Ásmundur hrópaður niður af öskuröpum Rétttrúnaðarkórsins !

Þingmaðurinn sagði ekkert meira en það að hann spurði aðeins hvort að það þyrfti ekki að ræða þessi mál og hvort við þyrftum ekki á alveg sama hátt og öll nágrannalöndin í kringum okkur hafa gert og eru að gera í enn frekara mæli að auka á eftirliti og aðgæslu með grunsamlegum Islamistum og herskáum hópum þeirra í samfélögum sínum.

Afhverju skildum við ekki vilja gæta sama öryggis hér, þó á minni skala sé.

Sjálfur hafði formaður Múslima á Íslandi Salman Tamimi miklar áhyggjur af þessu á haustdögum 2010, en þá fór hann til lögreglu og sagði þeim að hann óttaðist mjög að öfgasinnaðir Islamistar kynnu að reyna að smygla sér til landsins.

Salman Tamimi var ekki hrópaður niður sem rasisti með þessar áhyggjur sínar.

Salman Tamimi hélt því líka fram í nýlegum útvarpsþætti að við værum í mikilli hættu að verða fyrir árás þessara hryðjuverka af því að í byrjun þessarar aldar hafði Ísland stillt sér upp með USA og flestum hinna vestrænu ríkja í deilu þeirra við harðstjórann Sadam Hussein. 

Nú er ráðist að miklu offorsi að Ásmundi úr öllum áttum og hann sakaður um útlendingahatur og Islamista fóbíu, en hvað þá með sjálfan formann Múslima á Íslandi, sem var og miklu frekar að lýsa yfir ógn og hættu sem við kunnun að búa við frá þessum hópum Islamista ?

Hvað líka með okkar helstu nágranna sem gera þetta allt og það í vaxandi mæli. það er fylgjast með einstaklingum og hópum Islamista, það  sem Ásmundur vildi aðeins ræða hvort við þyrftum ekki líka að einhverju leyti að huga að til að gæta öryggis okkar.

Það er orðið stutt í að tjáningarfrelsinu og málfrelsinu á Íslandi stafi veruleg ógn af þessum endalausa rétttrúnaði sem á sér vart hliðstæðu í vestrænum heimi nema ef vera skyldi í Bandaríkjunum á tíma Mcchartys þegar þeir sáu hættulega kommúnista alls staðar.  


mbl.is SUS fordæmir ummælin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 65531

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband