ESB- UMSÓKNIN ER ALGERLEGA ÓNÝT OG MISHEPPNUÐ !

Þetta kemur ekki á óvart.

Allir björgunarsjóðirnir og neyðarráðstafinarnar og neyðarfundirnir og sumarleyfisafturkallanir leiðtogana og embættisaðals ESB Elítunnar og stanslausar yfirlýsingar ráðamanna ECB bankans, Seðalabanka ESB hafa aðeins frestað vandanum um nokkra klukkutíma eða kannski nokkra daga og hafa þannig akkúrat ekkert haft að segja.

Innantómar og máttlausar björgunartilraunir þeirra koma alltaf of seint og þegar þær loksins koma þá eru þær nær alltaf kolrangar !

 

Þannig virkar, eða eiginlega virkar alls ekki svona þungglammalegt og óskilvirkt stjórnsýslu apparat eins og ESB apparatið, sem líkist nú  meir útdauðri risaeðlu frá fornöld, eða jafnvel Gömlu Sovétríkjunum og þeirra óskeikulu "Æðstu ráðum" ! 

 

"Það er í raun hinn sameiginlegi gjaldmiðill EVRAN sem kemur í veg fyrir efnahagsumbætur í mörgum löndum Evru svæðisins" 

Þetta sagði hagfræðingurinn Jeppe Christainsen forstjóri Maj Invest í viðtali við Berlingske Tidende fyrir nokkrum dögum síðan.

Margir aðrir sérfræðingar í dönsku efnahagslífi taka í sama streng og segja mörg ríki S-Evrópu í raun gjaldþrota og ástandið sé miklu mun verra og alvarlegra á öllu EVRU svæðinu en hingað til hafi verið haldið.

Öll ríkin, ekki bara S-Evrópulöndin þurfi nú að búa sig undir langvarandi alvarlega skula- og fjárhagskreppu, vaxandi atvinnuleysi, niðurskurð í velferðarþjónustu og lítinn eða engan hagvöxt.

Hvers vegna í veröldinni erum við okkar þjóð að sækja um aðild að þessu sökkvandi og misheppnaða stjórnsýsluapparati sem þar að auki er með stórgallað eða ónýtt myntkerfi "sem kemur í veg fyrir umbætur".

Ég held að þó svo að þessi ragna rök muni auðvitað hafa einhver neikvæð áhrif bæði hér og í öðrum Evrópulöndum sem eru blessunarlega utan ESB og með sinn eigin gjaldmiðil.  

Þá sé nú langtum mun skinsamlegra að standa utan við og fara ekki um borð í þetta sökkvandi hafskip sem heitir M/S  ESB-TITANIC !

Hvað sagði ekki Gordon Brown fyrrverandi fjármála- og forsætisráðherra Bretlands og fyrrum formaður Bresku Samfylkingarinnar nýlega:

"Að jafnvel ennþá núna í dag eftir allt sem gerst hefði á síðustu mánuðum og dögum, ættu leiðtogar ESB enn erfitt með að skilja hvernig að efnahagsstefna Evru-svæðisins kæmi í veg fyrir hagvöxt, yki atvinnuleysisvandann og hindraði bata og skildi Evrópu eftir illa undirbúna undir alþjóðlega samkeppni"

Alveg sama hvað í veröldinni gengur á þá heldur ESB trúboðið á Íslandi en fast við sinn keyp, svona eins og harðlínu- og hreintrúa Stalínistar gerðu eftir afhjúpanirnar um hörmungar og hryllilegar afleiðingar Stalíns tímans !  

Þessi ESB umsókninn er fyrir löngu síðan orðin algerlega ónýt og menn eiga að viðurkenna það að hún var alger mistök og reyna nú þess í stað að laga fyrir mistök sín !


mbl.is Markaðir í frjálsu falli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Þeir halda fast við sinn keyp vegna þess að þeir eru harðlínu og hreintrúa.

Snorri Hansson, 10.8.2011 kl. 17:33

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Takk fyrir innlitið Snorri.

Já þetta er rétt hjá þér.

Þeir eru bæði harðlínu- og hreintrúa og í massívri afneitun líka !

Gunnlaugur I., 10.8.2011 kl. 18:05

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Staldrið við.......Á ekki ríkistjórnin að segja af sér vegna þess að eitt aðal kosningamál Sf hefur algjörlega misst flug og á sér enga von?

Hverjar af stórum þjóðunum verða fyrstir út úr ESB? Kannski Bretar? Mér sýndist eitthvað vera í gangi umræða þarna út hjá Tjallanum. Amk. sá ég einhverjar umræður um það á ROAR eða Daily Mail ef ég fer rétt með. Man ekki hvort heldur.

Guðni Karl Harðarson, 10.8.2011 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband