Fimmtudagur, 2. ágúst 2012
EVRU skuldavandinn - Enn ein innistæðulausa heimasoðna naglasúpan misheppnast og markaðirnir fúlsa við !
Eftir u.þ.b. 50 neyðarfundi ESB/EVRU apparatsins undanfarin tvö ár, og heitingar um margboðaðar stór aðgerðir til bjargar EVRU skulda vafningnum.
En samt allt kemur fyrir ekki EVRU svæðið eru áfram í hroðalegri niðursveiflu, mjög miklum efnahagssamdrætti, heimsmeti í atvinnuleysi sem sífellt fer vaxandi og verandi nú orðið versta og hættulegasta hagvaxtarsvæði heimsins, sem ógnar nú öllu heilbrigðu efnahagslífi alls heimsins.
Þá reynir nú samt valda Elítu klíkan í Brussel með ECB bankann í broddi fylkingar enn einu sinni nýjar sjónhverfingar til að þykjast vera að laga ástandið, sem til að byrja með átti reyndar aðeins að vera minniháttar hnökrar á hinni "fullkomnu mynt" og hinu "fullkomna stjórnkerfi" Sovétríkja Evrópusambandsins.
Almenningur aðildalanda ESB/EVRU sambandsins sem haldið hefur verið í sívaxandi spennitreyju ruglsins er nú meira en komin að sársauka þolmörkunum og hvort sem það verður markaðurinn eða almenningur sjálfur sem að lokum brýtur þetta handónýta stjórnsýslubákn á bak aftur og sprengir í loft upp þennan hættulegasta elítu gjaldmiðil veraldar, því betra fyrir almenning og efnahag þessara þjóða.
Að Ísland skuli enn vera með umsókn í gangi um að gerast aðili að þessu vesæla og deyjandi stjórnsýsluapparati er með öllu óskiljanlegt og í algerri og ítrekaðri mótsögn við vilja stærsta hluta þjóðarinnar, sem vill ekkert með ESB/EVRU aðild hafa að gera.
Þessu Brussel blindflugi og ESB martröð íslensku þjóðarinnar mun sem betur fer, senn linna þegar Samfylkingar ómyndin og allt þeirra hyski verður sent út í ystu myrkur.
Byrjar aftur að kaupa skuldabréf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 65694
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Því miður vegna bilunar hjá Hotmail þá er enn ekki hægt að gera "comment" við blogggreinar mínar hér.
En öllum sem eru mér nokkuð eða mjög sammála geta sýnt mér og málsstaðnum stuðning og "líkað við" með því að klikka á "like"
Ég vil þakka fyrir mörg svoleiðs skilaboð á þessa og undanfarnar blogggreinar mínar.
Gunnlaugur I., 2.8.2012 kl. 17:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.