á borðinu.
 
Mikill meirihluti fólks í báðum þessum löndum vill eifaldlega ekki ganga í Stórríki ESB og EVRUNAR.  
 
Þess vegna eru þeir sem eru hlutlausir eða taka ekki afstöðu mjög fáir.

mbl.is 70,8% vilja ekki í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Gunnlaugur; jafnan !

Rangt hjá þér; að álykta um skyldleika Norðmanna og Íslendinga.

Skyldleikinn er afar takmarkaður - ef þá, nokkur.

Ráðdeild og skynsemi; eru helztu undirstöður Norðmanna - algjörlega umvent, við Íslendinga, Gunnlaugur. 

Hins vegar; eru Norðmenn sennilega, með leiðinlegustu þjóðum nágranna álfu okkar í austri; Evrópu, en þeir geta svo sem ekkert gert, að því.

Með beztu kveðjum / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.10.2011 kl. 15:48

2 identicon

Já heill og sæll.

Takk fyrir innlitið. En er alls ekki sammála þér með Norðmenn.

Rétt hjða þér að Norðmenn eru mjög aðhaldssamir og allt að því nýskir eins og reyndar danir og svíjar líka og getur það verið hvimleitt.

Hinnsvegar eru Norðmenn svo sannarlega sannir vinir okkar og hafa alltaf reynst okkur vel þegar á reynir, þó svo við höfum stundum deilt um veraldlega hagsmuni.

Norðmenn eru upp til hópa mjög hrifnir af íslendingum og líta á okkur sem sína nánustu bræður og systur hér á Sögueyjunni eins og þeir jafnan kalla Ísland.

Íslendingum er yfirleitt mjög vel tekið í Noregi og þeir eru þar nú sem fyrr vinsæll og eftirsóttur vinnukraftur bæði til sjós og lands. Góðar stundir.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 24.10.2011 kl. 16:38

3 Smámynd: Inga Sæland Ástvaldsdóttir

Sæll Gunnlaugur, mig langaði að kvitta aðeins fyrri þetta innlegg þitt í ESB umræðuna, ég vil taka það fram að ég er ein þeirra sem get ekki afdráttarlaust afþakkað aðild að ESB þrátt fyrri að finnast það líka afar erfitt að samþykkja hana,  sem sagt vingull í vanda þegar stóra stundin rennur upp. Hins vegar finnst mér afar undarlegt að bera okkur saman við Norðmenn í þessum efnum , sem norðmaður hefði ég hiklaust hafnað ESB og öllu sem því bákni enda sýna norðmenn sterka stjórn  í landsmálum og útbólgna kassa af olíuauð.  Ef ég ætla hins vegar að heimfæra það upp á okkur íslendinga þá horfir þetta ólíkt við svo ekki sé harðara að kveðið. Hér hefur ríkt óstjórn í áraraðir , ekki einungis af núverandi stjorn sem ég hef ekki hugmynd um fyrir hverja vinnur né fyrri stjorn sem kom öllu til fjandans eins og við svo vel þekkjum, ég ætla ekki að gera þeim það að hafa verið meðvitaðir um þann hroða sem þeir framfylgdu þar til allt fór á hliðina, það væri of gróft að gera það, verð frekar að flokka athafnir þeirra undir heimsku og vanþekkingu á viðfangsefninu.  Hér er talað um að krónan sé til vandræða eins og hún og er , en staðreyndin er sú að það er heimskra manna verk sem hefur eyðilegt hana í gegn um tíðina. Persónulega finnst mér það sjálfsagt mál að þeir sem fara með hagstjórn landsins viti hvað þeir eru að gera. Mað aðild að ESB verður ansi mikil breyting á þessari einkavinavæðingu sem hér hefur ríkt í ómunatíð, hér verður mikil breyting á öllu sem lítur að einokun, hér mun litli maðurinn sem alltaf á að borga brúsann eiga kost á velja vöruna sem hann kýs sjálfur en ekki láta velja hana fyrir sig að landbúnaðarráðherrum eða öðrum sambærilegum herrum.. Hér mun ekki vera verðtrygging og hér munu koma t.d erlend tryggingafélög sem munu færa tryggingariðgjöldin okkar niður um allt að 75% og þá er ég að miða við ákv. bifreiðatryggingar á Spáni sem ég þekki af eigin raun.  Matvara mun lækka mikið í verði fyrir utan það hvað gæði hennar batna sórlega. Eins og þetta horfir við mér, sé ég ekki betur en að Elíta peninganna muni spyrna við fótum og neita aðild og kosta miklu til í áróðri til að sannfæra þá sem munu hagnast á aðildinni um hið gagnstæða.   Það er jú holt og gott að reyna að velta við sem flestum steinum og kynna sér allt sem maður getur áður en að maður svara ...AF ÞVÍ BARA... 

Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 26.10.2011 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband