Það eru enginn lög í landinu sem segja að aðildarviðræður við ESB skuli vara um aldur og ævi !

Það er merkilegur hroki í þeim sem virðast halda það að þingsályktunartillaga nokkurra fyrrverandi stjórnarþingmanna sem reyndar flestir eru fallnir út af þingi skuli vara um alla eilífð og sé ósnertanleg heilög kú.

Þessi þingályktun um ESB aðildarviðræður sem reyndar var ekkert annað en viljayfirlýsing þessara þingmanna og þáverandi ríkisstjórnar. Auk þess var tillagan þvinguð í gegn með einhverjum stærstu kosningasvikum og þvingunum á þingmönnum VG sem sögur fara af.  Sömu þingmenn höfnuðu því líka ítrekað að þjóðin fengi beina aðkomu að málinu.

Það er ekkert í lögum landsins eða stjórnarskrá sem segir það að þessar aðildarviðræður skuli vara um aldur og ævi og séu ósneratanlegur og heilagur gerningur þessa fyrrverandi þings.

Reyndar eru engar viðræður í gangi því þær strönduðu fyrir meira en tveimur árum í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar vegna andstöðu ESB sjálfs við þá fyrirvara sem Alþingi hafði sjálft sett í sjávarútvegsmálum.   

Vorið 2013 var gengið til kosninga og þáverandi stjórnarflokkar Samfylking og VG guldu sögulegt kosninga afhroð fengu samanlagt aðeins 16 þingmenn af 63, en höfðu áður haft 34 þingmenn. 

Núverandi Ríkisstjórn er meiri hluta stjórn tveggja flokka hún er á móti ESB aðild studd af landsfundum beggja stjórnarflokkanna. Það væri algerlega á móti lýðræðinu og þingræðinu að þessi stjórn færi að framfylgja strandaðri stefnu fyrrverandi rikisstjórnar í ESB málinu eða utanríkismálum yfirleitt !  


mbl.is „Gunnar Bragi fullkomlega úti að aka“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 65460

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband