Fimmtudagur, 9. apríl 2020
Boris Johnson forsætisráðherra í bataferli. Baráttujaxlinn mun sigrast á kóróna veirunni og Evrópusambandinu.
Það er mjög ánægjulegt að baráttujaxlinn Boris Johnson sé kominn af gjörgæslu og í bataferli á sjúkrahúsi í London.
Félagi hans Dominic Raab utanríkisráðherra sagði fyrr að hann hefði fulla trú á að eiginleikar hans þ.e. baráttugleði, bjartsýni og húmor myndu hjálpa honum við að hafa betur gegn veirunni, við skulum nú leyfa okkur að vera bjartsýn á að það rætist.
Breska þjóðin hefur verið sleginn yfir þessum ótíðindum og hefur staðið þétt við bakið á Boris. Almenningur hefur fært blómahaf framan við heimili hans og fólk hefur í stórum stíl beðið fyrir Boris og bata hans.
Frá stórsigri Borisar í síðustu þingkosningum í nóvember s.l. undir slagorðunum "klárum BREXIT" hafa vinsældir hans stóraukist og hann nýtur nú gríðarlegra vinsælda, stuðnings og almennrar samúðar landa sinna.
Boris mun sigrast á kórónaveirunni og snúa aftur harðari og einbeittari en nokkru sinni fyrr við að uppfylla kosningaloforðin að fullu og öllu og koma Bretlandi út úr Evrópusambandinu.
Hann mun leggja kórónu veiruna og ESB veiruna að velli líka.
Boris Johnson er "fighter" - Húrra fyrir honum.
Boris Johnson laus af gjörgæslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.4.2020 kl. 12:51 | Facebook
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef meiri áhyggjur af CCP veirunni, en ESB veirunni ... svo, ég legg til að þú gerir eins og "all cool kids", og kallir þetta réttu nafni CCP veiruna. Eða veiru kínverska kommúnistaflokksins ...
Örn Einar Hansen, 10.4.2020 kl. 05:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.