ESB hótar ólöglegum refsiaðgerðum gagnvart íslendingum, vegna fullkomlega löglegra veiða okkar á makríl ! !

Yfirgangur og ólöglegar hótanir ESB ganvart okkur Íslendingum vegna fullkomlega löglegra veiða okkar á makríl innan okkar eigin 200 mílna fiskveiðilögsögu, eru algerlega óþolandi, gagnvart fullvalda og sjálfsstæðri þjóð.
 
Veiðar okkar á makríl innan okkar eigin fisklveiðilögsögu hér eru þjóðréttarlega lögvarðar samkvæmt alþjóðalögum og sáttmálum sem við og ESB erum skuldbundin af s.s. samkvæmt Hafréttarsáttmála Sameinuðu Þjóðanna.
 
Þó svo að ágreiningur sé um veiðikvóta þá getur ESB ekki einhliða tekið sér alræðisvöld og ákveðið einhliða refsiaðgerðir, aðrar en þær léttvægu og gagnkvæmu aðgerðir að banna landanir á sínu svæði á makrílafla þeirra íslenskra fiskiskipa sem veiða þennan afla, meðan deilan er ekki leyst.
 
Allar frekari og víðtækari einhliða þvinganir eða refsiaðgerðir, viðskiptalegar eða með öðrum hætti, eins og þeir nú hóta, eru algerlega ólöglegar og brjóta í bága við Hafréttarsáttmála Sameinuðu Þjóðanna og sáttmála Alþjóða Viðskiptamálastofnunarinnar (IMF) og þar að auki sjálfan EES samninginn.
 
Það yrði saga til næsta bæjar, en kæmi svo sem ekki á óvart ef ESB ætlar að fara að taka sér alræðisvöld á alþjóðlegum vettvangi og brjóta alþjóðalög og alþjóðlegar skuldbindingar með því að beita íslendinga ólöglegum refsiaðgerðum vegna makríldeilunnar.
 
Þjóðinni ber þegar í stað að slíta öllum samninga- og aðlögunarviðræðum við þennan ESB stjórnsýslu- þurs, sem í valdhroka sínum og yfirgangi skirrist ekki við að brjóta alþjóðalög gagnvart viðsemjendum sínum ! 

mbl.is Refsiaðgerðum gegn Íslandi verði flýtt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já ég er algjörlega sammála þér Gunnlaugur, og það er ekkert til sem heitir samningar þarna á borði heldur er þetta einræði fárra einstaklinga sem hafa sýnt það og sannað að fiskimið kunna þeir ekki að umgangast segi ég vegna þess að ef svo væri þá væri ESB ekki búið að þurrka svo að segja upp öll sín sjávarmið og ásælast núna okkar...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 20.3.2012 kl. 13:11

2 Smámynd: Sólbjörg

Hjá ESB er umsóknaraðlögun Íslands í fullum gangi og þeir telja víst að þjóðin hafi verið upplýst um að við erum að hálfu eða heilu í ESB. Fyrir þeim er Ísland nú þegar í ESB, bara formsatriði opinber yfirlýsing þegar reglugerðabreytingum verður að fullu lokið.

Gott að þetta mál komi upp núna svo sannleikurinn verði öllum ljós og ekki gangi að þræta lengur fyrir staðreyndir. Steingrímur J. þarf ekkert að vera með uppgerðar mótmæli að þetta sé ekki boðlegt, hann veit betur og getur sleppt öllum leikaraskap. Það er aðeins ein lausn á þessu vandamáli, umsóknina verður að afturkalla, strax.

Sólbjörg, 20.3.2012 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 65694

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband