Yfirgangur og hótanir ESB í makríl deilunni eru svívirðilegar ! Sami yfirgangur sýnir sig í ICESAVE deilunni !

Ekki bjóst ég við því að það kæmi að því að ég tæki heilshugar undir einarðan málflutning formanns Sjálfsstæðisflokksins.
 
En það geri ég svo sannarlega nú.
 
Yfirgangur og hroki ESB Ráðstjórnarinnar í Brussel gagnvart okkar þjóð er með þvílíkum ólíkindum !
 
Slítum þessum aðildarviðræðum við ESB apparatið þegar í stað.
 
Rekum þessa áróðursmála fígúru, þennan svokallaða sendiherra ESB og allt hans hyski úr landi og látum einnig loka ESB áróðursmálastofu þessa sama fjandsamlega valdaapparats.
 
Það er meira en nóg komið ! 
 
ESB stjórnsýsluapparatið er hvort sem er sökkvandi skip og þjóð okkar hefur þar ekkert að sækja !
Nema eymd og volæði, lýðræðisleysi og gríðarlegt atvinnuleysi !

mbl.is Framganga ESB einkennist af yfirgangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, hvað höfum við að gera inn í samtök sem verja með kjafti og klóm hagsmuni sinna meðlima?

sigkja (IP-tala skráð) 20.4.2012 kl. 19:14

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

"Sinna meðlima segir þú" Það er nú ekki sama hverjir það eru ! Þeir hafa ekki varið hagsmuni Grikkja hingað til!

Gunnlaugur I., 20.4.2012 kl. 19:23

3 identicon

Um 22 þúsund milljarða króna (130 milljarðar evra) björgunarpakki fyrir um mánuði síðan til að forða Grikkjum frá gjaldþroti telst náttúrulega ekki með. Heldur ekki pakkinn sem Grikkir fengu 2010.

Sjálfur hefði ég vel getað þolað björgunarpakka sem hefði komið í veg fyrir að lán heimilanna hefðu margfaldast. Hefur þú heyrt um einhver mótmæli í Grikklandi vegna þess að fólk er að missa heimili sín? Ekki ég. En það varð víst allt vitlaust í Aþenu vegna þess að það á að fækka þeim sem eru á jötunni hjá ríkinu og ríkið þurfti að samþykkja aðhald í fjármálum.

Hér missir fólk heimili sín en ráðamenn rífast um næstu jarðgöng og hneykslast á ESB fyrir að gæta hagsmuna ESB sjómanna og ESB almennings og þvingi ráðamenn ríkja til að vinna sína vinnu en velta ekki vandanum yfir á almenning. 

Það versta sem valdasjúkir Íslenskir ráðamenn geta hugsað sér er að missa valdið til að níðast miskunnarlaust á Íslenskum almenningi. Það versta sem valdasjúkir Íslenskir ráðamenn geta hugsað sér er aðhald ESB.

Lýðræði er lítils virði þegar þú færð bara að velja hver landa þinna sparkar í þig.

sigkja (IP-tala skráð) 20.4.2012 kl. 21:48

4 Smámynd: Elle_

Kemur þessi Brusselvinnumaður ´sigkja´ eina ferðina enn og ver þetta yfirgangsveldi.  Og hefur gert það LENGI og barist fyrir ICESAVE.   Nokkurs konar ´Ásmundur´ og hefur farið víða verjandi þetta veldi.  Skömm að þeim.  Hinsvegar er ég 100% sammála pistlinum, Gunnlaugur.

Elle_, 20.4.2012 kl. 23:27

5 Smámynd: Sólbjörg

Teku undir með þér Gunnlaugur: "sinna meðlima" hvað". Atvinnuleysið í Frakklandi vex stöðugt, samt er Frakkland með stærstu ríkjum ESB. Heimilislausum fjölgar svo mjög að það sést vel á götum úti - engar úrbætur en það vantar ekki að skattar eru hækkaðir.

Sólbjörg, 20.4.2012 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 65485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband