Dauðadæmt - Síðasta vígi ESB- trúboðsins á Íslandi er kolfallið !

Það er fagnaðarefni, því hvað oft hafa ekki sérstakir ESB trúboðar Samfylkingarinnar barið sér á brjóst og þóst vera að sækja um aðild í nafni og fyrir hagsmunum og vilja atvinnulífsins.
 
Nú er komið í ljós að andstaðan við ESB aðild meðal félagsmanna SI er gríðarlega afgerandi eða 68,8% félagsmanna (SI) Samtaka Iðnaðarins eru andvígir ESB aðild, þar sem 26.7% félagsmanna svara spurningunni  
Þetta er svipuð afgerandi ESB andstaða eins og mælst hefur undanfarið meðal þjóðarinnar allrar.
 
Það má hiklaust hæla forystu SI fyrir að láta gera svona lýðræðislega könnun á afstöðu félagsmanna sinna.
 
Forysta SI hlýtur nú að taka niðurstöður svona skýrrar og afgerandi könnunar mjög alvarlega og snúa nú algerlega við blaðinu.
Annaðhvort með því að fara að vilja mikils meirihluta félagsmanna sinna og berjast opinberlega gegn ESB aðild.
Eða þá í versta falli alla vegana hafa alls engar opinberar skoðanir eða meiningar á afstöðu forystunnar til ESB aðildar.
 
Nú eru orðið ljóst að öll samtök atvinnuveganna er orðin andsnúinn ESB aðild.
 
Á hröðu undanhaldi ESB trúboðsins á Íslandi er nú aðeins eitt raunverulegt vígi, sem enn er eftir og það er "Fílabeinsturn ASÍ Forystunnar" sem reyndar hefur alltaf stundað ESB áróður sinn algerlega umboðslaust, enda forystan lifað í áratugi í sínum eiginlega fílabeinsturni praktuglega og gjörsamlega úr öllum tengslum við hinar vinnandi stéttir.
 
Það er nú komin tími til að ASÍ láti gera almenna könnun með stóru úrtaki meðal allra félagsmanna sinna um afstöðu þeirra til ESB aðildar.
 
Efast samt um að þeir vilji eða þori það og vilji bara áfram lifa í sínum sýndarveruleika praktuglega og þyggja áfram allar fríu boðsferðirnar til Brussel og búa í svítunum á 5 stjörnu ESB hótelunum.
 
Nú er komin tími til að Ríkisstjórnin og þingið átti sig á því að þessi ESB umsókn er dauðanum dæmd og hefur ekkert gert annað en kosta þjóðina ógrynni fjár og fyrirhöfn.
Auk þess að hafa unnið þjóðinn ómælt tjón með því að ala hér á sundurlyndisfjandanum og óeiningu um alla skapaða hluti sem hefur kostað þjóðina meira en nóg.
 
ESB trúboðið á Íslandi er einangrað og dauðadæmt fyrirbæri.

mbl.is Iðnaðurinn á móti aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

HVað tekur þá við hér á Íslandi.

Byrjum á gjaldeyrismálum?

Sleggjan og Hvellurinn, 29.3.2012 kl. 15:57

2 Smámynd: Elle_

Við seljum ekki fullveldið fyrir gjaldeyri og ekki einu sinni dýrðar-evru.

Elle_, 29.3.2012 kl. 21:18

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta eru sannarlega góðar fréttir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.3.2012 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 65694

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband