Fimmtudagur, 19. apríl 2012
Allt gott og gillt - En hvað með ESB Ari Trausti ? Ef þú sneyðir hjá því stóra máli þá er framboð þitt merkingarlaust !
Allar fallegar og gildishlaðnar yfirlýsingar þínar um alþjóðlegt samstarf á sviði jarðfræði og menningar eru algerlega marklausar ef að þú segir okkur ekki refjalaust afstöðu þína til ESB aðildar þjóðarinnar.
Ég hugsa að ég væri alveg til í að kjósa þig ef að þú svaraðir þessari spurningu afdráttarlaust og eins og meiri hluti þjóðarinnar svo sannarlega vill.
Allt annað er bara bla, bla, bla, og algerlega merkingarlaust og þar fiskar þú í gruggugu vatni !
Vanur erfiðum verkefnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 65694
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hafa hinir frambjóðendurnir gert það?
Skúli (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 16:07
Ég er sama sinnis. Svar við þessu, þarf frá öllum frambjóðendum.
Jóhanna (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 16:27
Ég held að þið séu að misskilja framboð hans algjörlega...
Ólafur Ragnar er pólitískur forseti og þið erum greinilega orðnir of vanir pólitískum forsetum...
Í umræðunni núna eru frambjóðendum stillt upp sem fulltrúum hins eða þessa stjórnmálaflokks og með eða á móti ESB...
Ari Trausti kynnir sig greinilega sem ópólitískan valmöguleika til forsetaembættisins... Einsog Vigdís var...
Þannig að hann mun skrifa undir hvað sem er sem forseti, einsog Vigdís gerði, svo lengi sem meirihluti Alþingis eða þjóðarinnar leggur það fyrir hann...
Eða svoleiðis skil ég hann allavega...
Sævar Óli Helgason, 19.4.2012 kl. 17:10
Það er aðalatriði forsetans, að vera traustsins verður, þegar kemur að því að verja eða framselja lýðræðið. Allir frambjóðendur verða að sýna þá ábyrgð að segja hug sinn, og ekki síður hug stuðningsmanna sinna, til ESB.
Það er ekki mögulegt að sigla þegjandi framhjá aðalatriðinu, án alvarlegra afleiðinga. Það er samfélagslegt verkefni okkar allra að gera okkar besta til að bæta siðferðið. Þöggunin kom okkur í þann vanda sem við nú glímum við, með verdun spillingarinnar blómstrandi. Þar af leiðandi er efst á leiðréttingarlistanum að snúa frá þöggun og yfir í opið og lýðræðislegt samfélag. Þar verður að taka fyrsta skrefið að bættu siðferði.
Við getum ekki sloppið við að takast á við rót vandans, því þá lendum við bara aftur á byrjendareit, með enn alvarlegri lýðræðis og mannréttinda-skerðingu en orðið er.
Þessi Ari Trausti virðist vera heilsteypt persóna, en jafnvel heilsteyptar persónur er hægt að afvegaleiða, af ó-heilsteyptum persónum og valdakerfi.
Það eina sem virkar til góðs er heiðarleiki og hreinskilni.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.4.2012 kl. 17:30
Það hefur einn frambjóðanid sýnt það klárlega í verki hvar hann stendur. Það er forsetinn okkar Ólafur Ragnar Grímsson.
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 17:53
Afstaða forseta til inngöngu í ESB skiptir ekki neinu máli því sú ákvörðun verður alltaf í höndum þjóðarinnar sama hvað hver segir og ekkert meira með það.
Emil Hannes Valgeirsson, 19.4.2012 kl. 18:31
Afstaða forseta okkar getur skipt verulegu máli, t.d. ef að þingið reynir að koma ESB innlimun í gegn án þess að meirihluti þjóðarinnar sé samþykkur því.
En einmitt er núverandi umsókn að ESB aðeins rágefandi en alls ekki bindandi fyrir þjóðina !
Gunnlaugur I., 19.4.2012 kl. 19:23
Emil. Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla hefur sama vægi og skoðanakönnun. Það þarf ekki að fara eftir henni. Þar með er komin sprunga í lýðræðislegan vilja, sem ekki stenst réttlátt lýðræðið.
Þannig eru staðreyndirnar, og ekki hægt að togast á um þær á neinn hátt. Horfumst í augu við staðreyndir, og hættum öllum blekkingum. Það er mjög mikil spilling í íslenska embættismanna-kerfinu og hjá ríkisstjórninni.
M.b.kv.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.4.2012 kl. 19:28
Ísland mun samt ekki gerast aðili að ESB án þess að það sé vilji þjóðarinnar. Ríkisstjórn mun aldrei komast upp með slíkt.
Emil Hannes Valgeirsson, 19.4.2012 kl. 19:36
Það má vel vera rétt hjá þér Emil Hannes og vonandi að svo sé, en sam ekki alveg öruggt.
Alla vegana ekki meðan við eigum jafn falska og og fláráða stjórnmálamenn og Össur Skrarphéðinsson !
SEM SVÍVAST EINSKIS !
Gunnlaugur I., 19.4.2012 kl. 19:49
Það veit enginn hvað ÓRG gerir við þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.4.2012 kl. 12:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.