Þriðjudagur, 6. ágúst 2019
ESB stefnir nú ríkisstjórn Belgíu fyrir Evrópudómstólnum, fyrir að innleiða ekki tilskipanir og reglugerðir samkvæmt 3ja Orkupakkanum.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins beitir nú ríkisstjórnir aðildarlandanna fullri hörku til að lúta tilskipana- og boðvaldi 3ja orkupakkans í einu og öllu. Lýðræðislega kjörnar ríkisstjórnir skulu hlýða boðvaldi miðstjórnarinnar.
Ríkisstjórn Belgíu hefur nú verið stefnt fyrir Evrópudómstólnum fyrir að hafa ekki innleitt reglugerðir um raforku og gas á réttan hátt. Innleiðingar Orkupakkans heimta skilyrðislaust valdaafsal þjóðríkjanna að eigin orkumálum.
Guðlaugur Þór heldur því fram að samþykkt Íslands á orkupakkanum skipti engu máli og hann sé bæði með belti og axlabönd út af haldlausum fyrirvörum. Það er alveg ljóst að samþykkt 3ja orkupakkans er algert glapræði og Guðlaugur Þór mun fyrr en seinna standa á sviðinu frammi fyrir Evrópska rannsóknarréttinum með allt niður um sig. Mér og flestum mun þá samt standa alveg á sama um buxnaleysi Guðlaugs Þórs, en mér mun ekki standa á sama um að sjálfsstæði og hagsmunir íslensku þjóðarinnar verða fótum troðnir af erlendu dómsvaldi þessa ráðstjórnarapparats sem að lýðræðið og fólkið í landinu hefur ekkert um að segja.
Stefnir Belgíu vegna þriðja orkupakkans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 65694
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Íþróttir
- Guardiola: Gat ekki farið núna
- Ég þoli það ekki!
- Fer alltaf í klippingu hjá Stjörnumanni
- Ég hef engar áhyggjur af þessu
- Fram nálgast toppbaráttuna
- Guardiola samdi til 2027
- Þörf á innisundlaugum á Akranesi og Akureyri
- Viggó óstöðvandi í naumum sigri
- Gerðu landsliðsmarkverðinum skráveifu
- Jafnt í Íslendingaslag City áfram
Athugasemdir
Evrópska rannsóknarréttinum segirðu..!!
Væri ekki nær að hann stæði fyrir
íslenskum dómstólum fyrir tilraun til
"Landráðs" svo vægt sé tekið til orða..??
Sigurður Kristján Hjaltested, 6.8.2019 kl. 18:02
Þú ert iðinn baráttumaður Gunnlaugur I. Sá þig oft á Facebook,sem ég er löt að sækja núna. Takk fyrir þessa frétt.
Helga Kristjánsdóttir, 6.8.2019 kl. 18:30
Framkvæmdastjórn ESB stefnir að því að verða eins og Kínversk stjórnvöld og Norður Kórensk, þar sem svipan er látin dynja á þeim sem hlíða ekki skilyrðislaust.
Tómas Ibsen Halldórsson, 6.8.2019 kl. 19:02
Þessi málatilbúnaðu virðist geta verið eðlilegur ef það er rétt að sami eigandi reki hluta flutningskerfisins og hluta raforkuvinnslunnar í Belgíu eins og fréttir herma. Það gengur ekki á samkeppnismarkaði að vera með samrekstur raforkuflutninga og raforkuvinnslu. Unnt er að sjá þetta skýrt með dæmum úr öðrum þjónustukerfum. Hvað mundu ökumenn leigubíla segja ef tiltekin leigubílastöð ætti hluta af gatnakerfi Reykjavíkur og legði óeðlilega hátt veggjald á hinar stöðvarnar og ökumenn þeirra fyrir að fá að aka þessar götur?
Egill Benedikt Hreinsson, 7.8.2019 kl. 17:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.