ESB forystan herðir á samrunaferlinu. Stefnt að sameinuðu Stòrrìki, United States of Europe !

Ný forysta tekur nù við æðstu stjórn Evròpusambandsins undir forystu þjóðverjans Ursulu von der Leyen, sem taka mun við embætti forseta framkvæmdastjórnarinnar af Jean Claude Juncker. Hún var handvalinn af Merckel þýskalandskanslara með samþykki Macrons Frakklands forseta, aðrir leiðtogar höfðu ekkert eða lìtið um þetta að segja eins og vant er og almenningur er aldrei spurður þegar æðsta forysta sambandsins er handvalinn.

Bùast mà við að hinn nýji forseti standi frekar ì lappirnar við opinberar athafnir en konìaksfyllibittan Juncker, sem bràtt lætur af embætti, en ferill hans var allur með miklum endemum.

En ljòst er að með vali hennar hefur þýsk-franski draumurinn um eitt Stòrrìki Evròpu fengið byr undir báða vængi. Ursula er yfirlýstur og eindreginn Federalisti sem vill gera Evròpu að einu stòrrìki með eigin her og undir stjòrn embættisaðalsins ì Brussel.  Ìslenskir ESB sinnar hafa àvallt þrætt fyrir að ESB stefni ì þessa àtt, þeir geta það ekki leggur.

En vilja þeir nù að Ìsland undirgangist Stòrrìki ESB og afsali sèr fullveldinu og sjàlfsstæðinu til Brussel. Við fòlkið ì landinu eigum rètt à að vita hvort þau stefni enn að þvì að Ìsland gangi þarna inn og missi sjàlfsstæðið?

Eru það ekki landráð ?

1143961


mbl.is Vænta stórra skrefa í átt að sambandsríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ursula von der Leyen, f. 1958, er hörkutól, nánast fædd inn í þýzka og ESB-embættismannakerfið, en er um leið af ættum vellríkra bómullarkaupmanna og plantekrueigenda í Bandaríkjunum (einn þeirra, James H. Ladson, lézt 90 árum fyrir fæðingu hennar og "átti" 200 þræla, þegar þrælahaldið var afnumið með lögum).

Hún ól upp sjö börn sín og tók læknisfræðipróf, en á doktorsritgerð hennar 1991 virðast vera margir ágallar o.fl. vafasamt þar,* þannig að ekki lætur hún sér allt fyrir brjósti brenna, og mega Íslendingar allt eins gera ráð fyrir því, að sem forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins víli hún það ekki fyrir sér að láta tilganginn helga meðalið, þegar það hentar Brusselvaldinu. En ráðherra var hún orðin í Neðra-Saxlandi 2003 og í sambandsstjórninni í Berlín frá 2005.

https://en.wikipedia.org/wiki/Ursula_von_der_Leyen#Education_and_professional_career

Jón Valur Jensson, 8.7.2019 kl. 05:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband