Er Bjarni Benediktsson orðinn Ragnar Reykás Sjálfsstæðisflokksins ?

hqdefault1150284Formaður Sjálfsstæðisflokksins hélt opinn fund í Valhöll í gær þar sem hann varði ákvörðun sína og flokksforystunnar um að vilja af öllu afli innleiða 3ja Orkupakka Evrópusambandsins. Þetta minnti helst á Nicolay Sjálsesku Rúmeníu forseta þegar hann hélt sínar síðustu ræður í flokkshöll kommúnistastjórnarinnar til að upphefja sjálfan sig og flokkinn sinn, með sinn harðasta stuðnigsmannakjarna á fremstu bekkjunum þó fylgið og þjóðin hefði fyrir löngu yfirgefið hann.

Merkilegt með Bjarna eins og hann er frambærilegur maður sem gæti auðveldlega sópað fylgi til Sjálfsstæðisflokksins ef hann bara þyrði að standa með þjóð sinni og framfylgja stefnu flokksins og kjósenda hans.

Þess í stað er eilíf eftirgjöf og gengið á svig við stefnu og vilja kjósendanna. Landsfundarsamþykktir að engu hafðar og veist með hæðni og hroka að þeim sem vilja standa í ístæðinu.

Forysta Sjálfsstæðisflokksins hefur gengið í björg og hefur tekið upp stefnu Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Evrópumálum.

Bjarni hefur aldrei stundinni lengur getað verið hreinn og beinn þegar kemur að ESB og skýrri afstöðu kjósenda flokksins í andstöðu við það apparat, þá reynir hann alltaf fyrst að taka á sig myndugleik en svo aftur og aftur kiknar hann í hnjáliðunum og snýst heilan hring og dásamar Ícesave, EES og orkupakkana og er kominn í lið með Samfó og Viðreisn.

Minnir óneitanlega ansi  mikið á Ragnar Reykás. 

Ég segi NEI við ESB !


mbl.is Orkupakkinn takmarkað framsal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tek undir það og hef alla tíð verið andstæðingur EES/ESB og er félagi í Heimmsýn. Þetta er góð samlíking með Ragnari Reykás. Vandinn með Bjarna blessaðan er bara sá, að hann er eins og milli steins og sleggju þessa tímana, finnst mér, með flokkinn klofinn á annan veginn og Björn, frænda sinn, og aðra ættingja sína á hinn veginn. Mér virðist einhvern veginn, eins og Björn hafi haft einhver þau áhrif á Bjarna, sem hefur snarsnúið honum til fylgis við orkupakkann, því að Björn, sem ég hélt annars alltaf að væri andsnúinn EES/ESB og var það hér áður fyrr, hefur nú fylgt því liði Engeyjarættarinnar, sem er hlynnt EES/ESB, Valgerði, systur sinni, og Benedikt Jóhannessyni og þeim öðrum, sem hafa mært og dásamað dýrðarlandið í Brüssel sem mest, og vilja endilega keyra okkur þangað inn, þótt þar sé allt í upplausn þessa dagana. Það er í rauninni tragíkómískt, að til sé það fólk hér á Íslandi, sem vill endilega bindast þeim auma félagsskap, á sama tíma og bæði Bretar og aðrir berjast fyrir og vilja endilega komast þaðan út. Ég skil ekki svoleiðis fólk, og skil heldur ekkert í þessum frændum og öðrum í Sjálfstæðisflokknum, sem finnst það ákjósanlegt að binda sig að nokkru leyti við þennan leiðindafélagsskap þarna suður í Brüssel. Ég verð bara að segja það, og lái mér það hver sem vill.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 11.8.2019 kl. 09:52

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Svar við spurningu pistilsins:..Já.

Sigurður Kristján Hjaltested, 11.8.2019 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 65443

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband