Laugardagur, 23. mars 2013
Undansláttur frá skýrri ESB andstöðu Landsfundar !
Alveg er makalaust hvernig forysta Sjálfsstæðisflokksins með formann og varaformann í broddi fylkingar lætur hrekja sig stöðugt af leið og gengur nú gróflega á bak skýrum samþykktum Landsfundar Sjálfsstæðisflokkins um andstöðu við ESB og að slíta beri aðildarviðræðunum og áróðursmála skrifstofu ESB beri að pakka saman.
Ekki ætti að hefja aðildarviðræður aftur nema þá því aðeins að fyrir lagi að meirihluti þjóðarinnar hefði samþykkt það í þjóðararatkvæðagreiðslu. Punktur.
Landsfundur Sjálfsstæðisflokksins er æðsta lýðræðislega stofnun flokksins og samþykktir hans í megin málum ættu auðvitað að vera leiðarljós forystunnar.
Lítilþægir forystumennirnir láta lítinn en háværan minnihluta hrekja sig af leið skýrrar stefnu í þessum málum.
Þessi háværi minnihluti nýtur að vísu gríðarlegs stuðnings helstu fjölmiðla landsins, þar á meðal allra fréttamiðla RÚV og einnig hóskóla- og sérfræðingaelítunnar og fleiri aðila.
En þessir aðilar hafa farið þvílíkum hamförum gegn þessari grundvallar stefnu flokksins sem samþykkt var með yfirgnæfandi meirhluta af fulltrúum Landsfundarins.
Nú er ekkert talað um að slíta eig aðildrviðræðunum, heldur aðeins óljóst talað um að hafa einhvers konar þjóðaratkvæðagreiðslu einhvern tíman á næsta kjörtímabili. Ekkert er talað um að láta loka þessari áróðursmálabúllu Evrópusovétsambandsins sem hér spúir áróðri og fjármunum yfir samfélagið ESB til dýrðar.
Það sýnir sig enn og aftur að stjórnmálelíta allra flokka og allra landa er sérlega svög og veik fyrir öllum svona ráðstjórnar kerfislausnum eins og ESB elítan boðar. Fjölmiðlafólk allra landa er líka mjög illa haldið af þessari veiki.
Við sannir andstæðingar ESB aðildar viljum stöðva þessar umboðslausu ESB aðildarviðræður nú þegar.
Við þurfum að þétta raðirnar þvert á alla stjórnmálaflokka.
Enginn skattlagt sig úr kreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er munur á hvað landsfundur Sjálfstæðismanna ákveður og hvað þjóðaratkvæðagreiðsla ákveður. Annars vegar er það stefna flokks og hins vegar vilji þjóðar. Get ekki annað séð en að þetta sé í réttum farvegi að láta það í hendur lýðræðisiins að taka ákvörun um að slíta viðræðum. Það væri skýrasta afstaðan.
Kv.
Haukur Baukur, 23.3.2013 kl. 15:20
Það virðist vera orðinn fastur siður hjá forustu Sjálfstæðisflokks að ganga þvert gegn samþykktum Landsfundar. Varla getur verið neinn vafi um hvað eftirfarandi samþykkt merkir, eða skilur Bjarni ekki mannamál:
Fyrri helmingur samþykktarinnar segir að aðlögun skuli hætt og sá síðari að samningar um aðlögun skuli EKKI teknir upp aftur nema þjóðarkönnun sýni meirihluta þjóðarinnar fyrir aðlögun.
Nú segir Bjarni Benediktsson að Sjálfstæðisflokkur muni í ríkisstjórn beita sér fyrir að þjóðarkönnun um ESB-samning fari fram á fyrri hluta nærsta kjörtímabils. Morgunblaðið segir:
Hvað merkir "umboð fyrir þjóðina". Ekki er hægt að draga aðrar niðurstöður af orðum Bjarna, en eftirfarandi:
Loftur Altice Þorsteinsson.
Samstaða þjóðar, 24.3.2013 kl. 08:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.