Fimmtudagur, 19. mars 2020
ESB ráðstjórnin notar EES samninginn sem kúgunartæki gagnvart Íslandi. Segjum EES samningnum upp tafarlaust.
Evrópusambandið sýnir enn og aftur hversu ófyrirleitið og ósvífið þetta andlitslausa embættis- og stofnanavald er.
Nú hika þeir ekki við að þverbrjóta hið svokallaða þjóðfrelsi og banna útflutning á öryggis- og smitvarnarbúningum til Íslands.
Hin valdfreka ráðstjórnar elíta í Brussel svífst einskis gagnvart Íslandi eins og sást í hótunum þeirra gagnvart Orkupökkunum sem troðið hefur verið uppá þjóðina þvert á þjóðarvijanum. Við munum líka eftir ICESAVE þar sem ESB valdaelítan fór með hroka og offorsi fram gegn okkur og engu munaði þá að þessu yrði trðið uppá okkur með hjálp liðónýtra ráðamanna þjóðarinnar sem sífellt fá hland fyrir brjóstið þegar Brussel valdið byrstir sig. Þetta er sennilega liður í því að reyna að hræða þjóðina inní þetta ólýðræðislega ofbeldis apparat. Við eigum víst að flýja í skjólið af ESB.
En ESB er ekkert skjól, því valdaelítan þar hikar heldur ekki við að kúga og þvinga aðildarþjóðirnar til hlýðni og undirgefni við þessa krumlu embættis- skrifræðisins. Lýðræðislegar niðurstöður hafa ítrekað verið virtar að vettugi ef það hentar valda ráðstjórnar klíkunni.
Ríkisstjórnum landanna beittar refsingum og hótað öllu öllu ef þau fara ekki í einu og öllu eftir ráðstjórninni í Brussel.
Evrópusambandið er gerspillt valdastofnun ólýðræðis og ófrelsis og valdstjórnin þar gerir ítrekaðar árásir á þjóðríkin og lýðræðið.
Ísland þarf að segja sig frá EES samningnum hið bráðasta og taka valdheimildirnar aftur heim. "Take back control" eins og Bretar segja sem eru nú að yfirgefa sambandið.
Sölubann ESB brot á EES-samningnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 65694
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek undir hvert einasta orð. Nú hljóta ráðamenn þjóðarinnar að fara að sjá að EES-samningurinn er handónýtur, hann var allt í lagi fram að Lissabon sáttmálanum en eftir það er hann ekkert annað en HAUGAMATUR......
Jóhann Elíasson, 20.3.2020 kl. 17:31
Þjóðarhagur er ekki mál sem Islenskir ráðamenn eru að vinna fyrir.
Einkahagsmunir fárra virðast ráða- hverjir sem þeir eru.
Erla Magna Alexandersdóttir, 22.3.2020 kl. 11:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.