Föstudagur, 13. desember 2019
Stórsigur Borisar Johnsons og Breska Íhaldsflokksins. "Get BREXIT done"
Boris Johnson var kjörinn leiðtogi flokksins í sumar með miklum meirihluta atkvæða almennra flokksmanna. Hann tók við af Teresu May sem í raun hafði gefist upp fyrir ESB valdinu og ESB sinnuðu þinginu sem hafði í 3jú ár þvælst fyrir og tafið það að hægt yrði að uppfylla niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um úrsögn Bretlands úr ESB.
Boris tók strax upp harða og ákveðna stefnu gagnvart ESB og sagðist vilja uppfylla vilja þjóðarinnar og leiða Bretland farsællega út úr ESB og ekkert kjaftæði. Hann hreinsaði til í flokknum og rak og flæmdi ESB sinnana á flótta.
Slagorð hans í kosningabaráttunni var;
"Get BREXIT done"
Hann heillaði fólk með krafti sínum og áræðni og hann útlistaði fyrir þjóðinni hvernig best væri að klára BREXIT og sameina þjóðina um að sækja fram og nýta þau miklu tækifæri sem frelsið og sjálfsstæðið myndu skapa þegar þau losnuðu undan hrammi ESB valdsins.
Boris er maður fólksins hann vann stórsigur, stærsta sigur flokksins í 32 ár. Aðal andstæðingurinn Verkamannaflokkurinn beið afhroð og hlaut verstu kosningaúrslit í 80 ár.
RÚV á Íslandi er í sárum yfir úrslitunum með þau Boga Ágústsson og Sigrúnu Davíðsdóttur sem gerðu allt sem þau gátu til að vinna gegn Boris og stefnu hans.
Óhætt er að óska Bretum til hamingju. Happy BREX-mas !
Stærsti sigur Íhaldsflokksins í 32 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 65694
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.