Miðvikudagur, 27. mars 2019
Svik stjórnmála elítunnar í Bretlandi við að framfylgja BREXIT eru skelfileg. Aldrei stóð til að virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar ef Bretar kysu "Leave"
Það hefur verið sorglegt að horfa uppá það hvernig lýðræðisleg niðurstaða Bresku þjóðarinnar um að yfirgefa Evrópusambandið og taka yfir stjórn eigin mála hefur verið fótum troðinn og lítilsvirt af Brussel valdinu og hinni meðvirku pólitísku valda elítu Bretlands.
Það var löngu vitað að á Breska þinginu sitja 2/3 þingmanna sem vilja vera áfram í ESB en aðeins 1/3 sem vill raunverulega framfylgja lýðræðislegri niðurstöðu þjóðarinnar um að Bretar segðu skilið við sambandið. Það var því borin von að þessu liði tækist að virða lýðræðislegan rétt þjóðarinnar. Þessi svik gætu haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir lýðræðið og traust almennings til stjórnmálastéttarinnar!
Hvað ætli RÚV og íslenskir fjölmiðlar hefðu sagt ef 52% íslensku þjóðarinnar hefðu kosið í stærstu þjóðaratkvæðagreiðslu þjóðarinnar að við ættum að ganga í ESB, en þremur árum seinna væri alþingi búið að gera út um það með svikum og undirmálum ?
Ég er hræddur um að RÚV, Stundin og Kjarninn væru að fara á límingunum, jafnvel að málið yrði kært til Mannréttindadómstóls í Brussel !
Telja að þingið sé að reyna að stöðva Brexit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 65694
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.