Fellum tillögur Stjórnlagaráðs í heild sinni - Vegna verulegra ágalla !

Tillögur Stjórnlagaráðs eru um margt gallaðar, en samt að sumu leyti ágætar, en því miður virðist vera passað upp á það að þjóðin fái aðeins tækifæri til þess að kjósa um tillögurnar í heild sinni, já eða nei.
Utan það að leita á aðeins sérstaks álits á 5 sundurliðuðum og sérvöldum tillögum sem fólk á náðarsamlegast að fá að segja álit sitt um sérstaklega.
 
Mjög vandlega er passað uppá það að kjósendur fái alls ekkert að segja sérstaklega um álit sitt á einhverri umdeildustu tillögu Stjórnlagaráðsins þ.e. að ríkisvaldinu verði heimillt að framselja eða gefa eftir hluta af fullveldi þjóðarinnar og deila því með öðrum þjóðum, eða ríkjasamböndum, eins og það er kallað svo ísmeygilega.
 
Því miður eru þessi tillaga og framsetning hennar óásættanleg fyrir mjög stóran hluta þjóðarinnar, hvað sem annars má segja um aðrar tillögur.
 
Þegar við bætist að kjósendum skuli heldur ekki verða leyft að segja álit sitt á þessari umdeildu tillögu, þá er það ekkert annað en bein ögrun og atlaga að okkur fullveldissinnum, sem viljum hafna ESB aðild.
 
Því hvet ég að öðru óbreyttu fólk til þess að fella tillögur Stjórnlagaráðs í fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu í heild sinni.
 
Þar með er ég ekki að segja að allt starf Stjórnlagaráðs sé ónýtt.
 
Vinna má áfram með tillögurnar og ræða þær úti í þjóðfélaginu og síðan vinna út úr þeim tillögur þar sem þjóðin getur á breiðum grundvelli sæst á heilsteypta Stjórnarskrá sem nýtur víðtæks og afgerandi stuðnings.
 
Flas er ekki til fagnaðar í þessum efnum.
 
Okkar gamla Stjórnarskrá hefur reynst okkur vel, þrátt fyrir allt og átti alls engan þátt í Hruninu.

mbl.is Þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já ég var einmitt að hugsa um það að það er hvergi minnst á afsal Fullveldis okkar eða hvað þá með já eða nei spurningu hvort fólk vilji breytingu á Stjórnarskránni eða ekki...

Þegar háværar raddir koma upp um að breyta Stjórnarskrá þá á að skoða vel og vandlega ástæðurnar fyrir því og sérstaklega hvers vegna hún henntar ekki eins og hún er...

Ég las það líka að það eigi aldrei að breyta Stjórnarskrá á ólgu tíma...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 20.3.2012 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 65465

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband