Mánudagur, 23. júlí 2012
75% Norðmanna gegn ESB aðild. Þeir þurfa ekkert að "kíkja í ESB pakkann" til að hafa eindregna afstöðu !
Íslenskir ESB aðildarsinnar segja oft við okkur sem höfum fyrir löngu síðan lýst með sífellt sterkari rökum megnustu andúð okkar á því að þjóðin gangi í ESB að í raun getum við ekkert leyft okkur að hafa þessa "óábyrgu" afstöðu af því að við vitum ekkert hvað gæti leynst í pakkanum.
Norðmenn sem í tvígang síðast 1994 höfnuðu ESB aðild, hafa ekkert sótt um aðild síðan og um það er þegjandi samkomulag í Norsku þjóðfélagi, þar sem að allar götur síðan hefur verið gríðarleg andstaða við ESB aðild og nú er svo komið að stuðningur við aðild er sáralítill eða nánast enginn.
Aðeins 17,2 Norðmanna vilja nú inngöngu en 75% eru andvígir inngöngu sem þýðir að 92% Norðmanna taka einarða afstöðu með eða á móti ESB aðild. Aðeins 8% taka ekki afstöðu eða eru hlutlausir.
Þetta eru reyndar ekkert óáþekkar tölur og byrst hafa okkur hér undanfarin 1 til 2 ár um gríðarlega og vaxandi andstöðu íslensku þjóðarinnar við ESB aðild og eins og í Noregi fáir eru þar hlutlausir.
Það þarf því auðvitað alls ekkert að vera að "kíkja djúpt ofan í ESB pakkann" - hvað þá standa í margra ára rándýrum aðildar- og aðlögunraviðræðum eins og við íslendingar höfum nú gert til þess að almenningur hjá jafn vel upplýstum þjóðum eins og Noregs og Íslands geti tekið einarða og upplýsta afstöðu um það hvort að landið þeirra eigi að ganga í ESB eða ekki.
Þjóðin sem situr gegn vilja sínum innanborðs í þessu langflugi þarf að stöðva þetta stórhættulega blindflug til Brussel strax og snúa vélinni við.
Flugstjórinn í þessu glórulausa ESB-helflugi er Össur Skarphéðinsson og hann getur aldrei lent flugvélinni ólaskaðri á Brussel völlum.
Því hann hefur ekki "hundsvit á því - ekki frekar en hann hefur heldur alls "ekki hundsvit á efnahags- og peningmálum", eins og hann sagði eiðsvarinn í Rannsóknarskýrslu Alþingis.
75% Norðmanna vilja ekki í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 65694
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
- Skutu langdrægri eldflaug í átt að Úkraínu
- Flækingshundar auka áhuga á pýramídum
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust
Athugasemdir
Ég bið lesendur mína og kommentera hér að athuga að kommenta kerfið hjá mér er bilað eða öllu heldur hotmailið mitt, þannig að ég get ekki sýnt komment sem þið hugsanlega skrifið nema að þið séuð sem kallað er innskráð. Þið getið hinns vegar "líkað þetta" ef þið viljið. k.kv. Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I., 23.7.2012 kl. 16:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.