Litla Samfylkingin og BF - Haltur leiðir staurblindan og vilja báðir inn í ESB !

Guðmundur Steingrímsson er ekki gamall maður en eftir að hafa verið í þremur stjórnmálaflokkum á stuttum tíma þá er hann er nú þegar orðinn eldgamall í flokkapólitíkinni og valdabröltinu.
Enda er Guðmundur fæddur inn í þá valda elítu kreðsur með silfurskeið í munni.
Hann byrjaði í Samfylkingunni sem klaufskur og litlaus tæknikrati, en hröklaðist svo þaðan yfir í Framsókn þar sem hann taldi að völdin væru sér í blóð borin. Á þeim tíma var Framsókn á góðri leið með að glata uppruna sínum og sérkennum og breytast í annan svona litlausan tæknikrata flokk eins og Samfylkinguna.
Þegar Guðmundi varð ljóst að Framsókn ætlaði að spyrna við fótum og ekki að ganga þessa leið tækifæris mennsku og glötunar þá ákvað hann í samstarfi við vini sína og félaga í Samfylkingunni að stofna svona eins konar hjáleigu frá Samfylkingunni til þess að reyna með öllum mögulegum ráðum að afvegaleiða þjóðina inn í Sovétríki Evrópusambandsins.
 
Þjóðin mun átta sig í tíma á því að framboð Guðmundar Steingrímssonar er umbúðir án alls innihalds og framboðið hefur ekkert nýtt fram að færa í íslenskum stjórnmálum - nema ESB trúboðið og að vera hækja og bergmál Samfylkingarinnar í þeim málum.
 
Það getur vel verið að Guðmundi takist með trúðslátum og svo að ná í einhverja hinna sárafáu úr öðrum flokkum sem að styðja ESB- aðild.
En ef BF fær nægt fylgi til þess að ná inn þingmönnum þá verður sá gerfisigur fyrst og fremst á kostnað höfuðbólsins það er Samfylkingarinnar.
 
Því verður að telja fylgi greitt BF sem innistæðu á samstæðureikningi Samfylkingarinnar eftir kosningar. 
 
Forðumst svona lélegar eftirlíkingar ! 

mbl.is „Er þetta flókið?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband