Frelsisflokkurinn styður þögul friðsöm mótmæli á Austurvelli. No Borders samtökin hafa breytt Austurvelli í hælisleitenda tjaldbúðir.

Frelsisflokkurinn styður þögul og friðsöm löglega boðuð mótmæli á Austurvelli í dag laugardaginn 16. mars kl. 13.00 til 14 gegn uppvöðslusemi No Borders samtakanna og hópi ólöglegra hælisleitenda sem hafa nú í 3 sólarhringa lagt undir sig Austurvöll með ólögmætum og ófriðsamlegum hætti og röskun á alls herjar reglu og almanna friði. Kröfur þeirra á hendur stjórnvöldum er uppvöðslusemi og frekja sem ekki á að láta undan.

Það er Íslenska þjóðfylkingin sem boðar til fundarins en þangað eru allir velkomnir til að tjá hug sinn og stjórn Frelsisflokksins tekur heils hugar undir með fundarboðendum og fullt samkomulag er við ÍÞ að við látum gamlar væringar ekkert trufla samstöðuna. Það er enn, skoðana, tjáninga- og fundafrelsi í landinu, eða gildir það kannski bara um góða fólkið með "réttu" skoðanirnar ?

Við mættum á Austurvöll síðsumars árið 2016 til að mótmæla nýrri innflytjendalöggjöf sem hefur galopnað landið okkar og reynst mjög illa og kostað skattgreiðendur og velferðarkerfið okkar milljarða og allt stefnir í óefni og öngþveiti ef enn á að losa um.

Mér er enn í fersku minni andúðin og andlega og líkamlega ofbeldið sem hópur aktívista menningarmarxista og æstra fjölmenningar sinna sýndi okkur þarna, það átti að valta yfir okkur og flæma okkur burt af Austurvelli með öskrum og ofbeldi, ráðist var að okkur, hrækt framan í okkur og skilti rifinn af okkur og þau mölbrotinn og tröðkuð niður í svörðinn á Austurvelli. 

Ég legg því mikla áherslu á að við sínuum friðsemd og háttvísi. Förum vinsamlega að öllum fyrirmælum lögreglu og ögrum ekki þeim sem fyrir eru á staðnum. Höldum þétt hópinn og svörum ekki ókvæðisorðum sem að okkur verður beint. Sýnum Austurvelli og viðkvæmum vorgróðrinum virðingu, forðumst að trampa á grasinu og moldinni. Fyrir okkur er Austurvöllur hjarta höfuðborgar Íslenska lýðvedisins en hefur nú verið hertekinn af últra fjölmenningar aktívistum sem þar hafa slegið upp tjaldbúðir og vilja svínbeigja stjórnvöld undir vilja sinn.

Við erum hvorki vont fólk eða fasistar, við erum venjulegt fólk og við viljum gjarnan hjálpa og aðstoða fátækari hluta heimsins og að Ísland leggi eitthvað af mörkum til að gera heiminn betri. En við getum ekki breytt landinu okkar í alheims hælisleitenda miðstöð.

Við erum ekkert að fara fram á einhverjar öfgar aðeins að við lærum af þeim mistökum sem nágranna og vina þjóðir okkar í Evrópu hafa gert í innflytjendamálum.

Við gætum til dæmis alveg fallist á að horfa til Danmerkur og þeirra ströngu innflytjenda stefnu sem þeir nú framfylgja og eins konar þjóðarsátt hefur náðst um þar í landi. 

Ég skora á venjulegt fólk að mæta á Austurvöll í dag.


mbl.is Mótmælin halda áfram á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Gunnlaugur.

Það er nú hálf grátbroslegt að þú afsakir þig og þína fyrir þjóðernislegar tilfinningar og undirstrikir að þið séuð hvorki illmenni né fasistar, eins og einhver ástæða væri til þess.

Ég veit að þið og íslenska þjóðfylkingin eruð einungis löghlýðnir föðurlandsvinir sem eruð orðnir langþreyttir á hinu viðurstyggilega ástandi bæði innan veggja Alþingishússins við Austurvöll, sem utan - þeirri spillingu og sora sem þjóðinni er boðið upp á í sívaxandi mæli.

Jónatan Karlsson, 16.3.2019 kl. 11:26

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Rétt.  Það þarf ekkert að afsaka þjóðernishyggju.

Ásgrímur Hartmannsson, 17.3.2019 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 65477

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband