Mánudagur, 19. mars 2012
Sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB - Er óskapnaður, hefur alltaf verið og verður aldrei neitt annað !
Allir sem þekkja Sjávarútvegsmálastefnu ESB og allt dæmalausa ruglið með hana hana um árabil vita þetta. Kerfi sem er marg stagbætt og hefur byggt á stanslausri sóun og spillingu, þar sem að þær systur ofstjórn og óstjórn hafa drottnað og ríkt áratugum saman !
Það er búið að tala og tala um nauðsynlegar breytingar á þessu kerfi í áratugi, en aldrei gerist neitt, aðeins hent enn einum naglanum ofan í þessa baneitruðu moðuðu og naglasúpu.
Alltaf trúa ESB Commísararnir því að með aðeins meiru og flóknari regluverki geti þeir fullkomnað sköpunarverk sitt. En samt eru allir alltaf jafn hundóánægðir og virðinginn fyrir þessum óskapnaði er langt undir núllinu hjá sjómönnum og öllum þeim sem nálægt þessari atvinnugrein koma.
Hugsið ykkur að ESB eyðir milljörðum EVRA árlega úr sjóðum Sambandsins í styrki við sjávarútveg aðildarríkjanna, þrátt fyrir að útvegurinn búi að því að hafa 500 milljón manna heimamarkað við hliðina á sér.
Ég hugsa að Íslenska Ríkið og íslenskir sjómenn og útgerðarmenn gætu tekið af þeim þetta ómak og öll þessi vandræði og tekið að sér að reka þennan sjávarútveg þeirra í framtíðinni og gera það með hagnaði án nokkurra styrkja.
Það mun ekkert breytast að viti í þessu handónýta kerfi þeirra nú frekar enn fyrri daginn - Ekki frekar en að 5 ára áætlanir Sovét kerfisins bötnuðu aldrei neitt frá einni til annarrar !
Sjávarútvegsstefna ESB verður aldrei neitt annað en óskapnaður þessa handónýta og óskilvirka ofstjórnunar apparats ESB !
Brottkast gæti kostað ESB milljarð punda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 65694
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.