Þriðjudagur, 17. mars 2020
Ætlar ríkisstjórnin að samþykkja að ESB geti tekið sér vald til að loka landamærum Íslands?
Ekkert ríki er sjálfstætt og fullvalda nema að það ráði alveg óskorað yfir landamærum sínum sjálft.
Framkvæmdastjórn ESB ætlar nú að taka sér fyrirvaralausar og fordæmalausar valdheimildir til þess að loka landamærum Schengen svæðisins og þar með landamærum Íslands um ótiltekinn tíma. Er furða að það komi vöflur á ríkisstjórnina sem þó er orðin þekkt fyrir það að taka við öllum tilskipunum frá ESB apparatinu, s.s. orkupökkum, viðskiptaþvingunum og öðru tilskipanaflóði með bros á vör.
Nógu varð utanríkisráðherrann okkur reiður út í Donald Trump fyrir að loka landamærum sinnar eigin þjóðar tímabundið, en nú ætlar ESB að loka okkar eigin landamærum og þá koma aðeins hálf vandræðalegar vöflur og mótbárur og þau ætla að bíða og sjá og vona.
Kóróna veiran grasserar nú í Evrópu hvað sem líður miðstýrðum tilskipunum Evrópusambandsins. Kóróna veiran sýnir að hver þjóð þarf að stjórna sínum málum sjálf þar með talið landamærum sínum. Þunglamalegar og fálmkenndar ákvarðanir ESB apparatsins byggja ekki á neinum vísindum né heilsufarslegum rökum heldur eru liður í að sýna vald sitt og pólitískan mátt.
Ísland á ekki að láta kúga sig undir svona frekleg valdboð og algerlega að hafna forræði ESB yfir íslenskum landamærum.
Aðstæður okkar sem sjálfsstæðrar eyju í Norður Atlantshafi eru allt aðrar en meginlandsþjóða Evrópu í þessu og svo mörgu öðru. Vel má vera að það þurfi tímabundið að loka landamærum Íslands eða annarra þjóða.
Ísland á að ráða sínum málefnum og landamærum sjálft og hefur alla burði til þess sem sjálfstæð og vel upplýst þjóð og á að segja sig frá þessu Schengen/EES rugli án tafar.
Ekki vísindalega rökstudd tilmæli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 65694
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.