Þjóðhátíðardagurinn 2019 haldinn í skugga valda- afsals í orkumálum þjóðarinnar. Svik stjórnmála- og embættiselítunnar vofir nú yfir þjóðinni með innleiðingu 3ja Orkupakka ESB.

Þjóðhátíðardagurinn 17 júní hefur allt frá árinu 1918 verið einhver stærsti og hátíðlegasti dagurinn í lífi íslensku þjóðarinnar bæði til sjávar og sveita.

Sameinuð af sannri eindrægni og fölskvalausri ást á landi okkar og þjóð hefur fólkið í landinu haldið hátíðlega saman þjóðhátíð, veglega fjölskyldu hátíð þar sem þjóðmenningin er í heiðri höfð og allir háir og lágir hafa fagnað og tekið höndum saman hvar í stétt eða stjórnmálum þau annars stóðu og sameinast um að sækja fram þjóðinni allri til heilla og verja af alefli sjálfsstæði þjóðarinnar, sameinuð og allir sem einn.

En nú er þjóðhátíðardugurinn 17 júni vart orðinn svipur hjá sjón. Yfirvöld Reykjavíkurborgar sérstaklega og reyndar landsins alls virðast skipulega hafa unnið að því að taka þennan dag niður og gera lítið úr honum, smækka hann, þjóðmenningin eða föðurlands ást eru nú nánast skammaryrði.

Orkupakki ESB nr. 3 vofir nú yfir þjóðinni eins og svartur skuggi. Stjórnmálastéttinn íslenska er eins og liðið lík sjálfsstæðis baráttunnar og  telur sig frekar eiga að fylgja tilskipunum embættisvaldsins í Brussel frekar en lýðræðisins og hagsmuna sinnar eigin þjóðar.

Til hvers var barist í þúsund ár ?

Við skulum samt alls ekki gefast upp við skulum  berjast fyrir sjálfsstæði íslensku þjóðarinnar.

Áfram Ísland !

Gleðilega þjóðhátíð kæru íslendingar

17.juni2012_saudarkroki-800x588


mbl.is Víða væta á þjóðhátíðardegi Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Flott grein hjá Sigmundi Davíð í Mogganum í dag: Spurning dagsins. Þið eruð sammála eins og flest allir. 

Sigurður I B Guðmundsson, 17.6.2019 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 16
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 65433

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband