Laugardagur, 7. september 2019
Boris Johnson; "Vill frekar liggja dauður út í skurði, frekar en biðja um frest á BREXIT" - Brynjar Níelsson notar nú sömu taktík, af öðru og minna tilefni.
Boris Johnson þverneitar að láta Breska þingið þvinga sig til að biðja um enn einn frestinn á BREXIT. Hann segist frekar vilja liggja dauður úti í skurði frekar en láta þvinga sig til þess.
Hnn mun nú enn á ný leggja til að boðað verði til almennra kosninga þar sem kjósendur velji hann og BREXIT, sem hann vill standa og falla með.
Stjórnarandstaðan sem gerir allt til að koma í veg fyrir skýran vilja þjóðarinnar um að Bretland yfirgefi Evrópusambandið, vill samt ekki þingkosningar því þeir eru hræddir við kjósendur og að þeir muni frekar fylgja Boris, þess í stað vilja þeir halda Bretlandi innan ESB með einskonar gíslatöku og valdbeitingu og vanvirða enn og aftur niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar frá 2016.
Ég sé svo að Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfsstæðisflokksins hefur tekið dauða heitstrengingar Borisar eitthvað til sín, en þó af öðru og minna tilefni sé.
Hann segist "fyrr vilja dauður liggja" en þiggja neinar þær stöður og sporslur sem Áslaug Arna gengdi áður en Bjarni Benediktsson skipaði hana sem dómsmálaráðherra, vegna öflugs stuðnings hennar við samþykkt og innleiðingu Orkupakkans frá ESB.
Það hefði nú verið meiri mannsbragur á dauðahótunum Brynjars ef þær hefðu komið fyrr og þá snúið að raunverulegum hugssjónum og hagsmunum þjóðarinnar eins og í þessu tilfelli Borisar Johnsons.
Þannig hefði Brynjar ákveðið og sterkt getað hafnað forræði ESB í orkumálum þjóðarnar og þannig staðið með stefnu Sjálfsstæðisflokksins í staðinn fyrir að vera að þessu spælingar væli nú.
Tilbúnir að fara í mál vegna Brexit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 65694
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Téður Boris hefur sýnt nú ítrekað hvernig hann vanvirðir lýðræðið.
Það er kominn nýr meirihluti á Breska þinginu, og hitt, sami Boris gat svo ekki sætt sig við að 27 þingmenn voru ósammála honum. Hann rak þá úr þingflokknum.
Svona afgreiða menn lýðræðið í Bretalandi.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 8.9.2019 kl. 22:49
Öfugmæli Sigfús,Boris er að framfylgja lýðræðislegum kosningum um úrsögn ESB Breta úr ESB. sem ESB þolir ekki og beytir öllum brögðum til að hefta framgang þess réttlætis og gæfu fyrir Bretland.
Íslensku E-sjálfstæðismenn eru stórir upp á sig og eiga það við sjálfa sig.Gruna að þeir hafi alið í brjósti nokkrir að hreppa ráðherrastöðu,en nú er það fyrir bí.--
Helga Kristjánsdóttir, 9.9.2019 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.