Borgarstjórnin er úti að aka, nú öfugu megin upp Laugaveginn, eins og Bakkabræður. Umferðarmál borgarinnar eru í algjöru lamasessi.

Borgarstjórn Reykjavíkur er haldinn þrálátu einka bílahatri og fær algera falleinkunn í umferðarmálum. Endalausar lokanir og þrengingar gatna sem gagngert eru gerðar til að tefja fyrir eðlilegri bílaumferð, eru óþolandi.

Þessi nýjasta vitleysa þeirra að láta aka upp Laugaveginn að hluta er bara enn eitt skemdarverkið og svona undirbúnings skref í því ætlunarverki þeirra að banna alla bílaumferð um Laugaveg og síðan verður haldið áfram með allan miðbæinn.

Þessi vitleysa minnir á gamla íslenska kvikmynd þegar Bakkabræður komu í bæinn og óku upp Bankastrætið öllum til aðhláturs. 

Þeir Dagur og Hjálmar á hjólinu eru Bakkabræður Reykjavíkur.

Hvernig væri að þeir færu nú að bera sólina í húfum sínum inn í Ráðhúsið !


mbl.is „Fólk er furðu lostið hérna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það er ekki öll vitleysan eins. Það vitum við. Það eru lítil takmörk fyrir því, hvað þessu jólasveinaliði í Ráðhúsinu dettur í hug. Þú mátt heldur ekki gleyma hatri Holu-Hjálmars á bílum. Eins og þú hefur kannske tekið eftir bæði hér í andsvörum mínum í blogginu og í greinum um borgarmálefnin í blaðinu, þá kalla ég þetta lið aldrei annað en jólasveinaliðið og álfa út úr hól, því að þetta er lítið annað, enda munum við nú, að í gamla daga þóttu jólasveinarnir nú ekki beinlínis vaða í vitinu. Það kemur því ekki til af neinu, að fólk er kallað jólasveinar, ef það er eins og fábjánar, talar eins og hagar sér eins. Þetta er algerlega fyrir neðan allar hellur, sem er að gerast hérna í Reykjavík. Ég get ekki sagt annað. Það liggur við, að maður sé orðlaus hreint yfir þessu öllu. Ég er farin að segja í anda mömmu hans Gutta: "Almáttugur, en sú mæða, að þurfa að hafa þetta lið alltaf yfir sér." - Mál er að linni, en því miður virðist Dagur vera orðinn eins og afrísku og suðuramerísku leiðtogarnir, sem vilja heldur láta bera sig út með valdi eða skjóta sig ella, en yfirgefa valdastólana sjálfviljugir. Því miður fyrir okkur. Það er því erfitt að sjá fyrir, hvar þetta endar.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.6.2019 kl. 23:09

2 identicon

Það yrði fróðlegt að senda allan meirihlutann í tölvusneiðmynd eða MRI á LSH til að athuga hvað er að gerast í heilabúinu á þessu fólki sem situr í meirihlutanum í borgarstjórn. Þetta getur ekki verið eðlilegt. Þetta sem verið er að gera með einkabílinn á Laugarveginum núna skiptir formann umhverfis og skipulagsráðs engu máli þar sem hún á ekki bíl og fer allra sinna erinda í göngufæri frá heimili sínu. ÞAÐ ERU EKKI ALLIR SVO HEPPNIR. Ætli manneskjan ætti nú ekki að kynna sér aðstæður hjá fólki sem býr ekki í 101 áður en hún fer að taka ákvarðanir sem snerta annað fólk en hana sjálfa.

Tryggvi Rafn Tómasson (IP-tala skráð) 15.6.2019 kl. 02:29

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Bakkabræður eiga það ekki skilið að vera líkt við þetta "lið"!!

Sigurður I B Guðmundsson, 15.6.2019 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband