Kúgun og valdníðsla ESB Ráðstjórnarinnar gagnvart Grikkjum er óforskammaður kapítalisma fasismi ! !

Hvað hefur hin forna menningarþjóð Grikkir til saka unnið, annað en það að hafa gengið í ESB og tekið upp skuldavafninginn EVRU fyrir 10 árum síðan sem hefur sprengt efnahag þeirra í loft upp.

Fölsku öryggi evrunnar, fylgdi óráðsía og ábyrgðarleysi í ríkisfjármálum.

En auk þess var stanslaust haldið að opinbera- og einkageiranum líka gríðarlegu lánsfé á lágum vöxtum, frá helstu stórbrask bönkum á EVRU svæðinu.

Allt of hátt skráð EVRA hefur alls ekki passað þeirra efnahagslífi og eyðilagt efnahag þeirra, útflutningsatvinnuvegi þeirra og ferðamannaiðnaðinn líka.

Nú sýnir valdaelíta Ráðstjórnarinnar í Brussel sitt rétta andlit. Þessar svokölluðu björgunaraðgerðir þeirra eru ekkert til þess að bjarga Grikklandi eða Grískum almenningi. Síður en svo þeir skulu samkvæmt valdboði þeirra enn herða sultarólarnar, skattar skulu ofurhækkaðir, laun almennings skulu lækkuð. Sjúkrahúsum og skólum lokað og öll samfélagsþjónusta skorin niður við trog.

Í ofan á lag er þeim nú gert að selja helstu eigur ríkisins, á brunaútsölu s.s. sjúkrahús og skóla, samgöngumannvirki, heilu eyjaklasana og svo mætti lengi telja. Kaupendurnir verða helstu hrægamma vogunarsjóðir á EVRU svæðinu, sem kaupa á hrakvirði.

Grískt þjóðfélag er í upplausn, þeir sjá að þessi "björgunarpakki ESB" er ekki til þess að hjálpa þeim að standa á fætur og vinna sig út úr erfiðleikunum. Nei þessi lánapakki og þessar harkalegu ráðstafanir eru gerðar til þess að helsta stórkapítal á EVRU svæðinu fái sem mest upp í sínar óabyrgu lánveitingar til Grikklands. Reikningurinn verður síðan sendur á næstu kynslóðir Grikkja. Þeir skulu blóðmjólkaðir.

Yfir þá verður síðan settur harðstjóri frá Elítuhirðinni í Brussel sem einskonar Landsstjóri, sem afnemur lýðræðið en fær sjálfur alræðisvöld yfir fjármálum landsins og þegnum þess og sér svo um að skattpína almenning næstu áratugina og senda fjármunina burt frá Grikklandi og til Brussel valdsins sem sér síðan um að útdeila þeim meðal þeirra útvöldu stórkapítalista sem þeir hafa velþóknun á.  

Þetta er meiri kúgun og niðurlæging en nokkur þjóð hefur orðið að þola á síðari tímum. Þetta er miklu verra heldur en hinir illræmdu Versala samningar voru Þjóðverjum. Sú rangsleitni varð kveikjan að Síðari heimsstyrjöldinni, mannskæðustu styrjöld mannkynssögunnar.

Hlutverk þessa alræðis landsstjóra ESB Ráðstjórnarinnar verður svona svipað og Rómverjar höfðu til forna sína leppstjóra yfir skattlendum sínum sem þeir höfðu hrifsað undir sín yfirráð. 

Er furða að nú geysi harðir götubardagar í Aþenu og helstu borgum Grikklands. Landið rambar á barmi uppreisnar og blóðugrar byltingar fólksins.

Svo segist ESB nú fyrst og fremst vera "friðarbandalag".

Þessi yfirgangur og kúgun sem ESB og Þjóðverjar beita Grikki nú er ekkert annað en ótýndur kapítalista fasismi, sem er uppskrift að uppreisnar og stríðsástandi.

Það ættu Þjóðverjar að þekkja allra þjóða best. 

  

 


mbl.is Grikkir gefi ekki eftir stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Og íslenska ríkisstjórnin sér væntanlega ekkert rangt við þetta!

Guðrún Sæmundsdóttir, 28.1.2012 kl. 14:43

2 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ef að við hefðum verið innan ESB í íslenska hruninu, hefðum við þá fengið sömu örlög?

Guðrún Sæmundsdóttir, 28.1.2012 kl. 14:52

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, illt er í efni hjá "friðarbandalaginu"! Ófriður í aðsigi !

Ætli nýi "landstjórinn" verði ekki að ferðast um í brynvörðum bíl?!

Jón Valur Jensson, 28.1.2012 kl. 15:02

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

@ Jón Valur: Ætli hann þurfi ekki að ferðast um lendur sínar á brinvörðum Þýskum skriðdreka í fylgd brinvarðra sérsveita frá Brussel !

@ Guðrún Sæmundsdóttir. Jú ég tel nær víst að íslenska þjóðin hefði verið skikkuð til að taka á sig allar sukk skuldir íslensku einkabankanna, rétt eins og Írar voru látnir gera.

Þeir sitja nú í súpunni, en við sluppum mun betur vegna þess einfaldlega að við létum bankana rúlla !

Þetta þrautavara kjaftæði íslenskra ESB sinna var ein ESB lygin enn, sem nú hefur verið afhjúpuð. Lendi ríki á EVRU svæðinu í vandræðum sér valdaelítan fyrst og fremst um að verja stórkapítal Evrópu en almenningur er látinn blæða. Það er svona sósíalísk þjóðnýting á gjaldþrota kapítalisma banka glæponana !

Gunnlaugur I., 28.1.2012 kl. 16:11

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, það dugar sennilega ekkert minna en þýzkur Panzer IV!

Jón Valur Jensson, 28.1.2012 kl. 18:11

6 Smámynd: Elle_

Mikið er ég sammála öllu í pistlinum.  Og eðlilega er blessað fólkið löngu farið að mótmæla á götum úti.  Hvað ætti það annars að gera?  Vonandi fyrir þau leysist nýlenduveldabandalagið upp í þúsund mola.

Elle_, 29.1.2012 kl. 00:37

7 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Grikkland verður bara fyrsta ríkið sem verður yfirtekið af Þjóðverjum, [ég meina ESB], síðan kemur Portúgal, Írland, Spánn og svo sjáum við til hvaða ríki kemur þar á eftir, kannski Ítalía?

Tómas Ibsen Halldórsson, 29.1.2012 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 65525

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband