Laugardagur, 3. mars 2012
ESB / EVRU - Rétttrúnaðurinn skal keyrður yfir þjóðina. Aðrir möguleikar skulu þaggaðir niður !
Það er greinilegt og leynir sér ekki að hér hafa komið að fingraför Samfylkingar hluta Ríkisstjórnarinnar.
Þau hafa sent Kanadískum stjórnvöldum skilaboð um það að þau kærðu sig ekki um þessa umræðu.
Það er því í sjálfu sér algerlega skiljanlegt að ábyrg Kanadísk stjórnvöld hafi brugðist við með þessum hætti. Því að ekki vilja þau að óbreyttur sendiherra þeirra fari að koma af stað einhverju sem skaðað gæti góð samskipti þjóðanna allt frá stofnun íslenska Lýðveldisins.
En það er með ólíkindum hvernig Samfylkingin gengur fram í þessu máli.
Reynt er með öllum hætti að kæfa helst í fæðingu allar umræður sem ganga út á annað, en þann heilaga rétttrúnað þeirra að hér verði gengið í ESB og tekinn upp baneitraður skuldavafningur sem heitir EVRA.
Skuldavafning sem er missmíði frá upphafi og er langt komin með að gera út af við efnahag fjölda ríkja sem glapist hafa við að taka upp þetta fyrirbæri.
Án þess að ég sé einhver fylgismaður þess að hér verði tekinn upp Kanada dollar sem lögeyrir, þá finnst mér hinns vegar alveg sjálfssagt að allir möguleikar í þessum efnum verði skoðaðir vandlega. Sérstaklega reyndar möguleikinn að halda hér áfram í okkar krónu og renna styrkari stoðum undir hana.
Það er heldur ekkert búið að loka fyrir það í framtíðinni að þessi umræða verði tekinn upp við Kanadísk stjórnvöld að nýju, þau hafa alls ekki lýst neinni andstöðu við þessa hugmynd.
En það gerist náttúrulega ekki fyrr en búið verður að moka Samfylkingunni út úr Stjórnarráðinu og koma þessari ESB umsókn sem heldur þjóðinni í gíslingu fyrir kattarnef með einum eða öðrum hætti.
Sá tími færist nú óðum nær !
Stjórnvöld andvíg umræðunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 65694
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Íþróttir
- Verður áfram í Garðabæ
- Hafsteinn Óli lék fyrir Grænhöfðaeyjar
- Kvaddur hjá kanadíska liðinu
- Ráðinn aðstoðarþjálfari Fjölnis
- Snýr aftur til Íslandsmeistaranna
- Tap gegn Englandi í átta marka leik
- Ósáttur hjá franska stórliðinu
- Ótrúleg VAR mistök í Þjóðadeildinni
- Enn meiðsli hjá íslenska landsliðsmanninum
- Steinlá gegn Víkingi en seldur fyrir metfé
Athugasemdir
..og þú ert náttúrulega ekki illa haldinn af "rétttrúnaði", Gunnlaugur?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.3.2012 kl. 10:56
Það er nú einfaldlega ekkert sem bendir til að íslensk stjórnvöld hfi með einhverjum hætti reynt að hafa áhrif á þessa umræðu á fundinum hjá Framsóknarflokknum Það er ekkert sem bendit til þess að neitt sé hæft í þessum fullyrðingum Sigmundar enda hefur hann ekki komið fram með neinar sannanir fyrir því. Það er almennt svo að stjórnvöldum ríkja heimsins finnst það ekki við hæfi að sendiherrar þeirra séu að taka þátt í pólitískri umræðu um innanríkisnál þeirra ríkja sem þeir eru í. Það bendir því allt til þess að þegar kanadískum stjórnvöldum var það ljóst að hér var um að ræða pólitískan fund eins flokks á Íslandi um íslensk innanríkismál þá hafi þeim einfaldlega ekki þótt við hæfi að sendiherra þeirra væri að koma þar fram og bannað honum það alfarið af eigin frumkvæðí.
Þessi fullyrðing Sigmundar minnir svolítið á fullyrðingu hans um að Jóhanna hafi beitt sér til að koma í veg fyrir að Norðmenn lánuðu okkur fé án milligöngu AGS. Þetta hafði alla tíð verið skilyrði Norðmanna og þeir frá upphafi komið þeim skilaboðum skýrt til skila við íslensk stjórnvöld. Þetta var því ekkert annað en lágkúrulegur rógburður Sigmundar í pólitísku lýðskrumi. Þarna tók hann Lindon bandaríkjaforseta sér til fyrirmyndar sem ítrekað laug um pólitíska andstgæðinga sína undir forskriftinni "látum þá neita því".
Það er nákvæmega ekkert sem bendir til annars en að þessi fullyrðing Sigmundar sé af sama meiði runnin.
Sigurður M Grétarsson, 4.3.2012 kl. 12:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.