Frekleg afskipti ESB Ráðstjórnarinnar af innanríkismálum Íslands ! Hvers vegna er þessi lögleysa látin viðgangast.

Það er með ólíkindum að það skuli ekki vera búið að stöðva þennan ósóma og þennan taumlausa fjáraustur í þennan áróður ESB hér á landi.

"Samkvæmt lögum nr. 68 frá 1978 um bann við fjárhagslegum styrkjum erlendra aðila við íslenska stjórnmálaflokka og útgáfu erlendra sendiráða á Íslandi".

En markmið þessara laga var einmitt að koma í veg fyrir íhlutun erlendra aðila um íslensk málefni.

En Samfylkingin er eini íslenski stjórnmálaflokkurinn sem hefur ESB aðild á stefnuskrá sinni, fyrir utan Guðmundarflokkinn með aðeins einn þingmann.

Þetta er því ekkert annað en gróf og frekleg pólitísk íhlutun erlendra aðila um viðkvæm og mjög umdeild innanríkismál íslensku þjóðarinnar.

Ekki nóg með að þeir reki hér sendiráð sem hlýtur að kosta fúlgur fjár og ber fé á fólk og fyrirtæki og heldur úti stanslausum boðsferðum áhrifafólks til Brussel heldur á líka að leggja a.m.k. 220 milljónir í þessa svokölluðu Evrópustofu (ESB stofu) sem á að standa hér fyrir kynningu og áróðri fyrir ESB stjórnsýsluapparatið og mikilfengleik ESB aðildar.

Auk alls þessa á svo að setja 5000 milljónir króna í svokallaða IPA styrki til þess að smyrja aðlögun þjóðarinnar að regluverki ESB.

Í ofanálag og til að bíta höfuðið af skömminni þá á allur þessi fjáraustur frá ESB á fólk og fyrirtæki að vera hafinn yfir íslensk lög og njóta sérstaks skattfrelsis.

Ég spyr nú bara, ætla þingmenn stjórnarandstöðunar að greiða þessum landráðum atkvæði sitt á Alþingi, ég vona ekki.

En það sem verður enn meira spennandi að fylgjast með er það hvort að allir þingmenn VG séu svo miklar "Gungur og Druslur" að þeir muni greiða þessum landráðum atkvæði sitt.

Það yrði síðasti líkkistu naglinn í kistu þess annars fyrrum ágæta flokks og þá hefði sá flokkur endanlega bitið höfuðið af ESB skömm sinni og sú skömm mun verða skráð í Íslandssöguna og verða uppi meðan land vort byggist.


mbl.is Evrópusambandið kynnir sig sjálft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Samstaða hennar Lilju er með ESb á dagsrka´.

Sá flokkur vill klára ferlið og hefur fengið glimrandi fylgi í skoðankönnunum.

Sleggjan og Hvellurinn, 12.2.2012 kl. 18:40

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Stjórnmálaaflið Samstaða og Lilja Mósesdóttir hafa mjög skýra stefnu í þessum ESB málum.

Þeir telja hagsmunum Íslands, best borgið án ESB aðildar.

Hinns vegar vilja þeir úr því sem komið er klára ferlið og leyfa þjóðinni að hafa þann lýðræðislega rétt að fá að kjósa um það.

Einu flokkarnir sem vilja ESB aðild eru Samfylkingin og bergmáls flokkurinn þeirra Guðmundar flokkurinn og svo flokkurinn hans Guðbjörns söngvara.

Þessir smáflokkar fá í þessari síðustu fylgiskönnun FRBL samtals innan við 20% fylgi.

Þeir stjórnmálaflokkar aftur á móti sem telja hagsmunum Íslands best borgið utan ESB eins og Samstaða, eru samtals með yfir 80% fylgi !

Gunnlaugur I., 12.2.2012 kl. 18:59

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sleggjan og Hvellurinn sem rölta frá sérnumdir um ESB og EVRU eyðimörkina sína, hættir það til að skreyta sjálfan sig og aumlegan ESB málsstað sinn með stolnum eða ínynduðum fjöðrum og blómum sem þar þrífast alls ekki þar. Þess vegna ljúga þeir því til að þeir hafi fundið þessar Rósir og Liljur þar og þær vaxi í hrjóstrugri eyðimörk ESB óhroðans og vilji hvergi annars staðar vera !

Fólk veit nú samt miklu betur og sér í gegnum þeirra eilífu lygar um ESB dásemdirnar sem hafa löngu verið afhjúpaðar !

Gunnlaugur I., 13.2.2012 kl. 17:50

4 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

gerum bara eins og grikkir . . . handtaka þessa útlendinga sem eru að múta fólki til að fremja landráð . . .

Axel Pétur Axelsson, 13.2.2012 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 65694

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband