BREXIT fulla ferð. Bretland fer út úr ESB 31. október. Aukinn meirihluti þjóðarinnar styður útgöngu og vasklega framgöngu Borisar Johnsons.

_90076860_thinkstockphotos-526561176Boris Johnson nýr leiðtogi Bretlands nýtur nú sífellt meiri stuðnings almennings, með vasklegri framgöngu sinni og einörðum yfirlýsingum og loforðum um að virða og framfylgja ákvörðun þjóðaratkvæðagreiðslunnar um að Bretland yfirgefi ESB og engar refjar. "No if" - No but" 

Útgangan úr ESB alveg sama hvað, nýtur nú aukins meirihluta Bresku þjóðarinnar samkvæmt nýrri skoðanakönnun The Daily Telegraph. Samkvæmt sömu könnun nýtur Breska þingið sífellt minna fylgis við að reyna að hindra eða stöðva Boris og ríkisstjórn hans við að framfylgja vilja þjóðarinnar. 

Breski Íhaldsflokkurinn er í stefnuskrá sinni algerlega á móti ESB aðild og styður niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2016 um útgöngu úr ESB, þrátt fyrir það er hluti þingflokksins ekki á því máli og það var einmitt ástæðan fyrir því að Teresu May var ýtt til hliðar eftir að hún ítrekað sveik stefnu flokksins og reyndi uppgjafarsamninga við ESB. Þess vegna var Boris Johnson valinn leiðtogi með yfirburða kosningu.

Sama hreinsunin þyrfti að eiga sér stað hér á Íslandi í stærsta borgaralega flokknum, Sjálfsstæðisflokknum þar sem formaðurinn og flokkselítan hefur algerlega svikið grasrótina og stefnu flokksins um að standa gegn ESB aðild og frekara valda afsali til þess apparata.

Áfram Boris Johnson, lifi lýðræðið !1456px-Yukiya_Amano_with_Boris_Johnson_in_London_-_2018_(41099455635)_(cropped)

Ég segi NEI við ESB !

 

 


mbl.is Vilja Brexit sama hvað það kostar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 65694

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband